„Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 16:31 Athletic Bilbao bræðurnir Nico Williams og Inaki Williams fagna með móður sinni eftir leikinn en hún flaug til Sádí Arabíu til að horfa á strákana sína spila. AP/Hassan Ammar Athletic Bilbao sló Atletico Madrid óvænt út úr spænska Ofurbikarnum í gær og tryggði sér um leið úrslitaleik á móti Real Madrid. Hetja Athletic Bilbao var táningurinn Nico Williams sem skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok en stórlið Atletico Madrid hafði komist yfir í leiknum. Real Madrid vann 3-2 sigur á Barcelona í hinum undanúrslitaleiknum og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Fjögur lið fá þátttöku í spænska Ofurbikarnum sem er spilaður í Sádí Arabíu en það eru tvö efstu liðin í deildinni og í spænska bikarnum frá síðustu leiktíð. 19-year-old Nico Williams scored the winner for Athletic Club with his brother Inaki on the pitch with him and his mother in the crowd Fam pic.twitter.com/hmlujqne8Y— International Champions Cup (@IntChampionsCup) January 13, 2022 Nico Williams er nítján ára gamall og á sínu fyrsta alvöru tímabili með aðalliði Athletic Bilbao. Eldri bróðir hans, Inaki Williams, hefur spilað með liðinu undanfarin átta ár og er sá sem hefur spilað flesta leiki í röð í spænsku deildinni án þess að missa úr leik. „Það eru miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna,“ sagði Nico Williams eftir leikinn. ¡TREMENDO MOMENTO EN LA SUPERCOPA DE ESPAÑA! Nico Williams le da la ventaja al Athletic sobre el Atlético y celebra entre lágrimas de alegría con su hermano Iñaki. En las tribunas, también su madre no pudo contener el llanto. pic.twitter.com/D6IVMgd8JP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) January 13, 2022 „Ég vona að það verði fleiri svona ánægjustundir. Ég er svo ánægður að fá að upplifa þetta með bróður mínum og móður minni sem kom og faðmaði okkur bræðurna í leikslok,“ sagði Nico. „Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið. Ég mun aldrei gleyma faðmlaginu frá bróður mínum eftir að ég skoraði markið,“ sagði Nico. Nico Williams hefur ekki náð að skora í spænsku deildinni í vetur en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Mancha Real í spænska bikarnum í byrjun nýs árs. Árið 2022 fer því vel af stað hjá stráknum. 19-year-old Nico Williams, brother of Athletic Club legend Inaki Williams, scored an 81st minute, from 1-0 down, to go into the Supercopa final against Real Madrid C.F..Their mother flew out to the game and watch her sons celebrate together Ballers pic.twitter.com/wyjqq0VYQb— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 14, 2022 Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira
Hetja Athletic Bilbao var táningurinn Nico Williams sem skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok en stórlið Atletico Madrid hafði komist yfir í leiknum. Real Madrid vann 3-2 sigur á Barcelona í hinum undanúrslitaleiknum og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Fjögur lið fá þátttöku í spænska Ofurbikarnum sem er spilaður í Sádí Arabíu en það eru tvö efstu liðin í deildinni og í spænska bikarnum frá síðustu leiktíð. 19-year-old Nico Williams scored the winner for Athletic Club with his brother Inaki on the pitch with him and his mother in the crowd Fam pic.twitter.com/hmlujqne8Y— International Champions Cup (@IntChampionsCup) January 13, 2022 Nico Williams er nítján ára gamall og á sínu fyrsta alvöru tímabili með aðalliði Athletic Bilbao. Eldri bróðir hans, Inaki Williams, hefur spilað með liðinu undanfarin átta ár og er sá sem hefur spilað flesta leiki í röð í spænsku deildinni án þess að missa úr leik. „Það eru miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna,“ sagði Nico Williams eftir leikinn. ¡TREMENDO MOMENTO EN LA SUPERCOPA DE ESPAÑA! Nico Williams le da la ventaja al Athletic sobre el Atlético y celebra entre lágrimas de alegría con su hermano Iñaki. En las tribunas, también su madre no pudo contener el llanto. pic.twitter.com/D6IVMgd8JP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) January 13, 2022 „Ég vona að það verði fleiri svona ánægjustundir. Ég er svo ánægður að fá að upplifa þetta með bróður mínum og móður minni sem kom og faðmaði okkur bræðurna í leikslok,“ sagði Nico. „Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið. Ég mun aldrei gleyma faðmlaginu frá bróður mínum eftir að ég skoraði markið,“ sagði Nico. Nico Williams hefur ekki náð að skora í spænsku deildinni í vetur en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Mancha Real í spænska bikarnum í byrjun nýs árs. Árið 2022 fer því vel af stað hjá stráknum. 19-year-old Nico Williams, brother of Athletic Club legend Inaki Williams, scored an 81st minute, from 1-0 down, to go into the Supercopa final against Real Madrid C.F..Their mother flew out to the game and watch her sons celebrate together Ballers pic.twitter.com/wyjqq0VYQb— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 14, 2022
Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira