Ljósmynd Kaldals af Ástu slegin á 400 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2022 10:32 Frá vinstri: Áslaug Ágústsdóttir gjaldkeri Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Guðríður Sigurðardóttir, formaður stjórnar sjóðsins, Arna Kaldal og Anita Kaldal Ómardóttir en þær frænkur eru barnabarnabörn Jóns Kaldals ljósmyndara. Jón Kaldal Ljósmynd Jóns Kaldals af Ástu Sigurðardóttur skáldkonu hefur verið sleginn hæstbjóðanda á 400.000 krónur. Uppboðið var til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og rennur upphæðin óskipt í sjóðinn. Kaupandinn kýs að láta nafn síns ekki getið. „Við renndum blint í sjóinn með mögulegt verð en erum mjög ánægð með niðurstöðuna,“ segir Jón Kaldal eitt barnabarna ljósmyndarans Kaldals. Myndin sem var boðin upp er númer 1 af 40 eintaka númeruðu upplagi sem fjölskylda ljósmyndarans gaf út í desember en myndirnar voru gerðar eftir upprunalega sýningareintakinu, eins og ljósmyndarinn gekk frá því á sínum tíma. Vísir greindi frá tildrögum uppboðsins í síðasta mánuði: Ljósmyndin af Ástu er tekin í kringum 1951 til 1952 þegar hún var 21 eða 22 ára gömul, en hún lést aðeins 41 árs að aldri árið 1971 eftitr erfiða ævi. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og hefur að sögn Guðríðar Sigurðardóttar, formanns stjórnar sjóðsins, úthlutað um 400 námsstyrkjum til tekjulágra kvenna og mæðra. Myndin fræga af Ástu.Jón Kaldal „Tilgangur sjóðsins er að styrkja konunar til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Í vetur hafa 65 konur fengið styrk úr sjóðnum, þar af eru um 40 í háskólanámi. Frá því sjóðurinn var stofnaður höfum við stutt margar konur allt frá því þær hefja nám í háskólabrú til útskriftar úr háskólanámi,“ segir Guðríður. Það voru barnabarnabörn ljósmyndarans, frænkurnar Arna Kaldal og Aníta Kaldal Ómarsdóttir, sem færðu Menntunarsjóðnum styrkinn fyrir hönd fjölskyldunnar og kaupandans hógværa sem tryggði sér myndina og lagði þannig sitt af mörkum til að greiða götu tekjulágra kvenna til menntunar. Myndlist Hjálparstarf Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Uppboðið var til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og rennur upphæðin óskipt í sjóðinn. Kaupandinn kýs að láta nafn síns ekki getið. „Við renndum blint í sjóinn með mögulegt verð en erum mjög ánægð með niðurstöðuna,“ segir Jón Kaldal eitt barnabarna ljósmyndarans Kaldals. Myndin sem var boðin upp er númer 1 af 40 eintaka númeruðu upplagi sem fjölskylda ljósmyndarans gaf út í desember en myndirnar voru gerðar eftir upprunalega sýningareintakinu, eins og ljósmyndarinn gekk frá því á sínum tíma. Vísir greindi frá tildrögum uppboðsins í síðasta mánuði: Ljósmyndin af Ástu er tekin í kringum 1951 til 1952 þegar hún var 21 eða 22 ára gömul, en hún lést aðeins 41 árs að aldri árið 1971 eftitr erfiða ævi. Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og hefur að sögn Guðríðar Sigurðardóttar, formanns stjórnar sjóðsins, úthlutað um 400 námsstyrkjum til tekjulágra kvenna og mæðra. Myndin fræga af Ástu.Jón Kaldal „Tilgangur sjóðsins er að styrkja konunar til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Í vetur hafa 65 konur fengið styrk úr sjóðnum, þar af eru um 40 í háskólanámi. Frá því sjóðurinn var stofnaður höfum við stutt margar konur allt frá því þær hefja nám í háskólabrú til útskriftar úr háskólanámi,“ segir Guðríður. Það voru barnabarnabörn ljósmyndarans, frænkurnar Arna Kaldal og Aníta Kaldal Ómarsdóttir, sem færðu Menntunarsjóðnum styrkinn fyrir hönd fjölskyldunnar og kaupandans hógværa sem tryggði sér myndina og lagði þannig sitt af mörkum til að greiða götu tekjulágra kvenna til menntunar.
Myndlist Hjálparstarf Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira