Fótbolti

Íslandsmeistarinn náði í stig gegn alsírsku stjörnunum

Sindri Sverrisson skrifar
Kwame Quee er með liði Síerra Leóne á Afríkumótinu í Kamerún og liðið byrjaði mótið stórkostlega í dag.
Kwame Quee er með liði Síerra Leóne á Afríkumótinu í Kamerún og liðið byrjaði mótið stórkostlega í dag. vísir/hulda margrét

Kwame Quee og félagar í landsliði Síerra Leóne náðu í stig gegn ríkjandi meisturum Alsír í dag þegar liðin mættust í fyrstu umferð Afríkukeppninnar í fótbolta.

Kwame, sem varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi R. á síðustu leiktíð, var í byrjunarliði Síerra Leóne og lék allan leikinn.

Alsír var meðal annars með Manchester City-stjörnuna Riyad Mahrez í byrjunarliði sínu og tefldi fram leikmönnum á borð við Islam Slimani og Said Benrahma, leikmanni West Ham, sem reyndar kom inn á sem varamaður.

Benrahma komst í frábært færi seint í leiknum en skaut framhjá. Alsíringar gengu hnípnir af velli en leikmenn Síerra Leóne fögnuðu ákaft líkt og stuðningsmenn liðsins í stúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×