Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 13:41 Aron Pálmarsson skoraði tíu mörk gegn Dönum í sigri Íslendinga í fyrsta leik á EM fyrir tveimur árum. Danir sátu þá eftir í riðlakeppninni en urðu svo heimsmeistarar í Egyptalandi ári síðar. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Ef að leikmaður smitast af Covid í aðdraganda EM er krafa handknattleikssambands Evrópu, EHF, sú að hann spili ekki á mótinu fyrr en að 14 dögum liðnum. Það þýðir að leikmenn sem smitast þessa dagana missa af riðlakeppninni, og þar með mögulega af öllu mótinu því aðeins tvö lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Króatar hafa til að mynda orðið fyrir miklu áfalli af þesum sökum því stjörnuleikmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með smit og geta í fyrsta lagi verið með í milliriðlakeppninni. Þá hefur Jannick Green, markvörður Dana, greinst með smit og missir af fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaranna. Barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli Ljóst er að fleiri hafa smitast, og nefna má að þrír leikmenn úr íslenska hópnum smituðust fyrir áramót en ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir vináttulandsleikina við Litháen á föstudag og sunnudag. „Þetta setur EM í hættu. Það er barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli, miðað við hvernig staðan er í augnablikinu. Það verður mikið, mikið erfiðara að einangra sig eftir því sem smitin dreifast,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Það ríkir mikil pressa varðandi EM. Það er ótrúverðugt að halda því fram að það sé ekki hætta á að EM verði aflýst, miðað við útlitið núna,“ sagði Nyegaard. Eftir að keppni hefst á EM þarf leikmaður að vera í einangrun í 11 daga ef hann greinist með smit, og sýna fram á tvö neikvæð PCR-sýni, til að mega spila að nýju. Evrópumótið stendur yfir í 17 daga, frá 13.-30. janúar. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01 Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Ef að leikmaður smitast af Covid í aðdraganda EM er krafa handknattleikssambands Evrópu, EHF, sú að hann spili ekki á mótinu fyrr en að 14 dögum liðnum. Það þýðir að leikmenn sem smitast þessa dagana missa af riðlakeppninni, og þar með mögulega af öllu mótinu því aðeins tvö lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Króatar hafa til að mynda orðið fyrir miklu áfalli af þesum sökum því stjörnuleikmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með smit og geta í fyrsta lagi verið með í milliriðlakeppninni. Þá hefur Jannick Green, markvörður Dana, greinst með smit og missir af fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaranna. Barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli Ljóst er að fleiri hafa smitast, og nefna má að þrír leikmenn úr íslenska hópnum smituðust fyrir áramót en ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir vináttulandsleikina við Litháen á föstudag og sunnudag. „Þetta setur EM í hættu. Það er barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli, miðað við hvernig staðan er í augnablikinu. Það verður mikið, mikið erfiðara að einangra sig eftir því sem smitin dreifast,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Það ríkir mikil pressa varðandi EM. Það er ótrúverðugt að halda því fram að það sé ekki hætta á að EM verði aflýst, miðað við útlitið núna,“ sagði Nyegaard. Eftir að keppni hefst á EM þarf leikmaður að vera í einangrun í 11 daga ef hann greinist með smit, og sýna fram á tvö neikvæð PCR-sýni, til að mega spila að nýju. Evrópumótið stendur yfir í 17 daga, frá 13.-30. janúar.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01 Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01
Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00
Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01