Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. janúar 2022 23:20 Læðan Lúsí er ellefu ára gömul og um þessar mundir er hún eini kötturinn á Kattholti sem er nú í heimilisleit. Vísir/Sigurjón Mikill kattaskortur virðist vera hér á landi og stefnir ekki í að það muni draga úr eftirspurninni á næstunni. Dæmi eru um að venjulegir kettlingar seljist fyrir tugi þúsunda og er jafnvel mikil eftirspurn eftir eldri köttum. Aðeins einn köttur er nú í heimilisleit hjá Kattholti. Frá því að Covid faraldurinn hófst hefur gríðarleg eftirspurn verið eftir gæludýrum og eru kettir þar engin undantekning. Fyrr í faraldrinum var talað um kattaskort á landinu og hefur staðan lítið breyst að sögn rekstrarstjóra Kattholts. „Þetta er enn þá stöðugt, það er mjög mikil eftirspurn eftir kettlingum enn þá, fólk hringir á hverjum degi og jafnvel oft á dag og sendir fyrirspurnir í gegnum samfélagsmiðla, bara endalaust hvort það séu til kettlingar,“ segir Jóhanna Ása Evensen, eða Hanna, rekstrarstjóri í Kattholti. Fólk sækist þó ekki aðeins í kettlingana heldur er einnig mikil eftirspurn eftir fullorðnum köttum. Í Kattholti er aðeins einn köttur eftir í heimilisleit en það er hin ellefu ára gamla Lúsí. Hún leitar nú að traustu framtíðarheimili þar sem hún gæti fengið að kíkja út. Hún er mannelsk en ekki vön börnum né öðrum dýrum og myndi því henta henni best að fá að vera prinsessan á heimilinu. Lúsí mun þó eflaust ekki stoppa lengi í Kattholti þar sem reglulega berast margar umsóknir um hvern kött. Kettlingar til sölu á tugi þúsunda Utan Kattholts hefur fólk tekið að leita að köttum eða kettlingum á samfélagsmiðlum og eru hópar kattafólks á Facebook reglulega uppfullir af spurningum um ketti í leit að heimili. Dæmi um að venjulegir húskettlingar séu auglýstir á tugi þúsunda og kom jafnvel inn auglýsing á dögunum þar sem kettlingur var auglýstur á 120 þúsund en henni hefur nú verið eytt. Ljóst er að færri fá kettlinga en vilja. „Við sjáum auglýsingar þar sem er verið að auglýsa allt að 80 þúsund sem er náttúrulega pínu geðveiki og við vitum ekkert hvernig heilsufarsstandið er á þeim kettlingum,“ segir Hanna og bætir við að fólk þurfi að huga að ýmsu. „Við viljum í rauninni bara ítreka til fólks, þar sem er verið að auglýsa í gegnum svona Facebook síður, að það sé þá hægt að tékka hvort það sé búið að ormahreinsa, sem er náttúrulega mjög mikilvægt, og hvort að kötturinn sé laslegur eða hvernig aðstæðurnar eru,“ segir hún enn fremur. Rekstrarstjóri Kattholts, Jóhanna Ása Evensen, eða Hanna eins og hún er kölluð, sést hér með gesti kattarhótelsins, henni Dimmu. Vísir/Sigurjón Þá sé mikilvægt að skoða hvort skítur sé í augum og eyrum kattarins en það gæti ollið þrálátum vandamálum síðar meir. Þá þarf að fylgjast með atferli kattarins almennt til að kanna hvort að um einhver heilsufarsvandamál sé að ræða. „Það er mjög leiðinlegt að vera að borga 80 þúsund fyrir kettling þar sem er ekkert innifalið og svo þarftu að borga auka 80 þúsund fyrir dýralæknakostnað. Ég held að fólk sé ekki alveg að spá í því, hvað fylgir með,“ segir Hanna. Stefnir ekki í að eftirspurnin minnki Kettir eru þekktir fyrir að vera með stóra og ólíka persónuleika og því er ekki víst að hvaða köttur sem er hentar. Til að mynda þurfi að huga að því hvort kötturinn á að vera inni eða útiköttur en erfitt er að breyta útiköttum í inniketti. „Við í Kattholti erum alltaf til taks til ráðleggingar eða ef fólk hefur fyrirspurnir varðandi það hvernig kött það á að fá sér, hvernig köttur hentar, þá geta þau alltaf haft samband. Við bara mælum með því,“ segir Hanna. „Við viljum vera viss um að fólk viti nákvæmlega hvað það er að fara út í þegar það tekur kött frá okkur og viti nákvæmlega hvernig köttur hentar þeim,“ segir hún enn fremur. En að máli málanna. Mun þessi gríðarlega eftirspurn minnka á næstunni? „Það er rosalega erfitt að segja, alla vega ekki eins og staðan er núna, ekki eins og eftirspurnin er núna. Þannig nei.“ Hægt er að nálgast kisur í heimilisleit að hverju sinni á vef Kattholts. Þá eru dýr í heimilisleit hjá öðrum samtökum, til að mynda Villiköttum og Dýrahjálp. Kettir Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Fólk byrjað að losa sig við Covid-gæludýrin Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir gæludýrum í faraldrinum og hafa margir reynt að verða sér úti um málleysingja til að létta lundina í samkomubanni. 12. ágúst 2021 07:01 Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Frá því að Covid faraldurinn hófst hefur gríðarleg eftirspurn verið eftir gæludýrum og eru kettir þar engin undantekning. Fyrr í faraldrinum var talað um kattaskort á landinu og hefur staðan lítið breyst að sögn rekstrarstjóra Kattholts. „Þetta er enn þá stöðugt, það er mjög mikil eftirspurn eftir kettlingum enn þá, fólk hringir á hverjum degi og jafnvel oft á dag og sendir fyrirspurnir í gegnum samfélagsmiðla, bara endalaust hvort það séu til kettlingar,“ segir Jóhanna Ása Evensen, eða Hanna, rekstrarstjóri í Kattholti. Fólk sækist þó ekki aðeins í kettlingana heldur er einnig mikil eftirspurn eftir fullorðnum köttum. Í Kattholti er aðeins einn köttur eftir í heimilisleit en það er hin ellefu ára gamla Lúsí. Hún leitar nú að traustu framtíðarheimili þar sem hún gæti fengið að kíkja út. Hún er mannelsk en ekki vön börnum né öðrum dýrum og myndi því henta henni best að fá að vera prinsessan á heimilinu. Lúsí mun þó eflaust ekki stoppa lengi í Kattholti þar sem reglulega berast margar umsóknir um hvern kött. Kettlingar til sölu á tugi þúsunda Utan Kattholts hefur fólk tekið að leita að köttum eða kettlingum á samfélagsmiðlum og eru hópar kattafólks á Facebook reglulega uppfullir af spurningum um ketti í leit að heimili. Dæmi um að venjulegir húskettlingar séu auglýstir á tugi þúsunda og kom jafnvel inn auglýsing á dögunum þar sem kettlingur var auglýstur á 120 þúsund en henni hefur nú verið eytt. Ljóst er að færri fá kettlinga en vilja. „Við sjáum auglýsingar þar sem er verið að auglýsa allt að 80 þúsund sem er náttúrulega pínu geðveiki og við vitum ekkert hvernig heilsufarsstandið er á þeim kettlingum,“ segir Hanna og bætir við að fólk þurfi að huga að ýmsu. „Við viljum í rauninni bara ítreka til fólks, þar sem er verið að auglýsa í gegnum svona Facebook síður, að það sé þá hægt að tékka hvort það sé búið að ormahreinsa, sem er náttúrulega mjög mikilvægt, og hvort að kötturinn sé laslegur eða hvernig aðstæðurnar eru,“ segir hún enn fremur. Rekstrarstjóri Kattholts, Jóhanna Ása Evensen, eða Hanna eins og hún er kölluð, sést hér með gesti kattarhótelsins, henni Dimmu. Vísir/Sigurjón Þá sé mikilvægt að skoða hvort skítur sé í augum og eyrum kattarins en það gæti ollið þrálátum vandamálum síðar meir. Þá þarf að fylgjast með atferli kattarins almennt til að kanna hvort að um einhver heilsufarsvandamál sé að ræða. „Það er mjög leiðinlegt að vera að borga 80 þúsund fyrir kettling þar sem er ekkert innifalið og svo þarftu að borga auka 80 þúsund fyrir dýralæknakostnað. Ég held að fólk sé ekki alveg að spá í því, hvað fylgir með,“ segir Hanna. Stefnir ekki í að eftirspurnin minnki Kettir eru þekktir fyrir að vera með stóra og ólíka persónuleika og því er ekki víst að hvaða köttur sem er hentar. Til að mynda þurfi að huga að því hvort kötturinn á að vera inni eða útiköttur en erfitt er að breyta útiköttum í inniketti. „Við í Kattholti erum alltaf til taks til ráðleggingar eða ef fólk hefur fyrirspurnir varðandi það hvernig kött það á að fá sér, hvernig köttur hentar, þá geta þau alltaf haft samband. Við bara mælum með því,“ segir Hanna. „Við viljum vera viss um að fólk viti nákvæmlega hvað það er að fara út í þegar það tekur kött frá okkur og viti nákvæmlega hvernig köttur hentar þeim,“ segir hún enn fremur. En að máli málanna. Mun þessi gríðarlega eftirspurn minnka á næstunni? „Það er rosalega erfitt að segja, alla vega ekki eins og staðan er núna, ekki eins og eftirspurnin er núna. Þannig nei.“ Hægt er að nálgast kisur í heimilisleit að hverju sinni á vef Kattholts. Þá eru dýr í heimilisleit hjá öðrum samtökum, til að mynda Villiköttum og Dýrahjálp.
Kettir Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Fólk byrjað að losa sig við Covid-gæludýrin Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir gæludýrum í faraldrinum og hafa margir reynt að verða sér úti um málleysingja til að létta lundina í samkomubanni. 12. ágúst 2021 07:01 Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00
Fólk byrjað að losa sig við Covid-gæludýrin Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir gæludýrum í faraldrinum og hafa margir reynt að verða sér úti um málleysingja til að létta lundina í samkomubanni. 12. ágúst 2021 07:01
Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01