Nýtt lag væntanlegt frá Bríeti Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. janúar 2022 20:01 Söngkonan Bríet sendir frá sér lagið Cold Feet 21. janúar næstkomandi Instagram @brietelfar Íslenska súperstjarnan og söngkonan Bríet er flestum kunnug þar sem hún hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna á síðastliðnum árum. Lögin hennar eiga það til að vera ansi grípandi og eru ófáir sem geta til dæmis auðveldlega raulað með Rólegur kúreki og Esjan. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Þessi farsæla listakona tilkynnti á Instagram síðu sinni í gær að hún ætli að senda frá sér nýtt lag 21. janúar. Lagið heitir Cold Feet en Bríet hefur nú þegar flutt lagið fyrir tónleikagesti á útgáfutónleikum plötunnar Kveðja, Bríet í október síðastliðnum. Þá var myndband við lagið einnig frumsýnt á tónleikunum og ríkir mikil spenna fyrir því að lagið fari í spilun. Minningar úr köldu glerboxi sitja eftir Þrátt fyrir að hér sé glænýtt lag væntanlegt er það þó nokkurra ára gamalt. Undirrituð heyrði í Bríeti og fékk að heyra stuttlega um ævintýri lagsins Cold Feet. „Ég tók upp lagið fyrir þremur árum og gerði tónlistarmyndband veturinn 2019 á stysta degi ársins,“ segir Bríet og bætir við: „Svo að minningar um að sitja í köldu glerboxi í fjóra klukkutíma sitja eftir.“ Gera má ráð fyrir miklum kulda á þessum árstíma og hefur án efa verið ansi krefjandi að vera í tökum klukkutímum saman. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Ástarsorgin tók yfir á sínum tíma Upphaflega átti lagið að koma fyrr út en lífið er jú óútreiknanlegt og maður verður að fylgja eigin flæði sem og Bríet gerði. „Þegar að lagið átti svo að koma út tók ástarsorgin yfir og þetta sat á hakanum. Hér erum við svo þremur árum síðar.“ View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Tilkynning hennar á Instagram um nýja lagið hefur fengið virkilega góðar viðtökur og er greinilegt að aðdáendur söngkonunnar eru þyrstir í meira efni frá henni. Þeir geta því glaðst yfir því að það eru fleiri lög væntanleg. „Ég ætla að vera dugleg að gefa út meira efni! Það kemur eitt íslenskt í febrúar en svo ætla ég að halda mér við enskuna og blæða frá mér lögum,“ segir Bríet að lokum. Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 25. október 2021 09:40 Bríet sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaunum Bríet, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru hvað sigursælust þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Verðlaunin voru veitt í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðinni streymt í beinni á RÚV. 17. apríl 2021 22:51 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lögin hennar eiga það til að vera ansi grípandi og eru ófáir sem geta til dæmis auðveldlega raulað með Rólegur kúreki og Esjan. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Þessi farsæla listakona tilkynnti á Instagram síðu sinni í gær að hún ætli að senda frá sér nýtt lag 21. janúar. Lagið heitir Cold Feet en Bríet hefur nú þegar flutt lagið fyrir tónleikagesti á útgáfutónleikum plötunnar Kveðja, Bríet í október síðastliðnum. Þá var myndband við lagið einnig frumsýnt á tónleikunum og ríkir mikil spenna fyrir því að lagið fari í spilun. Minningar úr köldu glerboxi sitja eftir Þrátt fyrir að hér sé glænýtt lag væntanlegt er það þó nokkurra ára gamalt. Undirrituð heyrði í Bríeti og fékk að heyra stuttlega um ævintýri lagsins Cold Feet. „Ég tók upp lagið fyrir þremur árum og gerði tónlistarmyndband veturinn 2019 á stysta degi ársins,“ segir Bríet og bætir við: „Svo að minningar um að sitja í köldu glerboxi í fjóra klukkutíma sitja eftir.“ Gera má ráð fyrir miklum kulda á þessum árstíma og hefur án efa verið ansi krefjandi að vera í tökum klukkutímum saman. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Ástarsorgin tók yfir á sínum tíma Upphaflega átti lagið að koma fyrr út en lífið er jú óútreiknanlegt og maður verður að fylgja eigin flæði sem og Bríet gerði. „Þegar að lagið átti svo að koma út tók ástarsorgin yfir og þetta sat á hakanum. Hér erum við svo þremur árum síðar.“ View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Tilkynning hennar á Instagram um nýja lagið hefur fengið virkilega góðar viðtökur og er greinilegt að aðdáendur söngkonunnar eru þyrstir í meira efni frá henni. Þeir geta því glaðst yfir því að það eru fleiri lög væntanleg. „Ég ætla að vera dugleg að gefa út meira efni! Það kemur eitt íslenskt í febrúar en svo ætla ég að halda mér við enskuna og blæða frá mér lögum,“ segir Bríet að lokum.
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 25. október 2021 09:40 Bríet sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaunum Bríet, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru hvað sigursælust þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Verðlaunin voru veitt í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðinni streymt í beinni á RÚV. 17. apríl 2021 22:51 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 25. október 2021 09:40
Bríet sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaunum Bríet, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru hvað sigursælust þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Verðlaunin voru veitt í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðinni streymt í beinni á RÚV. 17. apríl 2021 22:51