Frá þessu er greint á vefsíðu embættisins.
Þar segir að einstaklingar geti snúið sér til heilsugæslunnar til að láta skrá þessar erlendu bólusetningar. Bóluefnin þurfi að vera viðurkennd af Lyfjastofnun en eins og er séu bóluefnin frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen viðurkennd hér á landi.
Þess ber að geta að í Bandaríkjunum er bóluefnið frá Janssen jafnan kennt við Johnson & Johnson.
Framvísa þarf skilríkjum og vottorði um bólusetninguna til heilsugæslunnar en það er hægt að gera í gegnum netspjallið á heilsuvera.is.