„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2022 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni um hugmyndir sem Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala, velti upp í gær um hvort að fjármunum sem varið er í PCR-próf sé ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Áætlar Ragnar Freyr að kostnaður sýnatöku sé um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum. Ragnar Freyr sagði að prófin væru „að mestu leyti tekin á frísku fólki sem hafi litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu. „Já, en bíddu, það er ekki það sem málið snýst um,“ segir Þórólfur. „Málið snýst um að dreifa smitunum áfram þannig að við fáum miklu útbreiddara smit og fáum þá smit hjá þeim sem þurfa að leggjast inn.“ Er þetta ekki dæmi um það að vísindamenn eru ekkert sammála um hvernig best sé aðgera þetta og engin ein leið sú rétta? „Jú, það eru margar leiðir í þessu en ég held að þetta sé ekki rétt hugsun hjá Ragnari. Ég held að það myndi enda þannig, ef við hættum þessu, þá myndum við fá meiri útbreiðslu í samfélagið, fá miklu fleiri smit og fá miklu fleiri innlagnir. Það eru um 0,5 prósent þeirra sem smitast sem leggjast inn og við myndum bara fá miklu fleiri innlagnir sem spítalinn myndi ekki ráða við. Og ég er ekki viss um að sá peningur myndi duga spítalanum til að eiga við þennan sjúkdóm. Ég held að Ragnar, eins og hann er nú fínn, ég held hafi nú ekki hugsað þetta nógu langt. Og ég heyrði nú í gær að yfirlæknir [Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans] tekur undir með mér í þessu.“ Vonar að Björn Rúnar hafi rétt fyrir sér Þórólfur var einnig spurður um orð Björn Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítala, sem sagðist telja að við værum á toppi bylgjunnar núnar og að við ættum eftir að sjá smittölur fara hratt niður næstu tvær vikurnar. „Ég vona að það reynist rétt hjá honum,“ segir Þórólfur. „Það er erfitt að segja. Við erum búin að vera núna með svipaðar tölur í dálítinn tíma og maður gælir við það hugmynd hvort að við séum komin á toppinn í þessu og hvort við förum þá að fara niður. Við fórum aðeins niður um helgina, en það er nú alltaf þannig. Við verðum því að sjá hvað næstu dagar segja. Ef við skoðum spálíkan Háskóla Íslands sem hefur reiknað þetta út, þá reikna þeir með að við verðum áfram með í kringum þúsund tilfelli á dag fram í seinni partinn í janúar. Þannig að menn verði á svipuðum nótum… En Björn Rúnar er bjartsýnn og það er bara fínt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni um hugmyndir sem Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala, velti upp í gær um hvort að fjármunum sem varið er í PCR-próf sé ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Áætlar Ragnar Freyr að kostnaður sýnatöku sé um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum. Ragnar Freyr sagði að prófin væru „að mestu leyti tekin á frísku fólki sem hafi litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu. „Já, en bíddu, það er ekki það sem málið snýst um,“ segir Þórólfur. „Málið snýst um að dreifa smitunum áfram þannig að við fáum miklu útbreiddara smit og fáum þá smit hjá þeim sem þurfa að leggjast inn.“ Er þetta ekki dæmi um það að vísindamenn eru ekkert sammála um hvernig best sé aðgera þetta og engin ein leið sú rétta? „Jú, það eru margar leiðir í þessu en ég held að þetta sé ekki rétt hugsun hjá Ragnari. Ég held að það myndi enda þannig, ef við hættum þessu, þá myndum við fá meiri útbreiðslu í samfélagið, fá miklu fleiri smit og fá miklu fleiri innlagnir. Það eru um 0,5 prósent þeirra sem smitast sem leggjast inn og við myndum bara fá miklu fleiri innlagnir sem spítalinn myndi ekki ráða við. Og ég er ekki viss um að sá peningur myndi duga spítalanum til að eiga við þennan sjúkdóm. Ég held að Ragnar, eins og hann er nú fínn, ég held hafi nú ekki hugsað þetta nógu langt. Og ég heyrði nú í gær að yfirlæknir [Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans] tekur undir með mér í þessu.“ Vonar að Björn Rúnar hafi rétt fyrir sér Þórólfur var einnig spurður um orð Björn Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítala, sem sagðist telja að við værum á toppi bylgjunnar núnar og að við ættum eftir að sjá smittölur fara hratt niður næstu tvær vikurnar. „Ég vona að það reynist rétt hjá honum,“ segir Þórólfur. „Það er erfitt að segja. Við erum búin að vera núna með svipaðar tölur í dálítinn tíma og maður gælir við það hugmynd hvort að við séum komin á toppinn í þessu og hvort við förum þá að fara niður. Við fórum aðeins niður um helgina, en það er nú alltaf þannig. Við verðum því að sjá hvað næstu dagar segja. Ef við skoðum spálíkan Háskóla Íslands sem hefur reiknað þetta út, þá reikna þeir með að við verðum áfram með í kringum þúsund tilfelli á dag fram í seinni partinn í janúar. Þannig að menn verði á svipuðum nótum… En Björn Rúnar er bjartsýnn og það er bara fínt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08