NFL sektaði þjálfara meistaranna fyrir að slá sinn eigin leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2022 23:00 Bruce Arians gerði Tampa Bay Buccaneers að meisturum í fyrra en það hjálpaði auðvitað mikið að vera með Tom Brady sem leikstjórnanda. AP/Mark LoMoglio Bruce Arians, þjálfari ríkjandi NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers, var sektaður í vikunni en það var þó ekki fyrir að rífast við eða gagnrýna dómara. Arians fékk fimmtíu þúsund dollara sekt fyrir að slá sinn eigin leikmann en það eru 6,4 milljónir íslenskra króna. Buccaneers sló Philadelphia Eagles örugglega út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi og fram undan er leikur á móti sjóðheitu liði Los Angeles Rams. The NFL has fined Bruce Arians $50K for striking Bucs safety Andrew Adams in the helmet during Sunday's playoff win over the Eagles, a source confirmed to @JennaLaineESPN.https://t.co/LvPoCFGdOJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 19, 2022 Leikmaðurinn sem um ræðir var varnarmaðurinn Andrew Adams sem hafði þar hætt á það að fá sig refsingu fyrir að reynda toga andstæðing úr hrúgu leikmanna yfir boltanum. Arians sló í hjálminn á leikmanninum og gaf honum líka olnbogaskot. Hann var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann sæi eftir því að hafa slegið Adams. „Nei,“ svaraði Bruce Arians og hélt áfram: „Ég hef séð nóg af heimsku. Þú mátt ekki toga leikmenn úr hrúgu. Við vorum að ná að klára góða vörn og vorum í góðri stöðu á vellinum. Hann var að gera tóma vitleysu með því að toga leikmanninn í burtu og ég var að reyna að vekja hann aðeins svo hann fengi ekki á sig refsingu,“ sagði Arians. Bruce Arians er 69 ára gamall og hefur þjálfað í deildinni frá 1989. Hann hefur verið aðalþjálfari Tampa Bay Buccaneers frá 2019 en þjálfaði þar á undan lið Arizona Cardinals frá 2013 til 2017. Bucs coach Bruce Arians has been fined $50,000 for slapping the helmet of Bucs safety Andrew Adams during Sunday's playoff game vs. the Eagles, @gregauman confirms. @Pickswise pic.twitter.com/5moSv51HqT— The Athletic (@TheAthletic) January 19, 2022 NFL Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Valdi flottasta búning deildarinnar Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Sjá meira
Arians fékk fimmtíu þúsund dollara sekt fyrir að slá sinn eigin leikmann en það eru 6,4 milljónir íslenskra króna. Buccaneers sló Philadelphia Eagles örugglega út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi og fram undan er leikur á móti sjóðheitu liði Los Angeles Rams. The NFL has fined Bruce Arians $50K for striking Bucs safety Andrew Adams in the helmet during Sunday's playoff win over the Eagles, a source confirmed to @JennaLaineESPN.https://t.co/LvPoCFGdOJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 19, 2022 Leikmaðurinn sem um ræðir var varnarmaðurinn Andrew Adams sem hafði þar hætt á það að fá sig refsingu fyrir að reynda toga andstæðing úr hrúgu leikmanna yfir boltanum. Arians sló í hjálminn á leikmanninum og gaf honum líka olnbogaskot. Hann var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann sæi eftir því að hafa slegið Adams. „Nei,“ svaraði Bruce Arians og hélt áfram: „Ég hef séð nóg af heimsku. Þú mátt ekki toga leikmenn úr hrúgu. Við vorum að ná að klára góða vörn og vorum í góðri stöðu á vellinum. Hann var að gera tóma vitleysu með því að toga leikmanninn í burtu og ég var að reyna að vekja hann aðeins svo hann fengi ekki á sig refsingu,“ sagði Arians. Bruce Arians er 69 ára gamall og hefur þjálfað í deildinni frá 1989. Hann hefur verið aðalþjálfari Tampa Bay Buccaneers frá 2019 en þjálfaði þar á undan lið Arizona Cardinals frá 2013 til 2017. Bucs coach Bruce Arians has been fined $50,000 for slapping the helmet of Bucs safety Andrew Adams during Sunday's playoff game vs. the Eagles, @gregauman confirms. @Pickswise pic.twitter.com/5moSv51HqT— The Athletic (@TheAthletic) January 19, 2022
NFL Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Valdi flottasta búning deildarinnar Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Sjá meira