Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Neyðarástandi almannavarna var lýst yfir síðdegis í dag vegna stöðu faraldursins hér á landi. Ráðamenn segja tvo erfiða mánuði framundan og sóttvarnalæknir er harðorður og segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. 

Hann segir að búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Við ræðum við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðuna.

Þá ræðum við við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um umtalaðasta mál síðustu daga, meint kynferðisbrot valdamikilla manna og afleiðingar þess. Hún telur að réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá miklu samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað í málaflokknum. 

Við förum einnig inn í heim læknavísinda og segjum frá rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sem leitar eftir mótefni við kórónuveirunni hjá um 1000 manns og spjöllum við hjartalækninn þekkta Tómas Guðbjartsson, sem ætlar að uppýsa okkur um tímamóta skurðaðgerð í Bandaríkjunum þar sem svínshjarta var grætt í mann.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×