Langflest verkefni björgunarsveitanna í nótt foktengd Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. janúar 2022 07:50 Alls voru útköll björgunarsveitanna um hundrað talsins í gærkvöldi og í nótt. Landsbjörg Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að langflest verkefni björgunarsveitanna í nótt hafi verið foktengd. Ekki hafi verið mikið um útköll á hafnarsvæðum eða tengd sjó. Þetta segir Davíð Már í samtali við fréttastofu, en mikill stormur geisaði á suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Alls sinntu björgunarsveitir um hundrað verkefnum vegna óveðursins. Hann segir að fyrsta útkallið hafi komið um klukkan 22 í gærkvöldi. „Það kom svolítill kúfur til klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum að mestu leyti. Björgunarsveitir voru svo einnig kallaðar út í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.“ Landsbjörg Hann segir að þetta hafi að langstærstum hluta verið foktengd verkefni. „Það voru lausamunir að fjúka. Það voru sérstaklega tilkynningar um að þakplötur væru að fjúka en um miðnætti vorum við fyrst og fremst að sjá lausamuni að fjúka – ruslatunnur, ruslaskýli, girðingar, grindverk í görðum og svo einhverjar tilkynningar um garðhús og kofum sem voru á einhverri hreyfingu og detta í sundur.“ Landsbjörg Ekki slys á fólki Davíð Már segir að engar tilkynningar hafi borist um slys á fólki og að veðrið hafi nú að mestu gengið niður. „Þetta er orðið rólegra. Þessi kúfur var þarna í kringum miðnætti. Það fór svo að róast á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í á öðrum tímanum í nótt. Um klukkan fjögur í nótt voru flestir björgunarsveitarmenn komnir í hvíld.“ Landsbjörg Hann segir ennfremur að hann geti ekki séð að björgunarsveitir hafi fengið mikið af verkefnum eða tilkynningum um tjón í grennd við sjó. „En ég veit að hópar fóru reglulega hring um höfnina í Vestmannaeyjum, Suðurnesjum og hérna í borginni. En ég gat ekki séð að það hafi verið mikið af afgerandi verkefnum tengt höfnum eða sjó.“ Landsbjörg Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þetta segir Davíð Már í samtali við fréttastofu, en mikill stormur geisaði á suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Alls sinntu björgunarsveitir um hundrað verkefnum vegna óveðursins. Hann segir að fyrsta útkallið hafi komið um klukkan 22 í gærkvöldi. „Það kom svolítill kúfur til klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum að mestu leyti. Björgunarsveitir voru svo einnig kallaðar út í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.“ Landsbjörg Hann segir að þetta hafi að langstærstum hluta verið foktengd verkefni. „Það voru lausamunir að fjúka. Það voru sérstaklega tilkynningar um að þakplötur væru að fjúka en um miðnætti vorum við fyrst og fremst að sjá lausamuni að fjúka – ruslatunnur, ruslaskýli, girðingar, grindverk í görðum og svo einhverjar tilkynningar um garðhús og kofum sem voru á einhverri hreyfingu og detta í sundur.“ Landsbjörg Ekki slys á fólki Davíð Már segir að engar tilkynningar hafi borist um slys á fólki og að veðrið hafi nú að mestu gengið niður. „Þetta er orðið rólegra. Þessi kúfur var þarna í kringum miðnætti. Það fór svo að róast á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í á öðrum tímanum í nótt. Um klukkan fjögur í nótt voru flestir björgunarsveitarmenn komnir í hvíld.“ Landsbjörg Hann segir ennfremur að hann geti ekki séð að björgunarsveitir hafi fengið mikið af verkefnum eða tilkynningum um tjón í grennd við sjó. „En ég veit að hópar fóru reglulega hring um höfnina í Vestmannaeyjum, Suðurnesjum og hérna í borginni. En ég gat ekki séð að það hafi verið mikið af afgerandi verkefnum tengt höfnum eða sjó.“ Landsbjörg
Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26