Spyr heilbrigðisráðherra hvers vegna Janssen-fólki sé mismunað Eiður Þór Árnason skrifar 11. janúar 2022 11:52 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um nýjar breytingar á reglum um sóttkví og einangrun. Beinist fyrirspurnin að því hvers vegna þær nái ekki til fólks sem fékk einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum sem tóku gildi 7. janúar er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Nýju reglurnar ná sömuleiðis til tvíbólusettra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Ólíkt öðrum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi gegn Covid-19 fer bólusetning með bóluefni Janssen fram með einum skammti í stað tveggja. Fram kemur í bréfi Skúla Magnússonar, umboðsmanns Alþingis, til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að samkvæmt orðalagi nýrrar reglugerðar um sóttkví og einangrun vegna Covid-19 virðist þeir sem upphaflega voru bólusettir með bóluefni Janssen og þegið hafa einn örvunarskammt ekki falla undir áðurnefnda rýmkun á reglum um sóttkví. Spurning um meðalhóf og jafnræði Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort til hafi staðið að gera þennan greinarmun á framkvæmd sóttkvíar bólusettra einstaklinga og þá hvaða gögn eða aðrar upplýsingar hafi legið til grundvallar mati heilbrigðisráðherra. Telur umboðsmaður að málið varði grunnreglur íslensks réttar um jafnræði og meðalhóf og þær kröfur sem gera verði á þeim grundvelli til setningar stjórnvaldsfyrirmæla með heimild í sóttvarnalögum. Að fengnum svörum ráðuneytisins hyggst umboðsmaður taka ákvörðun um hvort tilefni sé til að taka málið til nánari athugunar. Óskað er eftir því að skýringar heilbrigðisráðuneytisins berist eigi síðar en 18. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Með breytingunum sem tóku gildi 7. janúar er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Nýju reglurnar ná sömuleiðis til tvíbólusettra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Ólíkt öðrum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi gegn Covid-19 fer bólusetning með bóluefni Janssen fram með einum skammti í stað tveggja. Fram kemur í bréfi Skúla Magnússonar, umboðsmanns Alþingis, til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að samkvæmt orðalagi nýrrar reglugerðar um sóttkví og einangrun vegna Covid-19 virðist þeir sem upphaflega voru bólusettir með bóluefni Janssen og þegið hafa einn örvunarskammt ekki falla undir áðurnefnda rýmkun á reglum um sóttkví. Spurning um meðalhóf og jafnræði Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort til hafi staðið að gera þennan greinarmun á framkvæmd sóttkvíar bólusettra einstaklinga og þá hvaða gögn eða aðrar upplýsingar hafi legið til grundvallar mati heilbrigðisráðherra. Telur umboðsmaður að málið varði grunnreglur íslensks réttar um jafnræði og meðalhóf og þær kröfur sem gera verði á þeim grundvelli til setningar stjórnvaldsfyrirmæla með heimild í sóttvarnalögum. Að fengnum svörum ráðuneytisins hyggst umboðsmaður taka ákvörðun um hvort tilefni sé til að taka málið til nánari athugunar. Óskað er eftir því að skýringar heilbrigðisráðuneytisins berist eigi síðar en 18. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira