„Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálæðislegt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2022 13:01 Mohamed Salah er sennilega besti knattspyrnumaður heims í dag og vill laun við hæfi. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Mohamed Salah segist ekki vera að biðja um neitt „brjálæðislegt“ í samningaviðræðum sínum við Liverpool, sem halda áfram að dragast á langinn. Þetta segir Salah í stóru viðtali við tímaritið GQ. Þar er Egyptinn magnaði kynntur sem „besti leikmaður heims í dag“ en þess jafnframt getið að heimurinn hafi ekki alveg viðurkennt það enn þá. Mohamed Salah. Football legend. Fashion icon.(via British GQ) pic.twitter.com/jrRhAUe1Wv— ESPN FC (@ESPNFC) January 11, 2022 Salah, sem er 29 ára, hefur verið Liverpool afar dýrmætur síðan hann kom frá Roma sumarið 2017 og kannski aldrei meira en í vetur. Hann er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 16 mörk í 20 leikjum. Samningur Salah við Liverpool var síðast endurnýjaður árið 2018 og rennur hann út eftir eitt og hálft ár, sumarið 2023. Viðræður um nýjan samning hafa enn engu skilað en Salah segir það vera á ábyrgð eigenda Liverpool. Hann sé ekki með óraunhæfar kröfur. „Mig langar að vera áfram en þetta er ekki í mínum höndum. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah við GQ. „Þeir vita hvað ég vil. Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálæðislegt,“ sagði Salah. Mo Salah on his contract: I want to stay, but it s not in my hands. It s in their hands. They know what I want. I m not asking for crazy stuff , he told GQ. #LFC I love the fans & club. But with the administration, they ve been told the situation. It s in their hands . pic.twitter.com/0gAtTYWOZg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði við Sky Sports í síðasta mánuði að félagið ætti í mjög góðu samtali við Salah um nýjan samning. Enn stendur þó eitthvað í veginum. Í grein GQ segir að fyrir Salah snúist nýr samningur um meira en peninga. Hann vilji fá viðurkenningu á því sem hann hafi gert og geri fyrir Liverpool, sem vann langþráðan Englandsmeistaratitil og Evrópumeistaratitil með Salah í broddi fylkingar. „Málið er að þegar maður biður um eitthvað og þeir sýna að þeir geta gefið manni eitthvað, þá ættu þeir að gera það því þeir kunna að meta það sem maður hefur gert fyrir félagið. Ég er núna á fimmta ári mínu hérna. Ég þekki félagið mjög vel. Ég elska stuðningsmennina. Þeir elska mig. En stjórnin hefur fengið að vita stöðuna. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah. Enski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Sjá meira
Þetta segir Salah í stóru viðtali við tímaritið GQ. Þar er Egyptinn magnaði kynntur sem „besti leikmaður heims í dag“ en þess jafnframt getið að heimurinn hafi ekki alveg viðurkennt það enn þá. Mohamed Salah. Football legend. Fashion icon.(via British GQ) pic.twitter.com/jrRhAUe1Wv— ESPN FC (@ESPNFC) January 11, 2022 Salah, sem er 29 ára, hefur verið Liverpool afar dýrmætur síðan hann kom frá Roma sumarið 2017 og kannski aldrei meira en í vetur. Hann er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 16 mörk í 20 leikjum. Samningur Salah við Liverpool var síðast endurnýjaður árið 2018 og rennur hann út eftir eitt og hálft ár, sumarið 2023. Viðræður um nýjan samning hafa enn engu skilað en Salah segir það vera á ábyrgð eigenda Liverpool. Hann sé ekki með óraunhæfar kröfur. „Mig langar að vera áfram en þetta er ekki í mínum höndum. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah við GQ. „Þeir vita hvað ég vil. Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálæðislegt,“ sagði Salah. Mo Salah on his contract: I want to stay, but it s not in my hands. It s in their hands. They know what I want. I m not asking for crazy stuff , he told GQ. #LFC I love the fans & club. But with the administration, they ve been told the situation. It s in their hands . pic.twitter.com/0gAtTYWOZg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði við Sky Sports í síðasta mánuði að félagið ætti í mjög góðu samtali við Salah um nýjan samning. Enn stendur þó eitthvað í veginum. Í grein GQ segir að fyrir Salah snúist nýr samningur um meira en peninga. Hann vilji fá viðurkenningu á því sem hann hafi gert og geri fyrir Liverpool, sem vann langþráðan Englandsmeistaratitil og Evrópumeistaratitil með Salah í broddi fylkingar. „Málið er að þegar maður biður um eitthvað og þeir sýna að þeir geta gefið manni eitthvað, þá ættu þeir að gera það því þeir kunna að meta það sem maður hefur gert fyrir félagið. Ég er núna á fimmta ári mínu hérna. Ég þekki félagið mjög vel. Ég elska stuðningsmennina. Þeir elska mig. En stjórnin hefur fengið að vita stöðuna. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah.
Enski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Sjá meira