Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 tökum við Færeyinga tali en þar ríkir mikil gleði með ákvörðun stjórnvalda um að aflétta samkomutakmörkunum, þrátt fyrir að nýgengi smita sé það hæsta í heimi.

Við ræðum einnig við breskan sérfræðing í stafrænu kynferðisofbeldi, sem rannsakaði eitt stærsta stafræna kynferðisofbeldismál sögunnar, en hún telur að stjórnvöld hafi alla burði til þess að takast á við þetta samfélagsmein.

Þá fjöllum við ítarlega um geðheilsu barna hér á landi en hún hefur farið versnandi ef marka má lengingu biðlista hjá barnasálfræðingum, en fólk gæti þurft að bíða í heilt ár eftir tíma. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Stöðvar 2 Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×