Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 13:41 Aron Pálmarsson skoraði tíu mörk gegn Dönum í sigri Íslendinga í fyrsta leik á EM fyrir tveimur árum. Danir sátu þá eftir í riðlakeppninni en urðu svo heimsmeistarar í Egyptalandi ári síðar. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Ef að leikmaður smitast af Covid í aðdraganda EM er krafa handknattleikssambands Evrópu, EHF, sú að hann spili ekki á mótinu fyrr en að 14 dögum liðnum. Það þýðir að leikmenn sem smitast þessa dagana missa af riðlakeppninni, og þar með mögulega af öllu mótinu því aðeins tvö lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Króatar hafa til að mynda orðið fyrir miklu áfalli af þesum sökum því stjörnuleikmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með smit og geta í fyrsta lagi verið með í milliriðlakeppninni. Þá hefur Jannick Green, markvörður Dana, greinst með smit og missir af fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaranna. Barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli Ljóst er að fleiri hafa smitast, og nefna má að þrír leikmenn úr íslenska hópnum smituðust fyrir áramót en ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir vináttulandsleikina við Litháen á föstudag og sunnudag. „Þetta setur EM í hættu. Það er barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli, miðað við hvernig staðan er í augnablikinu. Það verður mikið, mikið erfiðara að einangra sig eftir því sem smitin dreifast,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Það ríkir mikil pressa varðandi EM. Það er ótrúverðugt að halda því fram að það sé ekki hætta á að EM verði aflýst, miðað við útlitið núna,“ sagði Nyegaard. Eftir að keppni hefst á EM þarf leikmaður að vera í einangrun í 11 daga ef hann greinist með smit, og sýna fram á tvö neikvæð PCR-sýni, til að mega spila að nýju. Evrópumótið stendur yfir í 17 daga, frá 13.-30. janúar. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01 Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Ef að leikmaður smitast af Covid í aðdraganda EM er krafa handknattleikssambands Evrópu, EHF, sú að hann spili ekki á mótinu fyrr en að 14 dögum liðnum. Það þýðir að leikmenn sem smitast þessa dagana missa af riðlakeppninni, og þar með mögulega af öllu mótinu því aðeins tvö lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Króatar hafa til að mynda orðið fyrir miklu áfalli af þesum sökum því stjörnuleikmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með smit og geta í fyrsta lagi verið með í milliriðlakeppninni. Þá hefur Jannick Green, markvörður Dana, greinst með smit og missir af fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaranna. Barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli Ljóst er að fleiri hafa smitast, og nefna má að þrír leikmenn úr íslenska hópnum smituðust fyrir áramót en ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir vináttulandsleikina við Litháen á föstudag og sunnudag. „Þetta setur EM í hættu. Það er barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli, miðað við hvernig staðan er í augnablikinu. Það verður mikið, mikið erfiðara að einangra sig eftir því sem smitin dreifast,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Það ríkir mikil pressa varðandi EM. Það er ótrúverðugt að halda því fram að það sé ekki hætta á að EM verði aflýst, miðað við útlitið núna,“ sagði Nyegaard. Eftir að keppni hefst á EM þarf leikmaður að vera í einangrun í 11 daga ef hann greinist með smit, og sýna fram á tvö neikvæð PCR-sýni, til að mega spila að nýju. Evrópumótið stendur yfir í 17 daga, frá 13.-30. janúar.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01 Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01
Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00
Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01