Er saga Vítalíu eitt dæmi af mörgum um valdamikla gerendur? Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. janúar 2022 08:01 Í mars 2020 var staðfest í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi að margt sem sást í norsku Exitþáttunum, er einnig í gangi hér á landi. Það má því teljast líklegt að saga Vítalíu Lazarevu sé aðeins ein saga af mörgum um valdamikla gerendur. En hefur atvinnulífið burði til að breyta einhverju eða eru peningar sterkari en siðferði þegar á reynir? Segja má að samfélagið standi á öndinni eftir að ung kona steig fram á dögunum og sagði frá kynferðisbrotum sem hún varð fyrir. Og í þetta sinn beinast spjótin að atvinnulífinu. Þar sem meintir gerendur eru fjárfestar og fyrirtækjaeigendur, stjórnarformenn, forstjóri og frægir. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan samfélagið tók andköf vegna annarra mála af svipuðum toga: Mál Sölva Tryggvasonar, Ingólfs veðurguðs, Gylfa Sigurðssonar, Arons Einars Gunnarssonar, Eggerts Gunnþórs Jónssonar, Kolbeins Sigþórssonar. Allt frægir menn. Þótt atburðarrás síðustu daga hafa verið hröð, á enn eftir að koma í ljós hvort heimur viðskipta- og atvinnulífs hefur burði til að breyta nokkru. Í Atvinnulífinu í dag og næstu daga, verður fjallað um valdamikla gerendur og þeirri spurningu velt upp hvort ástæða sé til þess að stjórnir og hluthafahópar, til dæmis stærstu fyrirtækja landsins, skoði alvarlega hvernig hægt er að fyrirbyggja að mál sem þessi líðist og/eða hvernig bregðast skuli við þeim. Um valdamikla gerendur Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu hjá Stígamótum, er það ekki nýtt af nálinni að valdamiklir menn sýni ákveðið hegðunarmynstur gagnvart konum. Það virðist vera einhver fylgni á milli þess að hafa mikil völd og að hlutgera konur. Hvort sem það er með því beinlínis að kaupa sér aðgang að konum gegnum vændi eða bara að koma fram við eiginkonur, kærustur eða aðrar konur sem viðföng.“ Þessi fylgni virðist alls ekki eiga aðeins við um valdamikla gerendur á Íslandi, heldur alls staðar. Weinstein málið hratt til dæmis af stað #metoo byltingunni og ekki er langt síðan norsku Exit-þættirnir nánast lömuðu áhorfendur af hneykslun. Þættir byggðir á raunverulegum sögum frá árinu 2017 sem vörpuðu ljósi á dekkstu hliðar fjármála- og viðskiptaheims; ofbeldi, dóp, siðblindu. Margt í frásögn Vítalíu Lazarevu hefur reyndar minnt á þá þætti og tala sumir jafnvel um að mál Vítalíu sé hið íslenska „Exit.“ En getur verið að saga Vítalíu hafi þegar verið sögð, en íslenskt viðskiptalíf kosið að trúa þeim ekki? Í mars árið 2020 ræddi Atvinnulífið við Önnu Bentínu Hermansen, ráðgjafa hjá Stígamótum, um norsku Exit-þættina. Anna staðfesti að margt sem sjá má í Exit-þáttunum viðgengst á Íslandi. Reyndar sagði Anna að Exit-þættirnir endurspegluðu nokkuð vel hvað er í gangi miðað við þær sögur sem ráðgjafar Stígamóta hafa heyrt. Í viðtalinu sagði Anna Bentína meðal annars: „Siðferðið hér virðist ekkert vera meira, þótt við segjum oft að svona sé ekki til á Íslandi þá er það oft vegna þess að við viljum ekki horfast í augu við það.“ Umrætt viðtal Atvinnulífsins var birt í mars árið 2020, eða um níu mánuðum áður en Vítalía Lazareva fer í þá sumarbústaðaferð sem hún sagði frá í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Margt af því sem Vítalía segir, rímar við þá hegðun sem Anna Bentína hafði þá þegar sagt frá. Hér er tekið eitt dæmi úr frásögn Vítalíu. Vítalía fór í sumarbústaðinn síðla kvölds um miðjan desember árið 2020. Í sumarbústaðnum hitti hún fyrir Arnar Grant, sem hún var í ástarsambandi við og vini hans; Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Jóhannsson. Allt menn á aldri við foreldra hennar eða eldri. Allt meintir gerendur sem teljast valdamiklir menn. Stuttu eftir að hún kemur, biður Arnar hana um að koma með sér í heita pottinn, fer úr fötunum og fer sjálfur í pottinn. Nakinn. Og ég segi við þessa vini hans, sem ég þekkti nánast ekki neitt, þekki í rauninni bara andlitin þeirra út frá ræktinni, heyrðu væruð þið til í að segja honum að fara í föt, mér finnst þetta óþægilegt.“ Vítalía lýsir atburðarrásinni síðan þannig að Arnar hafi verið nokkuð lengi einn í pottinum. Jafnvel í allt að klukkutíma. Þá er ákveðið að allir fari saman í pottinn. Þar sem allir voru naktir. „Maður er í þessum aðstæðum og frýs og segir ekkert. Svo horfi ég framan í þennan mann, sem ég mæti fyrir, og hann segir ekki neitt. Ég gerði ýmislegt held ég til að ganga í augun á honum. Hann er aðalkallinn þetta kvöld sem kemur með mig og ég geri ýmislegt þarna og leyfi ýmislegu að ganga á til að ganga í augun á honum,“ segir Vítalía. „Ég er ekki að fara að segja nei við vini hans, slá þá og segja þeim að drulla sér af mér. Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt var að fara yfir. Fólk áttar sig ekki á því hversu stórt þetta var, margir halda að þetta hafi verið „bara“ þukl en þetta fór yfir öll mörk hjá öllum.“ Níu mánuðum fyrir þessa ferð, tekur Anna Bentína hjá Stígamótum sambærilegt dæmi fyrir í viðtali við Atvinnulífið þegar hún segir: Við höfum heyrt af vinum sem hafa mikið fjármagn á milli handanna leigi eða kaupi íbúð til að stunda einhvers konar svall partí. Bæði þar sem þeir geta komið með viðhöldin eða konur sem þeir kaupa og jafnvel bjóða öðrum vinum í partíið þar sem þeir veita aðgang að þeim konum sem þeir keyptu.“ Tekið skal skýrt fram að hér er ekki verið að bera saman frásagnir vændiskvenna við frásögn Vítalíu. Mikilvægt er að gera skýran greinamun þar á. Hins vegar vekur athygli að Vítalía er að lýsa atviki þar sem ástmaður hennar eins og „veitir vinum aðgang“ að henni. Það sama virðist uppi á teningnum í öðru máli sem Vítalía segir að hafi gerst á hóteli en þar er meintur gerandi Logi Bergmann. Um þessa hegðun segir Steinunn hjá Stígamótum. Þessi hegðun að bjóða vinum og félögum aðgang að kærustunni sinni, hvort sem það er orðað eða ekki, er hlutgerving eins og hún gerist hvað verst. Það er eins og konan sé bara eitthvað sem vinir geti fengið lánað eða komið fram við eins og þeim dettur í hug.“ Peningar og þöggun Fyrirtækin sem meintir gerendur tengjast hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist við fyrr. Enda hefur skýrt komið fram í fréttum síðastliðna daga, að saga Vítalía var á allra vitorði. Að minnsta kosti í heimi viðskipta- og atvinnulífs. Þá hafa fjölmiðlar verið gagnrýndir fyrir að fjalla ekki um málið, þegar þeir vissu af umræddri Instagramfærslu Vítalíu strax í október. Þegar Vítalía birtir Instagramfærslu með frásögn sinni, nafngreinir mennina og segir þá meðal annars hafa stungið fingrum í endaþarm hennar í heita pottinum og fleira. Já, svo alvarleg var vitneskjan strax þá. Um þetta segir Steinunn hjá Stígamótum. „Fjölmiðlar hika við að fjalla um ofbeldi valdakarla og margt fólk sem kann að hafa heyrt af ofbeldinu reynir að forðast að fara inn í umræðuna. En sem betur fer höfum við núna ungar konur með hlaðvörp og aðrar ungar konur sem nýta sér samfélagsmiðla til að magna upp raddir sínar. Þær leggja sig sjálfar að veði til að rífa ofan af glansmyndinni sem aðrir eru of hræddir, meðvirkir eða samdauna til að gera.“ Um þessi mál var meðal annars rætt um í Pallborði Vísis á dögunum. En í dag spyrjum við um annan orðróm sem svo margir hafa heyrt: Eru greiðendur að bjóða fram háar fjárhæðir sem ætlað er að tryggja þöggun? Eru sögur þaggaðar niður með aðstoð löglærðra manna? Eru ráðgjafar valdamanna að ráðleggja þeim að gera slíka samninga? Eða eru þolendur að fara fram á pening og ef ekki nást samningar, fara þær með málin áfram? Allt eru þetta dæmi um kjaftasögur sem grassera. Atvinnulífið spurði Steinunni hjá Stígamótum um þetta. Við höfum aðeins heyrt af því að reynt sé að tryggja þögn kvenna með þagnarsamningum og peningagreiðslum í örfáum tilfellum. Við vitum af málum erlendis frá. Til dæmis í Weinstein málinu þar sem að partur af samkomulaginu var að sálfræðingi yrði ekki heldur sagt frá. Þannig að það gæti allt eins verið raunveruleikinn hér líka í einhverjum tilfellum. Þannig gæti það verið enn ein hindrunin í að leita sér hjálpar að slíkir samningar séu til staðar.“ Telja má líklegt að Ísland skeri sig ekki úr hvað þessi mál varðar, þótt fá þeirra rati á síður fjölmiðla. Fyrsta vísbendingin um að svo sé raunin, birtist síðastliðið haust, þegar mál Þórhildar Gyðu Arnardóttur og landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar komst í hámæli. Á næstu dögum, mun Atvinnulífið fjalla nánar um ólíkar birtingamyndir þöggunar í atvinnulífinu. Valdamisræmið sem býr til veruleikann Þær raddir gerast æ háværari að ýmsar brotalamir séu í dómstólakerfinu þegar kemur að meðferðum mála þolenda kynferðisbrota. Stöð 2 ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætiráðherra um mál Vítalíu á dögunum. Í viðtalinu segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars: „Það skiptir einmitt máli að bæði réttarkerfið og öll okkar kerfi taki breytingum í takt við þessa samfélagslegu þróun.“ Á sama tíma gagnrýna sumir að í kynferðisbrotamálum séu menn oftar en ekki dæmdir af dómstólum götunnar frekar en dómskerfinu sjálfu. Meðal þeirra er ritstjóri Morgunblaðsins, sem í vikunni birti leiðara undir fyrirsögninni „Margir pottar brotnir.“ Vísir fjallaði um leiðarann í vikunni en í stuttu máli má segja að í leiðara sé lagt upp með það að sanna þurfi sekt fyrir dómstólum áður en talað er um gerendur og þolendur. „Auðvitað myndum við öll vilja að réttarkerfið virkaði til að færa fram réttlæti í þessum málaflokki. Konur hafa barist fyrir umbótum í kerfinu í áraraðir án þess að mikið hafi verið hlustað. Nú er svo komið að það er gjá milli þess hvernig réttarkerfið sér og meðhöndlar þessi mál og þess hvernig almenningsálitið vill að tekið sé á þeim. Þetta verður auðvitað að laga með lagasetningu, fjármunum í rannsókn mála og umbótum í réttarfari en meðan það hefur ekki verið gert er mjög skiljanlegt og nauðsynlegt að notaðar séu aðrar aðferðir til að varpa skömm af brotaþolum og krefjast ábyrgðar gerenda," segir Steinunn. Þá segir Steinunnar frásagnir þolenda geta haft margvísleg áhrif, ekki síst fyrir það að viðbrögðin frá samfélaginu eru svo mikil. Þar sem fólk er ekki á sama máli, með mismunandi skoðanir og sjónarhorn. En allir þó með skoðanir. „Þegar konur stíga fram með sögurnar sínar, líkt og Vítalía gerði, verða þær gjarnan fyrirmyndir fyrir aðra brotaþola að segja frá, hvort sem það er á litlum eða stórum vettvangi. Fyrir sumar gefur þetta þeim kraft til að segja fjölskyldunni frá eða koma til Stígamóta. Aðrar stíga fram á opinberum vettvangi, leita réttar síns eða confronta gerendurna. Þegar brotaþolar heyra aðra með svipaða reynslu tala án skammar um ofbeldið sem þau voru beitt þá hjálpar það að máta eigin reynslu og sjá að þetta var ekki manni sjálfum að kenna.“ En frásagnir geta líka fælt konur frá því að segja frá. „Þetta er þó tvíeggja sverð því að þolendur ofbeldis sjá líka mjög greinilega viðbrögðin sem konur fá þegar þær segja frá. Við höfum dæmi frá síðasta ári þar sem konur eru kærðar fyrir meiðyrði, lögregluskýrslurnar þeirra birtar á opinberum vettvangi og reynt að gera lítið úr þeim með druslustimplun. Þá sáum við stofnun dæmda til skaðabóta fyrir að reyna að standa með þolendum og íþróttahreyfingu gera tilraun til að ljúga til um að hafa ekki heyrt af ofbeldismálum. Þannig að brotaþolar ofbeldis eru vissulega hræddir um einhvers konar útskúfun eða smánun við það að segja frá.“ Margvísleg áhrif: Þeim er sagt að þær eigi ekki séns í þá Önnur áhrif á þolendur er að konur óttast áhrifin á starfsframann þeirra til framtíðar. Sá ótti virðist ekki úr lausu lofti gripinn ef marka má nýlega umfjöllun BBC Worklife sem ber yfirskriftina „The long-lasting effects of workplace sexual harassment.“ Í greininni segir að áhættan sem kona tekur með því að segja frá, sé nokkuð mikil þegar kemur að starfsframa hennar. Uppljóstrun geti ógnað því starfi sem hún er í, með þeim afleiðingum að hún er rekin. Eins getur uppljóstrun haft áhrif á það hvaða störf konan fær í framtíðinni, verði hún yfir höfuð ráðin. Þá eru langtímaáhrif sögð geta mælst í lægri launatekjum þegar fram líða stundir, en annars hefðu líklega orðið. Að sögn Steinunnar hjá Stígamótum, eru það oft viðbrögð samfélagsins við frásögnum þolenda, sem fæla konur frá því að segja frá. Valdamiklir karlar hafa þrifist á þessum veruleika. Við þekkjum ótal dæmi um að konur þori ekki að segja frá ofbeldi af hálfu valdakarla sem vinna til dæmis í sama geira vegna þess að þær vilja ekki vera útmálaðar sem konur með vesen og fá þar með aldrei vinnu í sínu fagi á ný,“ Að vilja ekki vera útmálaðar sem konur með „vesen“ er í takt við niðurstöður rannsóknar sem Harvard Business Review greindi frá árið 2019 og þá í tilefni #metoo byltingarinnar. Samkvæmt þeim niðurstöðum velja aðeins 20% þeirra sem verða fyrir áreitni í atvinnulífinu að segja frá. Ástæðan er sú að konurnar óttast viðbrögðin og vilja ekki vera skilgreindar sem „konur með vesen“ (e. troublemakers). Það sama virðist eiga við um íslenskar konur. „Þá vitum við af því að konur þori ekki fram eða dragi til baka kærur þegar þær fá að heyra að þær eigi séns gegn þeim. Þetta þurfa ekki endilega að vera ríkir menn úr viðskiptalífinu heldur geta verið með völd í gegnum íþróttir, listir eða annað. En það er klárlega valdastaðan og valdamisræmið sem býr til þennan veruleika,“ segir Steinunn. Löglegt en siðlaust: Eru peningar sterkari en siðferði? Eins og alkunna er, var atburðarrásin hröð í kjölfar frásagnar Vítalíu í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Þó er ljóst að ekkert fyrirtækjanna sem um ræðir, stjórnir, eigendur eða aðrir stjórnendur, töldu ástæðu til aðgerða fyrst þegar málið barst þeim. „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi,“ sagði Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Fyrir helgi tilkynnti stjórn Festi til Kauphallarinnar að starfsreglur stjórnar yrðu endurskoðaðar í kjölfar ásakana um kynferðisbrot á hendur Þórð Jóhannesson, fyrrum stjórnarformann Festis. Í tilkynningu segir: „Umrætt mál var litið mjög alvarlegum augum af stjórn Festi frá því hún heyrði af því fyrst og var það tekið til skoðunar á vettvangi hennar í samræmi við þau lög, samþykktir og reglur sem henni ber að starfa eftir. Frá upphafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregðast við. Þegar málið varð opinbert með afgerandi hætti með áðurnefndu viðtali í byrjun janúar sagði fyrrverandi stjórnarformaður af sér.“ Nýjar starfsreglur verða kynntar á aðalfundi félagsins þann 22.mars næstkomandi og ljóst er að margir munu kynna sér þær reglur. Ekki síst nú, þegar fólk spyr sig hvort peningar séu í raun valdameiri en siðferði? Eða hvað telst brot og hvað ekki? „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu,“ er haft eftir Hreggviði í yfirlýsingu sem lögmaður sendi fyrir hans hönd til fjölmiðla. „Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna,“ segir Logi Bergmann í færslu sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Um kynferðisbrot almennt og valdamikla gerendur segir Steinunn hjá Stígamótum hins vegar þetta. Menn verða að gera sér grein fyrir að bjóði þeir vini inn í kynlífið með sér án þess að fyrir liggi óþvingað og upplýst samþykki konunnar þá breytist þetta úr kynlífi í hópnauðgun. Þegar menn eru í valdastöðu gagnvart manneskju til dæmis í krafti mikils aldursmunar eða samfélagsstöðu þá þurfa þeir að vanda sig enn frekar við að ganga úr skugga um að samþykkið sé á engan hátt þvingað.“ Atvinnulífið á Vísi mun fjalla nánar um málið á næstu dögum. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Stjórnun Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. 13. janúar 2022 11:12 „Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59 Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Þar sem meintir gerendur eru fjárfestar og fyrirtækjaeigendur, stjórnarformenn, forstjóri og frægir. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan samfélagið tók andköf vegna annarra mála af svipuðum toga: Mál Sölva Tryggvasonar, Ingólfs veðurguðs, Gylfa Sigurðssonar, Arons Einars Gunnarssonar, Eggerts Gunnþórs Jónssonar, Kolbeins Sigþórssonar. Allt frægir menn. Þótt atburðarrás síðustu daga hafa verið hröð, á enn eftir að koma í ljós hvort heimur viðskipta- og atvinnulífs hefur burði til að breyta nokkru. Í Atvinnulífinu í dag og næstu daga, verður fjallað um valdamikla gerendur og þeirri spurningu velt upp hvort ástæða sé til þess að stjórnir og hluthafahópar, til dæmis stærstu fyrirtækja landsins, skoði alvarlega hvernig hægt er að fyrirbyggja að mál sem þessi líðist og/eða hvernig bregðast skuli við þeim. Um valdamikla gerendur Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, talskonu hjá Stígamótum, er það ekki nýtt af nálinni að valdamiklir menn sýni ákveðið hegðunarmynstur gagnvart konum. Það virðist vera einhver fylgni á milli þess að hafa mikil völd og að hlutgera konur. Hvort sem það er með því beinlínis að kaupa sér aðgang að konum gegnum vændi eða bara að koma fram við eiginkonur, kærustur eða aðrar konur sem viðföng.“ Þessi fylgni virðist alls ekki eiga aðeins við um valdamikla gerendur á Íslandi, heldur alls staðar. Weinstein málið hratt til dæmis af stað #metoo byltingunni og ekki er langt síðan norsku Exit-þættirnir nánast lömuðu áhorfendur af hneykslun. Þættir byggðir á raunverulegum sögum frá árinu 2017 sem vörpuðu ljósi á dekkstu hliðar fjármála- og viðskiptaheims; ofbeldi, dóp, siðblindu. Margt í frásögn Vítalíu Lazarevu hefur reyndar minnt á þá þætti og tala sumir jafnvel um að mál Vítalíu sé hið íslenska „Exit.“ En getur verið að saga Vítalíu hafi þegar verið sögð, en íslenskt viðskiptalíf kosið að trúa þeim ekki? Í mars árið 2020 ræddi Atvinnulífið við Önnu Bentínu Hermansen, ráðgjafa hjá Stígamótum, um norsku Exit-þættina. Anna staðfesti að margt sem sjá má í Exit-þáttunum viðgengst á Íslandi. Reyndar sagði Anna að Exit-þættirnir endurspegluðu nokkuð vel hvað er í gangi miðað við þær sögur sem ráðgjafar Stígamóta hafa heyrt. Í viðtalinu sagði Anna Bentína meðal annars: „Siðferðið hér virðist ekkert vera meira, þótt við segjum oft að svona sé ekki til á Íslandi þá er það oft vegna þess að við viljum ekki horfast í augu við það.“ Umrætt viðtal Atvinnulífsins var birt í mars árið 2020, eða um níu mánuðum áður en Vítalía Lazareva fer í þá sumarbústaðaferð sem hún sagði frá í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Margt af því sem Vítalía segir, rímar við þá hegðun sem Anna Bentína hafði þá þegar sagt frá. Hér er tekið eitt dæmi úr frásögn Vítalíu. Vítalía fór í sumarbústaðinn síðla kvölds um miðjan desember árið 2020. Í sumarbústaðnum hitti hún fyrir Arnar Grant, sem hún var í ástarsambandi við og vini hans; Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Jóhannsson. Allt menn á aldri við foreldra hennar eða eldri. Allt meintir gerendur sem teljast valdamiklir menn. Stuttu eftir að hún kemur, biður Arnar hana um að koma með sér í heita pottinn, fer úr fötunum og fer sjálfur í pottinn. Nakinn. Og ég segi við þessa vini hans, sem ég þekkti nánast ekki neitt, þekki í rauninni bara andlitin þeirra út frá ræktinni, heyrðu væruð þið til í að segja honum að fara í föt, mér finnst þetta óþægilegt.“ Vítalía lýsir atburðarrásinni síðan þannig að Arnar hafi verið nokkuð lengi einn í pottinum. Jafnvel í allt að klukkutíma. Þá er ákveðið að allir fari saman í pottinn. Þar sem allir voru naktir. „Maður er í þessum aðstæðum og frýs og segir ekkert. Svo horfi ég framan í þennan mann, sem ég mæti fyrir, og hann segir ekki neitt. Ég gerði ýmislegt held ég til að ganga í augun á honum. Hann er aðalkallinn þetta kvöld sem kemur með mig og ég geri ýmislegt þarna og leyfi ýmislegu að ganga á til að ganga í augun á honum,“ segir Vítalía. „Ég er ekki að fara að segja nei við vini hans, slá þá og segja þeim að drulla sér af mér. Þetta fór alveg yfir öll mörk sem hægt var að fara yfir. Fólk áttar sig ekki á því hversu stórt þetta var, margir halda að þetta hafi verið „bara“ þukl en þetta fór yfir öll mörk hjá öllum.“ Níu mánuðum fyrir þessa ferð, tekur Anna Bentína hjá Stígamótum sambærilegt dæmi fyrir í viðtali við Atvinnulífið þegar hún segir: Við höfum heyrt af vinum sem hafa mikið fjármagn á milli handanna leigi eða kaupi íbúð til að stunda einhvers konar svall partí. Bæði þar sem þeir geta komið með viðhöldin eða konur sem þeir kaupa og jafnvel bjóða öðrum vinum í partíið þar sem þeir veita aðgang að þeim konum sem þeir keyptu.“ Tekið skal skýrt fram að hér er ekki verið að bera saman frásagnir vændiskvenna við frásögn Vítalíu. Mikilvægt er að gera skýran greinamun þar á. Hins vegar vekur athygli að Vítalía er að lýsa atviki þar sem ástmaður hennar eins og „veitir vinum aðgang“ að henni. Það sama virðist uppi á teningnum í öðru máli sem Vítalía segir að hafi gerst á hóteli en þar er meintur gerandi Logi Bergmann. Um þessa hegðun segir Steinunn hjá Stígamótum. Þessi hegðun að bjóða vinum og félögum aðgang að kærustunni sinni, hvort sem það er orðað eða ekki, er hlutgerving eins og hún gerist hvað verst. Það er eins og konan sé bara eitthvað sem vinir geti fengið lánað eða komið fram við eins og þeim dettur í hug.“ Peningar og þöggun Fyrirtækin sem meintir gerendur tengjast hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist við fyrr. Enda hefur skýrt komið fram í fréttum síðastliðna daga, að saga Vítalía var á allra vitorði. Að minnsta kosti í heimi viðskipta- og atvinnulífs. Þá hafa fjölmiðlar verið gagnrýndir fyrir að fjalla ekki um málið, þegar þeir vissu af umræddri Instagramfærslu Vítalíu strax í október. Þegar Vítalía birtir Instagramfærslu með frásögn sinni, nafngreinir mennina og segir þá meðal annars hafa stungið fingrum í endaþarm hennar í heita pottinum og fleira. Já, svo alvarleg var vitneskjan strax þá. Um þetta segir Steinunn hjá Stígamótum. „Fjölmiðlar hika við að fjalla um ofbeldi valdakarla og margt fólk sem kann að hafa heyrt af ofbeldinu reynir að forðast að fara inn í umræðuna. En sem betur fer höfum við núna ungar konur með hlaðvörp og aðrar ungar konur sem nýta sér samfélagsmiðla til að magna upp raddir sínar. Þær leggja sig sjálfar að veði til að rífa ofan af glansmyndinni sem aðrir eru of hræddir, meðvirkir eða samdauna til að gera.“ Um þessi mál var meðal annars rætt um í Pallborði Vísis á dögunum. En í dag spyrjum við um annan orðróm sem svo margir hafa heyrt: Eru greiðendur að bjóða fram háar fjárhæðir sem ætlað er að tryggja þöggun? Eru sögur þaggaðar niður með aðstoð löglærðra manna? Eru ráðgjafar valdamanna að ráðleggja þeim að gera slíka samninga? Eða eru þolendur að fara fram á pening og ef ekki nást samningar, fara þær með málin áfram? Allt eru þetta dæmi um kjaftasögur sem grassera. Atvinnulífið spurði Steinunni hjá Stígamótum um þetta. Við höfum aðeins heyrt af því að reynt sé að tryggja þögn kvenna með þagnarsamningum og peningagreiðslum í örfáum tilfellum. Við vitum af málum erlendis frá. Til dæmis í Weinstein málinu þar sem að partur af samkomulaginu var að sálfræðingi yrði ekki heldur sagt frá. Þannig að það gæti allt eins verið raunveruleikinn hér líka í einhverjum tilfellum. Þannig gæti það verið enn ein hindrunin í að leita sér hjálpar að slíkir samningar séu til staðar.“ Telja má líklegt að Ísland skeri sig ekki úr hvað þessi mál varðar, þótt fá þeirra rati á síður fjölmiðla. Fyrsta vísbendingin um að svo sé raunin, birtist síðastliðið haust, þegar mál Þórhildar Gyðu Arnardóttur og landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar komst í hámæli. Á næstu dögum, mun Atvinnulífið fjalla nánar um ólíkar birtingamyndir þöggunar í atvinnulífinu. Valdamisræmið sem býr til veruleikann Þær raddir gerast æ háværari að ýmsar brotalamir séu í dómstólakerfinu þegar kemur að meðferðum mála þolenda kynferðisbrota. Stöð 2 ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætiráðherra um mál Vítalíu á dögunum. Í viðtalinu segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars: „Það skiptir einmitt máli að bæði réttarkerfið og öll okkar kerfi taki breytingum í takt við þessa samfélagslegu þróun.“ Á sama tíma gagnrýna sumir að í kynferðisbrotamálum séu menn oftar en ekki dæmdir af dómstólum götunnar frekar en dómskerfinu sjálfu. Meðal þeirra er ritstjóri Morgunblaðsins, sem í vikunni birti leiðara undir fyrirsögninni „Margir pottar brotnir.“ Vísir fjallaði um leiðarann í vikunni en í stuttu máli má segja að í leiðara sé lagt upp með það að sanna þurfi sekt fyrir dómstólum áður en talað er um gerendur og þolendur. „Auðvitað myndum við öll vilja að réttarkerfið virkaði til að færa fram réttlæti í þessum málaflokki. Konur hafa barist fyrir umbótum í kerfinu í áraraðir án þess að mikið hafi verið hlustað. Nú er svo komið að það er gjá milli þess hvernig réttarkerfið sér og meðhöndlar þessi mál og þess hvernig almenningsálitið vill að tekið sé á þeim. Þetta verður auðvitað að laga með lagasetningu, fjármunum í rannsókn mála og umbótum í réttarfari en meðan það hefur ekki verið gert er mjög skiljanlegt og nauðsynlegt að notaðar séu aðrar aðferðir til að varpa skömm af brotaþolum og krefjast ábyrgðar gerenda," segir Steinunn. Þá segir Steinunnar frásagnir þolenda geta haft margvísleg áhrif, ekki síst fyrir það að viðbrögðin frá samfélaginu eru svo mikil. Þar sem fólk er ekki á sama máli, með mismunandi skoðanir og sjónarhorn. En allir þó með skoðanir. „Þegar konur stíga fram með sögurnar sínar, líkt og Vítalía gerði, verða þær gjarnan fyrirmyndir fyrir aðra brotaþola að segja frá, hvort sem það er á litlum eða stórum vettvangi. Fyrir sumar gefur þetta þeim kraft til að segja fjölskyldunni frá eða koma til Stígamóta. Aðrar stíga fram á opinberum vettvangi, leita réttar síns eða confronta gerendurna. Þegar brotaþolar heyra aðra með svipaða reynslu tala án skammar um ofbeldið sem þau voru beitt þá hjálpar það að máta eigin reynslu og sjá að þetta var ekki manni sjálfum að kenna.“ En frásagnir geta líka fælt konur frá því að segja frá. „Þetta er þó tvíeggja sverð því að þolendur ofbeldis sjá líka mjög greinilega viðbrögðin sem konur fá þegar þær segja frá. Við höfum dæmi frá síðasta ári þar sem konur eru kærðar fyrir meiðyrði, lögregluskýrslurnar þeirra birtar á opinberum vettvangi og reynt að gera lítið úr þeim með druslustimplun. Þá sáum við stofnun dæmda til skaðabóta fyrir að reyna að standa með þolendum og íþróttahreyfingu gera tilraun til að ljúga til um að hafa ekki heyrt af ofbeldismálum. Þannig að brotaþolar ofbeldis eru vissulega hræddir um einhvers konar útskúfun eða smánun við það að segja frá.“ Margvísleg áhrif: Þeim er sagt að þær eigi ekki séns í þá Önnur áhrif á þolendur er að konur óttast áhrifin á starfsframann þeirra til framtíðar. Sá ótti virðist ekki úr lausu lofti gripinn ef marka má nýlega umfjöllun BBC Worklife sem ber yfirskriftina „The long-lasting effects of workplace sexual harassment.“ Í greininni segir að áhættan sem kona tekur með því að segja frá, sé nokkuð mikil þegar kemur að starfsframa hennar. Uppljóstrun geti ógnað því starfi sem hún er í, með þeim afleiðingum að hún er rekin. Eins getur uppljóstrun haft áhrif á það hvaða störf konan fær í framtíðinni, verði hún yfir höfuð ráðin. Þá eru langtímaáhrif sögð geta mælst í lægri launatekjum þegar fram líða stundir, en annars hefðu líklega orðið. Að sögn Steinunnar hjá Stígamótum, eru það oft viðbrögð samfélagsins við frásögnum þolenda, sem fæla konur frá því að segja frá. Valdamiklir karlar hafa þrifist á þessum veruleika. Við þekkjum ótal dæmi um að konur þori ekki að segja frá ofbeldi af hálfu valdakarla sem vinna til dæmis í sama geira vegna þess að þær vilja ekki vera útmálaðar sem konur með vesen og fá þar með aldrei vinnu í sínu fagi á ný,“ Að vilja ekki vera útmálaðar sem konur með „vesen“ er í takt við niðurstöður rannsóknar sem Harvard Business Review greindi frá árið 2019 og þá í tilefni #metoo byltingarinnar. Samkvæmt þeim niðurstöðum velja aðeins 20% þeirra sem verða fyrir áreitni í atvinnulífinu að segja frá. Ástæðan er sú að konurnar óttast viðbrögðin og vilja ekki vera skilgreindar sem „konur með vesen“ (e. troublemakers). Það sama virðist eiga við um íslenskar konur. „Þá vitum við af því að konur þori ekki fram eða dragi til baka kærur þegar þær fá að heyra að þær eigi séns gegn þeim. Þetta þurfa ekki endilega að vera ríkir menn úr viðskiptalífinu heldur geta verið með völd í gegnum íþróttir, listir eða annað. En það er klárlega valdastaðan og valdamisræmið sem býr til þennan veruleika,“ segir Steinunn. Löglegt en siðlaust: Eru peningar sterkari en siðferði? Eins og alkunna er, var atburðarrásin hröð í kjölfar frásagnar Vítalíu í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Þó er ljóst að ekkert fyrirtækjanna sem um ræðir, stjórnir, eigendur eða aðrir stjórnendur, töldu ástæðu til aðgerða fyrst þegar málið barst þeim. „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi,“ sagði Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Fyrir helgi tilkynnti stjórn Festi til Kauphallarinnar að starfsreglur stjórnar yrðu endurskoðaðar í kjölfar ásakana um kynferðisbrot á hendur Þórð Jóhannesson, fyrrum stjórnarformann Festis. Í tilkynningu segir: „Umrætt mál var litið mjög alvarlegum augum af stjórn Festi frá því hún heyrði af því fyrst og var það tekið til skoðunar á vettvangi hennar í samræmi við þau lög, samþykktir og reglur sem henni ber að starfa eftir. Frá upphafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregðast við. Þegar málið varð opinbert með afgerandi hætti með áðurnefndu viðtali í byrjun janúar sagði fyrrverandi stjórnarformaður af sér.“ Nýjar starfsreglur verða kynntar á aðalfundi félagsins þann 22.mars næstkomandi og ljóst er að margir munu kynna sér þær reglur. Ekki síst nú, þegar fólk spyr sig hvort peningar séu í raun valdameiri en siðferði? Eða hvað telst brot og hvað ekki? „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu,“ er haft eftir Hreggviði í yfirlýsingu sem lögmaður sendi fyrir hans hönd til fjölmiðla. „Ég er saklaus af þeim sökum sem á mig hafa verið bornar undanfarna daga. Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina. Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna,“ segir Logi Bergmann í færslu sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Um kynferðisbrot almennt og valdamikla gerendur segir Steinunn hjá Stígamótum hins vegar þetta. Menn verða að gera sér grein fyrir að bjóði þeir vini inn í kynlífið með sér án þess að fyrir liggi óþvingað og upplýst samþykki konunnar þá breytist þetta úr kynlífi í hópnauðgun. Þegar menn eru í valdastöðu gagnvart manneskju til dæmis í krafti mikils aldursmunar eða samfélagsstöðu þá þurfa þeir að vanda sig enn frekar við að ganga úr skugga um að samþykkið sé á engan hátt þvingað.“ Atvinnulífið á Vísi mun fjalla nánar um málið á næstu dögum.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Stjórnun Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. 13. janúar 2022 11:12 „Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59 Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. 13. janúar 2022 11:12
„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59
Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40
Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50