„Ég get gert mun betur“ Atli Arason skrifar 6. janúar 2022 21:45 Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur Bára Dröfn Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, var ánægður með níu stiga sigur á Vestra í kvöld en hugur hans var þó aðallega á þá hluti sem liðið getur bætt sig í. „Allir stóðu sig í kvöld og léku vel. Það er samt enn þá miklir möguleikar til að bæta okkur meira. Við héldum okkur við leikplanið og spiluðum hart eins og þjálfarinn bað okkur um í allar 40 mínúturnar. Við getum samt bætt okkur mun meira og það eru tækifæri til þess. Ég er mjög ánægður með sigurinn en það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Burks í viðtali við Vísi eftir leik. „Í hverri sókn getum við spilað enn þá harðar ásamt því að bæta ákveðna andlega hluti og talað betur saman, ef við bætum þessa hluti þá getum við sem lið komist upp á næstu hæð,“ svaraði Burks aðspurður af því hvaða hluti Keflavík gæti gert betur í. Calvin Burks var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld með 23 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa eina stoðsendingu. Burks var einnig efstur í framlagi, með 23 framlagspunkta. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga mun meira inni. „Mér gekk ágætlega í dag en ég get gert mun betur. Það er líka rými fyrir bætingu hjá mér bæði sóknar- og varnarlega. Ég mun horfa á þennan leik aftur og skoða hvað ég get gert betur.“ Keflavík var að sækja nýjan leikmann, Litháann Darius Tarvydas, sem kemur í stað David Okeke sem sleit hásin. Tarvydas var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld en hann mun passa vel inn í lið Keflavíkur að mati Burks. „Hann er að passa vel inn. Ég kann mjög vel við hann en við erum búnir að vera saman í ræktinni undanfarið. Ég held að hann verði mjög góð viðbót í liðið okkar, hann er mjög góð skytta og snjall leikmaður. Hann mun passa vel inn í öll kerfin okkar.“ Næsti leikur Keflavíkur, undanúrslitaleik í bikarnum gegn Stjörnunni hefur verið frestað og því eru 15 dagar í næsta leik hjá liðinu. Burks kallar eftir því að Keflavík noti pásuna vel. „Við áttum að spila næsta miðvikudag en þeim leik var frestað. Það er bæði gott og vont að fá pásu, við getum allavega æft vel á þessum tíma, bæði sem lið og einstaklingar. Það verður væntanlega nóg af vídeó fundum og erfiðum æfingum á næstunni,“ sagði Calvin Burks Jr. að lokum með bros á vör. Keflavík ÍF Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
„Allir stóðu sig í kvöld og léku vel. Það er samt enn þá miklir möguleikar til að bæta okkur meira. Við héldum okkur við leikplanið og spiluðum hart eins og þjálfarinn bað okkur um í allar 40 mínúturnar. Við getum samt bætt okkur mun meira og það eru tækifæri til þess. Ég er mjög ánægður með sigurinn en það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Burks í viðtali við Vísi eftir leik. „Í hverri sókn getum við spilað enn þá harðar ásamt því að bæta ákveðna andlega hluti og talað betur saman, ef við bætum þessa hluti þá getum við sem lið komist upp á næstu hæð,“ svaraði Burks aðspurður af því hvaða hluti Keflavík gæti gert betur í. Calvin Burks var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld með 23 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa eina stoðsendingu. Burks var einnig efstur í framlagi, með 23 framlagspunkta. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga mun meira inni. „Mér gekk ágætlega í dag en ég get gert mun betur. Það er líka rými fyrir bætingu hjá mér bæði sóknar- og varnarlega. Ég mun horfa á þennan leik aftur og skoða hvað ég get gert betur.“ Keflavík var að sækja nýjan leikmann, Litháann Darius Tarvydas, sem kemur í stað David Okeke sem sleit hásin. Tarvydas var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld en hann mun passa vel inn í lið Keflavíkur að mati Burks. „Hann er að passa vel inn. Ég kann mjög vel við hann en við erum búnir að vera saman í ræktinni undanfarið. Ég held að hann verði mjög góð viðbót í liðið okkar, hann er mjög góð skytta og snjall leikmaður. Hann mun passa vel inn í öll kerfin okkar.“ Næsti leikur Keflavíkur, undanúrslitaleik í bikarnum gegn Stjörnunni hefur verið frestað og því eru 15 dagar í næsta leik hjá liðinu. Burks kallar eftir því að Keflavík noti pásuna vel. „Við áttum að spila næsta miðvikudag en þeim leik var frestað. Það er bæði gott og vont að fá pásu, við getum allavega æft vel á þessum tíma, bæði sem lið og einstaklingar. Það verður væntanlega nóg af vídeó fundum og erfiðum æfingum á næstunni,“ sagði Calvin Burks Jr. að lokum með bros á vör.
Keflavík ÍF Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira