Anníe Mist og Katrín Tanja misstu af fluginu heim til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 09:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir með bókina sína út í Miami um síðustu helgi. Instagram/@anniethorisdottir Íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir voru aðeins lengur í Bandaríkjunum en þær ætluðu sér. Katrín Tanja Davíðsdóttir tók bara eina aukaæfingu í New York eftir að hún missti af fluginu heim til Íslands.Instagram/@katrintanja Anníe Mist og Katrín Tanja voru staddar á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami á Flórída þótt að þær hafi ekki verið að keppa á mótinu. Katrín Tanja er flutt heim til Íslands eftir mörg ár í Bandaríkjunum og nýr þjálfari hennar er nú Jami Tikkanen sem hefur þjálfað Anníe Mist í meira en áratug. Þær eru báðar líka komnar á fullt í markaðsmálum fyrir utan íþróttaferil sinn og það var mikilvægt fyrir þær að mæta og kynna sig og sínar vörur á mikilvægum vettvangi eins og Wodapalooza mótið er. Anníe Mist og Katrín Tanja fengu meðal annars barnabókina sína í hendurnar þegar þær mættu út en barnabókin þeirra What is The Way kom út í nóvember. Í viðbót hittu þær fólk í kringum CrossFit heiminn sem og að fjölmörgum aðdáendum þeirra gafst tækifæri til að ræða aðeins við þær. Það var því nóg að gera hjá íslensku CrossFit goðsögnunum í Miami þessa daga. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Fyrsta CrossFit mót þeirra beggja á árinu 2022 verður væntanlega The Open sem hefst undir lok næsta mánaðar. Heimleiðin heppnaðist ekki alveg eins vel og helgin eins og Katrín Tanja sagði frá á Instagram síðu sinni. Þar kom fram að hún, Anníe Mist, Frederik Ægidius og fleiri hafi misst af fluginu heim. Þau voru því sólarhring lengur í New York borg. Katrín Tanja grínaðist með það að hún hafi ekki verið með aukaæfingaföt fyrir æfingu dagsins en það kom þó ekki í veg fyrir að hún tæki eina góða æfingu. Annie Mist staðfesti það síðan á Instagram síðu sinni að þau höfðu náð fluginu í gær og lentu því á Íslandi í morgun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir tók bara eina aukaæfingu í New York eftir að hún missti af fluginu heim til Íslands.Instagram/@katrintanja Anníe Mist og Katrín Tanja voru staddar á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami á Flórída þótt að þær hafi ekki verið að keppa á mótinu. Katrín Tanja er flutt heim til Íslands eftir mörg ár í Bandaríkjunum og nýr þjálfari hennar er nú Jami Tikkanen sem hefur þjálfað Anníe Mist í meira en áratug. Þær eru báðar líka komnar á fullt í markaðsmálum fyrir utan íþróttaferil sinn og það var mikilvægt fyrir þær að mæta og kynna sig og sínar vörur á mikilvægum vettvangi eins og Wodapalooza mótið er. Anníe Mist og Katrín Tanja fengu meðal annars barnabókina sína í hendurnar þegar þær mættu út en barnabókin þeirra What is The Way kom út í nóvember. Í viðbót hittu þær fólk í kringum CrossFit heiminn sem og að fjölmörgum aðdáendum þeirra gafst tækifæri til að ræða aðeins við þær. Það var því nóg að gera hjá íslensku CrossFit goðsögnunum í Miami þessa daga. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Fyrsta CrossFit mót þeirra beggja á árinu 2022 verður væntanlega The Open sem hefst undir lok næsta mánaðar. Heimleiðin heppnaðist ekki alveg eins vel og helgin eins og Katrín Tanja sagði frá á Instagram síðu sinni. Þar kom fram að hún, Anníe Mist, Frederik Ægidius og fleiri hafi misst af fluginu heim. Þau voru því sólarhring lengur í New York borg. Katrín Tanja grínaðist með það að hún hafi ekki verið með aukaæfingaföt fyrir æfingu dagsins en það kom þó ekki í veg fyrir að hún tæki eina góða æfingu. Annie Mist staðfesti það síðan á Instagram síðu sinni að þau höfðu náð fluginu í gær og lentu því á Íslandi í morgun. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Sjá meira