Segir að Barcelona geti náð Haaland í sumar þrátt fyrir miklar skuldir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 17:30 Erling Braut Haaland er enn bara 21 árs gamall og á því mörg frábær ár eftir á ferli sínum. EPA-EFE/Stian Lysberg Óhætt er að segja að tvennum sögum fari af Barcelona þessa dagana. Spænska félagið er stórskuldugt og í miklum vandræðum innan sem utan vallar en engu að síður er félagið með í baráttunni um einn feitasta bitann á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Guillem Balague, einn helsti sérfræðingur breska ríkisútvarpsins í spænska fótboltanum, segir að Barcelona geti fundið peninga til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Barcelona skuldar meira en milljarð evra og þrátt fyrir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City fyrir 46,3 milljónir punda á dögunum þá hefur félaginu enn ekki tekist að skrá hann inn vegna fjárhagsvandræða sinni. Despite Barcelona's debt, Borussia Dortmund's striker Erling Braut Haaland could join the side in the summer In full #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2022 Hvernig á Barcelona þá að geta keypt Haaland eða einhverja aðra af þeim leikmönnum sem þarf til að koma Barcelona liðinu aftur í hóp þeirra bestu í heimi? Samningur Erling Braut Haaland við Dortmund er þannig að félög geta keypt hann upp fyrir 75 milljónir evra í sumar en að sama skapi heimtar umboðsmaður hans ofurlaun, fyrir fram greiðslu og engin smá þjónustulaun fyrir sjálfan sig. Joan Laporta, forseti Barcelona, lofaði stuðningsmönnum félagsins og öðrum um það Barcelona gæti nú farið að berjast um bestu knattspyrnumenn heims á ný. Þeir eru fáir meira spennandi en hinn 21 árs gamli Erling Braut Haaland sem hefur raðað inn mörkum hvar sem hann hefur spilað þar af hefur hann skoraði 23 mörk í 19 leikjum í Meistaradeildinni og er kominn með 13 mörk í 11 leikjum í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Guillem Balague hjá BBC segir að Laporta sé ekki að ljúga um það að Barcelona geti barist um Haaland í sumar. „Barcelona þarf að losna við það að borga nokkra háa launaseðla og losa sig við stóra leikmenn en þetta er möguleiki og þeir trúa því að það sé hægt. Laporta er að selja vongóða framtíð,“ sagði Guillem Balague á BBC Radio 5 Live. Barcelona er að ganga frá láni frá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs um 1,5 miljarða evra sem eiga að fara í að endurbyggja Nývang og umhverfi hans en þeir skulda bankanum þegar 595 milljónir evra. Eitthvað af peningnum fer í að borga upp 1,3 milljarða evra skuld félagsins. „Hvernig fara þeir að þessu? Jú þeir losa sig við fullt af leikmönnum. Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Sergino Dest, Clement Lenglet, Frenkie de Jong, Martin Braithwaite, Oscar Mingueza og Luuk de Jong eru allir til sölu og um leið og þeir selja þá er möguleiki á að kaupa aðra í staðinn. Þetta er flókið en ekki ómögulegt,“ sagði Balague. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Guillem Balague, einn helsti sérfræðingur breska ríkisútvarpsins í spænska fótboltanum, segir að Barcelona geti fundið peninga til að kaupa norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund. Barcelona skuldar meira en milljarð evra og þrátt fyrir að hafa keypt Ferran Torres frá Manchester City fyrir 46,3 milljónir punda á dögunum þá hefur félaginu enn ekki tekist að skrá hann inn vegna fjárhagsvandræða sinni. Despite Barcelona's debt, Borussia Dortmund's striker Erling Braut Haaland could join the side in the summer In full #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2022 Hvernig á Barcelona þá að geta keypt Haaland eða einhverja aðra af þeim leikmönnum sem þarf til að koma Barcelona liðinu aftur í hóp þeirra bestu í heimi? Samningur Erling Braut Haaland við Dortmund er þannig að félög geta keypt hann upp fyrir 75 milljónir evra í sumar en að sama skapi heimtar umboðsmaður hans ofurlaun, fyrir fram greiðslu og engin smá þjónustulaun fyrir sjálfan sig. Joan Laporta, forseti Barcelona, lofaði stuðningsmönnum félagsins og öðrum um það Barcelona gæti nú farið að berjast um bestu knattspyrnumenn heims á ný. Þeir eru fáir meira spennandi en hinn 21 árs gamli Erling Braut Haaland sem hefur raðað inn mörkum hvar sem hann hefur spilað þar af hefur hann skoraði 23 mörk í 19 leikjum í Meistaradeildinni og er kominn með 13 mörk í 11 leikjum í þýsku deildinni á þessari leiktíð. Guillem Balague hjá BBC segir að Laporta sé ekki að ljúga um það að Barcelona geti barist um Haaland í sumar. „Barcelona þarf að losna við það að borga nokkra háa launaseðla og losa sig við stóra leikmenn en þetta er möguleiki og þeir trúa því að það sé hægt. Laporta er að selja vongóða framtíð,“ sagði Guillem Balague á BBC Radio 5 Live. Barcelona er að ganga frá láni frá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs um 1,5 miljarða evra sem eiga að fara í að endurbyggja Nývang og umhverfi hans en þeir skulda bankanum þegar 595 milljónir evra. Eitthvað af peningnum fer í að borga upp 1,3 milljarða evra skuld félagsins. „Hvernig fara þeir að þessu? Jú þeir losa sig við fullt af leikmönnum. Philippe Coutinho, Samuel Umtiti, Sergino Dest, Clement Lenglet, Frenkie de Jong, Martin Braithwaite, Oscar Mingueza og Luuk de Jong eru allir til sölu og um leið og þeir selja þá er möguleiki á að kaupa aðra í staðinn. Þetta er flókið en ekki ómögulegt,“ sagði Balague.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira