Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir er þulur kvöldsins.
Edda Andrésdóttir er þulur kvöldsins.

Forstjóri Landspítala telur rétt að sett verði á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Rætt verður við forstjórann í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Þá fjöllum við um umdeild bréf um bólusetningar barna sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sendi stofnunum og einstaklingum fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi. Skólastjórnendur upplifa bréfið sem hótun, að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Við verðum auk þess í beinni útsendingu frá sjúkrahúsinu Vogi, sem lokað var í fyrsta sinn í vikunni vegna hópsmits kórónuveirunnar, og ræðum um starfið þar næstu daga. 

Þá fjöllum við um hálfgert gullæði hefur gripið um sig á Internetinu, þar sem stafræn gögn í nýrri mynd ganga kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir, og ræðum við Íslendinga sem drekka ekki áfengi og dásama hinn áfengislausa lífsstíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×