„Þetta er bara spurning um tíma“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2022 13:09 Bíll sem sat fastur í snjóflóðinu í gær. Jónþór Eiríksson Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. „Það eru bílar sem hafa setið fastir í flóðinu, verið ofan á flóðinu og farið sitt hvoru megin við bíla. Þetta er bara spurning um tíma,“ segir Bragi. Greint var frá því í gærkvöldi að fjöldi snjóflóða hefðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Veginum var hins vegar ekki lokað fyrr en eftir að snjóflóðin féllu. Bragi segir stöðuna hafa verið erfiða í gær. „Það var ræstur út mannskapur og við fórum í það að reyna að útbúa vistarverur fyrir fólk sem myndi hugsanlega festast. Samkvæmt fyrstu upplýsingum stóð til að það væru fáir á ferðinni enda gul veðurviðvörun, en þetta reyndust vera nokkuð margir bílar,“ segir Bragi. „Það var þarna barnahópur og fjölskyldufólk og svo tíndist til. Þarna voru fimm-sex flutningabílar og einstaklingar á ferðinni og það þurfti að koma öllum í hús. Hér er covidfaraldur og við erum ekki með gistiheimili eða hótel þannig að það þurfti bara að opna það sem hægt var. Ræsa út Rauða krossinn, björgunarsveit, verktaka til að moka. Þannig að það var í rauninni allt sett á hvolf og þetta gekk svona fram á nótt.“ Hann segir að gærdagurinn, 16. janúar, hafi reynst mörgum erfiður en á þessum degi árið 1995 féll mannskætt snjóflóð í bænum. Bragi furðar sig á því að ekkert sé brugðist við viðvarandi snjóflóðahættu. „Okkur finnst við tala fyrir frekar daufum eyrum. Ef það er einhver snjósöfnun í hlíðinni þá er hún lokuð í tíma og ótíma, auðvitað með öryggi í huga en það er ekki sérlega gott að búa við þetta.” Súðavíkurhreppur Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira
„Það eru bílar sem hafa setið fastir í flóðinu, verið ofan á flóðinu og farið sitt hvoru megin við bíla. Þetta er bara spurning um tíma,“ segir Bragi. Greint var frá því í gærkvöldi að fjöldi snjóflóða hefðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Veginum var hins vegar ekki lokað fyrr en eftir að snjóflóðin féllu. Bragi segir stöðuna hafa verið erfiða í gær. „Það var ræstur út mannskapur og við fórum í það að reyna að útbúa vistarverur fyrir fólk sem myndi hugsanlega festast. Samkvæmt fyrstu upplýsingum stóð til að það væru fáir á ferðinni enda gul veðurviðvörun, en þetta reyndust vera nokkuð margir bílar,“ segir Bragi. „Það var þarna barnahópur og fjölskyldufólk og svo tíndist til. Þarna voru fimm-sex flutningabílar og einstaklingar á ferðinni og það þurfti að koma öllum í hús. Hér er covidfaraldur og við erum ekki með gistiheimili eða hótel þannig að það þurfti bara að opna það sem hægt var. Ræsa út Rauða krossinn, björgunarsveit, verktaka til að moka. Þannig að það var í rauninni allt sett á hvolf og þetta gekk svona fram á nótt.“ Hann segir að gærdagurinn, 16. janúar, hafi reynst mörgum erfiður en á þessum degi árið 1995 féll mannskætt snjóflóð í bænum. Bragi furðar sig á því að ekkert sé brugðist við viðvarandi snjóflóðahættu. „Okkur finnst við tala fyrir frekar daufum eyrum. Ef það er einhver snjósöfnun í hlíðinni þá er hún lokuð í tíma og ótíma, auðvitað með öryggi í huga en það er ekki sérlega gott að búa við þetta.”
Súðavíkurhreppur Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira