Lagið hans Ghost skaust upp um þrjú sæti frá því í síðustu viku en það hefur verið á stöðugri siglingu upp á við að undanförnu.
Bieber sendi frá sér plötuna Justice í mars mánuði ársins 2021 og hefur hver smellurinn á fætur öðrum ratað hátt á vinsældalista víðs vegar um heiminn síðan þá. Má þar á meðal nefna lögin Peaches, Lonely, Anyone, Holy og nú síðast Ghost. Eins og margir vita sló þessi gríðarlega farsæli tónlistarmaður upphaflega í gegn árið 2010 eftir að hann gaf út lagið Baby.
Honum hefur tekist að halda sér stöðugum í tónlistarheiminum og vinsældir hans fara svo sannarlega ekki dvínandi. Í dag er hann mest spilaði tónlistarmaður streymisveitunnar Spotify með yfir 92 milljón mánaðarlega hlustendur.
Rísandi stjarnan GAYLE sat í fjórtánda sæti listans en hún var kynnt inn sem líkleg til vinsælda í síðustu viku. Lagið hennar abcdefu er á góðri leið upp á við en GAYLE er fædd árið 2004 og því einungis 17 ára gömul. Hún spilaði lagið í fyrsta skipti í sjónvarpi nú á dögunum hjá einum frægasta spjallþáttar kóngi heimsins, Jimmy Fallon.
Ég geri fastlega ráð fyrir að við munum heyra nýja tónlist frá ungstirninu á næstunni og hlakka til að sjá hvernig þessi nýja stjarna mun þróast í tónlistarheiminum.
Lagið Oh My God með Adele hækkaði sig svo um fimm sæti á milli vikna, úr sautjánda sæti í tólfta. Hún gaf út stórkostlegt tónlistarmyndband við þetta lag fyrr í vikunni og má því gera ráð fyrir að auknar vinsældir lagsins séu tengdar við það.
Hér má svo sjá listann í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: