Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Bólusetning barna hófst í Laugardalshöll í dag. Börnin vor misánægð með sprautuna en virtust öll hrifin af skemmtiatriði ræningjanna þriggja úr Kardemommubænum sem voru mættir á svæðið. Við litum við í höllinni í dag og kíkjum á þau í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar í beinni útsendingu um lyfið Ivermectin sem andstæðingar bólusetninga telja að sé áhrifaríkt í baráttunni við kórónuveiruna þrátt fyrir engar sannanir þar um.

Einnig heyrum við í manni sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í þessu og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb.

Mikið verður um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. 

Þá segjum við frá skemmtilegu samveruspili sem hannað með það í huga að foreldrar geti skipulagt skjálausar stundir með börnum sínum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×