The Power of the Dog og Succession sigursæl á Golden Globe Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2022 07:02 Power of the Dog þótti besta dramatíska myndin og þá hlaut Jane Campion verðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Er hún aðeins þriðja konan til að hljóta verðlaunin. Kvikmyndin The Power of the Dog og sjónvarpsþáttaröðin Succession stóðu uppi sem sigurvegarar kvöldsins þegar Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi. Um var að ræða eina lágstemmdustu hátíð Hollywood í manna minnum en engar stjörnur voru viðstaddar. The Power of the Dog hlaut verðlaunin fyrir besta drama auk þess sem Jane Campion hlaut fékk verðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Þá hlaut leikarinn Kodi Smit-McPhee verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki. Will Smith hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki í drama fyrir hlutverk sitt í King Richard og Nicole Kidman fyrir Being the Ricardos, þar sem Kidman fer með hlutverk Lucille Ball. West Side Story gerði einnig gott mót og hlaut verðlaunin fyrir bestu söngleikja- eða gamanmynd og leikkonan Rachel Zegler fékk verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki. Kate Winslet var verðlaunuð fyrir leik sinn í Mare of Easttown. Dramaþáttaröðin Succession var valin best í sínum flokki og þá fengu Jeremy Strong og Sarah Snook verðlaunin fyrir besta leikara í aðalhlutverki og bestu leikkonu í aukahlutverki. Hacks var útnefnd besta gamanþáttaröðin og Jean Smart sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Þá hlaut Jason Sudeikis verðlaunin fyrir besta leik í aðahlutverki í þáttunum Ted Lasso og O Yeong-Su fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir hina gríðarvinsælu þáttaröð Squid Games. Kate Winslet var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í Mare of Easttown og Michale Keaton fyrir Dopesick. Þá hlaut tónlistarkonan Billie Eilish verðlaunin fyrir besta lag, fyrir No Time To Die úr samnefndri Bond-mynd. Golden Globe-verðlaunahátíðin hefur mátt sæta mikilli gagnrýni síðustu misseri, ekki síst fyrir afar einsleitan hóp meðal þeirra sem greiða atkvæði um verðlaunin; Hollywood Foreign Press Association. Samtökin hafa gert tilraunir til að gera úrbætur en án mikils árangurs. Hollywood Golden Globes Tengdar fréttir The Power of the Dog: Gjá milli þings og þjóðar The Power of the Dog er „art house“-kvikmynd sem ekki er sýnd í neinu kvikmyndahúsi, hvorki listrænu né öðru, heldur er hún aðeins á Netflix. Óskarverðlaunapískrið umlykur hana þessa dagana en undirritaður var hálf ringlaður eftir áhorfið. 4. desember 2021 16:01 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34 King Richard: Mynd um tennissystur, en samt aðallega pabba þeirra Kvikmyndin King Richard fjallar um fyrstu skref Williams-systranna Venus og Serenu í tennisheiminum, en hún sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói þessa dagana. Faðir þeirra Richard Williams er þó aðalpersóna myndarinnar og dregur Williams-vagninn, líkt og í upphafi ferils systranna. 2. desember 2021 14:30 Myndbandið við Bond-lag Billie Eilish frumsýnt Tónlistarmyndbandið við titillag Billie Eilish fyrir nýjustu myndina um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumsýnt í dag. 1. október 2020 20:00 Hriktir í stoðum fjölskylduveldisins Hvað gerist þegar Logan Roy stígur til hliðar? 14. október 2021 15:37 Mest lesið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Bráðum verður hún frú Beast Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
The Power of the Dog hlaut verðlaunin fyrir besta drama auk þess sem Jane Campion hlaut fékk verðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Þá hlaut leikarinn Kodi Smit-McPhee verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki. Will Smith hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki í drama fyrir hlutverk sitt í King Richard og Nicole Kidman fyrir Being the Ricardos, þar sem Kidman fer með hlutverk Lucille Ball. West Side Story gerði einnig gott mót og hlaut verðlaunin fyrir bestu söngleikja- eða gamanmynd og leikkonan Rachel Zegler fékk verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki. Kate Winslet var verðlaunuð fyrir leik sinn í Mare of Easttown. Dramaþáttaröðin Succession var valin best í sínum flokki og þá fengu Jeremy Strong og Sarah Snook verðlaunin fyrir besta leikara í aðalhlutverki og bestu leikkonu í aukahlutverki. Hacks var útnefnd besta gamanþáttaröðin og Jean Smart sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Þá hlaut Jason Sudeikis verðlaunin fyrir besta leik í aðahlutverki í þáttunum Ted Lasso og O Yeong-Su fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir hina gríðarvinsælu þáttaröð Squid Games. Kate Winslet var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í Mare of Easttown og Michale Keaton fyrir Dopesick. Þá hlaut tónlistarkonan Billie Eilish verðlaunin fyrir besta lag, fyrir No Time To Die úr samnefndri Bond-mynd. Golden Globe-verðlaunahátíðin hefur mátt sæta mikilli gagnrýni síðustu misseri, ekki síst fyrir afar einsleitan hóp meðal þeirra sem greiða atkvæði um verðlaunin; Hollywood Foreign Press Association. Samtökin hafa gert tilraunir til að gera úrbætur en án mikils árangurs.
Hollywood Golden Globes Tengdar fréttir The Power of the Dog: Gjá milli þings og þjóðar The Power of the Dog er „art house“-kvikmynd sem ekki er sýnd í neinu kvikmyndahúsi, hvorki listrænu né öðru, heldur er hún aðeins á Netflix. Óskarverðlaunapískrið umlykur hana þessa dagana en undirritaður var hálf ringlaður eftir áhorfið. 4. desember 2021 16:01 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34 King Richard: Mynd um tennissystur, en samt aðallega pabba þeirra Kvikmyndin King Richard fjallar um fyrstu skref Williams-systranna Venus og Serenu í tennisheiminum, en hún sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói þessa dagana. Faðir þeirra Richard Williams er þó aðalpersóna myndarinnar og dregur Williams-vagninn, líkt og í upphafi ferils systranna. 2. desember 2021 14:30 Myndbandið við Bond-lag Billie Eilish frumsýnt Tónlistarmyndbandið við titillag Billie Eilish fyrir nýjustu myndina um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumsýnt í dag. 1. október 2020 20:00 Hriktir í stoðum fjölskylduveldisins Hvað gerist þegar Logan Roy stígur til hliðar? 14. október 2021 15:37 Mest lesið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Bráðum verður hún frú Beast Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
The Power of the Dog: Gjá milli þings og þjóðar The Power of the Dog er „art house“-kvikmynd sem ekki er sýnd í neinu kvikmyndahúsi, hvorki listrænu né öðru, heldur er hún aðeins á Netflix. Óskarverðlaunapískrið umlykur hana þessa dagana en undirritaður var hálf ringlaður eftir áhorfið. 4. desember 2021 16:01
Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34
King Richard: Mynd um tennissystur, en samt aðallega pabba þeirra Kvikmyndin King Richard fjallar um fyrstu skref Williams-systranna Venus og Serenu í tennisheiminum, en hún sýnd í Sambíóunum og Háskólabíói þessa dagana. Faðir þeirra Richard Williams er þó aðalpersóna myndarinnar og dregur Williams-vagninn, líkt og í upphafi ferils systranna. 2. desember 2021 14:30
Myndbandið við Bond-lag Billie Eilish frumsýnt Tónlistarmyndbandið við titillag Billie Eilish fyrir nýjustu myndina um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumsýnt í dag. 1. október 2020 20:00
Hriktir í stoðum fjölskylduveldisins Hvað gerist þegar Logan Roy stígur til hliðar? 14. október 2021 15:37