Heimsleikarnir 2022 í hættu hjá Söru: Síðustu 72 tímar brjálæðislega stressandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir á meðferðaborðinu hjá sjúkraþjálfara. Hún þarf nú aftur að glíma við hnémeiðsli. Youtube/WIT Meiðsladraugurinn heldur áfram að elta eina allra bestu CrossFit konu Íslands og nú er næsta heimsleika tímabil í hættu. Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina vegna meiðsla á hné. Hún hefur nú staðfest meiðslin sem margir óttuðust um að væri ástæðan fyrir því að hún hélt ekki áfram eftir þriðju greinina. Sara meiddi sig á hné og þurfti að fara í myndatöku í Flórída. Hún var að keppa á sínu öðru stóru móti á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðferð. Það er að heyra á færslu Söru að hún óttaðist hið versta en það lítur út fyrir að hún eigi enn möguleika á að taka þátt þegar The Open byrjar undir lok næsta mánaðar. „Ég fékk stóran skrekk á Wodapalooza á föstudaginn og af þeim sökum hafa síðustu 72 tímar verið brjálæðislega stressandi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég þurfti að komast í myndatöku á hnénu og ég þurfti líka á hjálpa að halda frá stórkostlegu fólki á mörgum stöðum í heiminum til að skoða myndirnar og dæma um það í hvaða stöðu ég væri,“ skrifaði Sara. „Til allrar hamingju þá á enn smá möguleika á því að vera með á CrossFit tímabilinu 2022. Ég mun gera allt sem sem ég get til að svo verði,“ skrifaði Sara. Fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit hefst 24. febrúar næstkomandi eða eftir aðeins 36 daga. Það mun reyna mikið á Söru á þessum rúma mánuði að ná sér góðri að meiðslunum en um leið halda sér í nógu góðu formi til að tryggja sér farseðil í næstu umferð undankeppninnar. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og vinaleg skilaboð. Ég vil líka þakka Dani Speegle sérstaklega fyrir að koma til mín eftir greinina og segja mér að halda höfðinu hátt,“ skrifaði Sara. Dani Speegle endaði í fimmta sætinu á mótinu en var bara tíu stigum frá verðlaunapallinum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina vegna meiðsla á hné. Hún hefur nú staðfest meiðslin sem margir óttuðust um að væri ástæðan fyrir því að hún hélt ekki áfram eftir þriðju greinina. Sara meiddi sig á hné og þurfti að fara í myndatöku í Flórída. Hún var að keppa á sínu öðru stóru móti á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðferð. Það er að heyra á færslu Söru að hún óttaðist hið versta en það lítur út fyrir að hún eigi enn möguleika á að taka þátt þegar The Open byrjar undir lok næsta mánaðar. „Ég fékk stóran skrekk á Wodapalooza á föstudaginn og af þeim sökum hafa síðustu 72 tímar verið brjálæðislega stressandi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég þurfti að komast í myndatöku á hnénu og ég þurfti líka á hjálpa að halda frá stórkostlegu fólki á mörgum stöðum í heiminum til að skoða myndirnar og dæma um það í hvaða stöðu ég væri,“ skrifaði Sara. „Til allrar hamingju þá á enn smá möguleika á því að vera með á CrossFit tímabilinu 2022. Ég mun gera allt sem sem ég get til að svo verði,“ skrifaði Sara. Fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit hefst 24. febrúar næstkomandi eða eftir aðeins 36 daga. Það mun reyna mikið á Söru á þessum rúma mánuði að ná sér góðri að meiðslunum en um leið halda sér í nógu góðu formi til að tryggja sér farseðil í næstu umferð undankeppninnar. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og vinaleg skilaboð. Ég vil líka þakka Dani Speegle sérstaklega fyrir að koma til mín eftir greinina og segja mér að halda höfðinu hátt,“ skrifaði Sara. Dani Speegle endaði í fimmta sætinu á mótinu en var bara tíu stigum frá verðlaunapallinum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira