Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 22:44 Hér má sjá bílinn sem sat fastur í stærsta snjóflóðinu við veginn. jónþór eiríksson Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. „Þetta er stórhættuleg hlíð,“ segir Jónþór Eiríksson íbúi í Súðavík í samtali við Vísi. Hann sótti kærustu sína til Ísafjarðar í kvöld og keyrði því veginn um Súðavíkurhlíð um klukkan 19. „Það var fullt af snjóflóðum þarna sem höfðu fallið og náðu inn á veg. Fullt af spírum svona niður hlíðina og mörg sem höfðu ekki komist alveg niður að vegi og önnur sem höfðu fallið yfir hann,“ segir hann. Hann hafi keyrt að bíl sem sat fastur í stærsta flóðinu. Súðavíkurhlíð: Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og hefur veginum verið lokað. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2022 Óhuggulegt að horfa upp í kolsvarta hlíðina „Það var þarna búin að myndast dálítil bílaröð, flutningabíll sem sat fastur að bíða eftir að komast í gegn og ég stökk út með skóflu að hjálpa til við að losa bílinn,“ segir Jónþór. Það hafi verið óhuggulegt að standa þar úti á veginum vitandi af nokkrum kyrrstæðum bílum sem biðu þar í snjóflóðahættunni eftir að komast leiðar sinnar. „Það er það óneitanlega að standa og horfa upp í kolsvarta hlíðina sem maður sér ekkert í og vita ekkert hvort það sé að fara að falla á mann snjóflóð,“ segir hann. Hann hafi þó komist veginn slysalaust enda á góðum bíl. „Foreldrar mínir voru líka að keyra veginn rétt fyrir framan mig og ég var í sambandi við þau. Allt í einu keyri ég fram á snjóflóði á veginum, sem hafði ekki verið fallið þegar þau keyrðu þar rétt á undan mér. Þannig það hefur bara munað einhverjum þrjátíu sekúndum á að það hefði fallið á annað hvort minn bíl eða þeirra,“ segir Jónþór. Það hefði hæglega getað ýtt bílnum út af veginum að hans sögn. Íbúar Súðavíkur hafa lengi kallað eftir göngum til Ísafjarðar. „Þetta er bara stórhættulegur vegur og ráðamenn verða að fara að átta sig á því.“ Hann furðar sig þá á því að Vegagerðin hafi ekki lokað veginum fyrr í kvöld. „Já, ég held þeir þyrftu eitthvað að vakta þetta betur og loka veginum fyrr. Það höfðu fallið mörg snjóflóð þarna niður á veginn áður en honum var lokað.“ Veður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
„Þetta er stórhættuleg hlíð,“ segir Jónþór Eiríksson íbúi í Súðavík í samtali við Vísi. Hann sótti kærustu sína til Ísafjarðar í kvöld og keyrði því veginn um Súðavíkurhlíð um klukkan 19. „Það var fullt af snjóflóðum þarna sem höfðu fallið og náðu inn á veg. Fullt af spírum svona niður hlíðina og mörg sem höfðu ekki komist alveg niður að vegi og önnur sem höfðu fallið yfir hann,“ segir hann. Hann hafi keyrt að bíl sem sat fastur í stærsta flóðinu. Súðavíkurhlíð: Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og hefur veginum verið lokað. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2022 Óhuggulegt að horfa upp í kolsvarta hlíðina „Það var þarna búin að myndast dálítil bílaröð, flutningabíll sem sat fastur að bíða eftir að komast í gegn og ég stökk út með skóflu að hjálpa til við að losa bílinn,“ segir Jónþór. Það hafi verið óhuggulegt að standa þar úti á veginum vitandi af nokkrum kyrrstæðum bílum sem biðu þar í snjóflóðahættunni eftir að komast leiðar sinnar. „Það er það óneitanlega að standa og horfa upp í kolsvarta hlíðina sem maður sér ekkert í og vita ekkert hvort það sé að fara að falla á mann snjóflóð,“ segir hann. Hann hafi þó komist veginn slysalaust enda á góðum bíl. „Foreldrar mínir voru líka að keyra veginn rétt fyrir framan mig og ég var í sambandi við þau. Allt í einu keyri ég fram á snjóflóði á veginum, sem hafði ekki verið fallið þegar þau keyrðu þar rétt á undan mér. Þannig það hefur bara munað einhverjum þrjátíu sekúndum á að það hefði fallið á annað hvort minn bíl eða þeirra,“ segir Jónþór. Það hefði hæglega getað ýtt bílnum út af veginum að hans sögn. Íbúar Súðavíkur hafa lengi kallað eftir göngum til Ísafjarðar. „Þetta er bara stórhættulegur vegur og ráðamenn verða að fara að átta sig á því.“ Hann furðar sig þá á því að Vegagerðin hafi ekki lokað veginum fyrr í kvöld. „Já, ég held þeir þyrftu eitthvað að vakta þetta betur og loka veginum fyrr. Það höfðu fallið mörg snjóflóð þarna niður á veginn áður en honum var lokað.“
Veður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira