Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2022 11:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faraldurinn sé enn í töluverðum vexti og brátt muni nást gott samfélagslegt ónæmi. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Hann segist enn vera sannfærður um að á næstu vikum eða mánuðum muni takast að skapa hér það mikið samfélagslegt ónæmi að smitum fari að fækka verulega og fólk geti snúið til eðlilegra lífs. Þó sé erfitt að segja til um á þessari stundu hvort það muni marka endalok Covid-faraldursins. Þórólfur sagði enn óljóst hvenær toppnum yrði náð og áfram sé hætta á frekari innlögnum á sjúkrahús sem hafi færst í aukanna. Sóttvarnalæknir telur að breyting á sóttkví þríbólusettra geti markað upphafið að ýmsum tilslökunum. Með þessu megi meðal annars koma til móts við atvinnulífið sem hafi fundið mikið fyrir áhrifum faraldursins. Þórólfur sagði að þetta ætti eftir að koma betur í ljós en takmörkunum yrði frekar aflétt í hægum skrefum en öllum á einum tímapunkti. Allir á gjörgæslu með delta Þórólfur sagði að útbreiðsla faraldursins hér á landi sé áfram í töluverðum vexti líkt og víða erlendis. Að minnsta kosti 90% þeirra sem greinast nú eru með ómíkron afbrigðið en áfram greinast á milli 100 til 150 einstaklingar með delta-afbrigðið á degi hverjum. Frá 15. desember hefur ómíkron greinst hjá um 40% þeirra sem hafa lagst inn á spítala. Allir sem eru nú á gjörgæslu eru með delta afbrigði veirunnar og nær allir eru óbólusettir. Karlmaðurinn á sjötugsaldri sem lést af völdum Covid-19 í gær var ekki bólusettur. Rúmlega 160 þúsund manns hafa fengið örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Alvarlegar afleiðingar af völdum ómíkron afbrigðisins virðast vera um 30 til 50 prósent ólíklegri en af völdum delta, samkvæmt erlendum rannsóknum. Að sögn Þórólfs virðist þetta ríma við þróunina hér á landi. Ómíkron virðist hér vera algengast hjá yngri fullorðnum einstaklingum en delta hjá börnum. Þórólfur hvetur fólk áfram til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt þar sem ljóst sé að bólusetning verndi betur gegn smiti af völdum delta en ómíkron. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Hann segist enn vera sannfærður um að á næstu vikum eða mánuðum muni takast að skapa hér það mikið samfélagslegt ónæmi að smitum fari að fækka verulega og fólk geti snúið til eðlilegra lífs. Þó sé erfitt að segja til um á þessari stundu hvort það muni marka endalok Covid-faraldursins. Þórólfur sagði enn óljóst hvenær toppnum yrði náð og áfram sé hætta á frekari innlögnum á sjúkrahús sem hafi færst í aukanna. Sóttvarnalæknir telur að breyting á sóttkví þríbólusettra geti markað upphafið að ýmsum tilslökunum. Með þessu megi meðal annars koma til móts við atvinnulífið sem hafi fundið mikið fyrir áhrifum faraldursins. Þórólfur sagði að þetta ætti eftir að koma betur í ljós en takmörkunum yrði frekar aflétt í hægum skrefum en öllum á einum tímapunkti. Allir á gjörgæslu með delta Þórólfur sagði að útbreiðsla faraldursins hér á landi sé áfram í töluverðum vexti líkt og víða erlendis. Að minnsta kosti 90% þeirra sem greinast nú eru með ómíkron afbrigðið en áfram greinast á milli 100 til 150 einstaklingar með delta-afbrigðið á degi hverjum. Frá 15. desember hefur ómíkron greinst hjá um 40% þeirra sem hafa lagst inn á spítala. Allir sem eru nú á gjörgæslu eru með delta afbrigði veirunnar og nær allir eru óbólusettir. Karlmaðurinn á sjötugsaldri sem lést af völdum Covid-19 í gær var ekki bólusettur. Rúmlega 160 þúsund manns hafa fengið örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Alvarlegar afleiðingar af völdum ómíkron afbrigðisins virðast vera um 30 til 50 prósent ólíklegri en af völdum delta, samkvæmt erlendum rannsóknum. Að sögn Þórólfs virðist þetta ríma við þróunina hér á landi. Ómíkron virðist hér vera algengast hjá yngri fullorðnum einstaklingum en delta hjá börnum. Þórólfur hvetur fólk áfram til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt þar sem ljóst sé að bólusetning verndi betur gegn smiti af völdum delta en ómíkron. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Sjá meira
1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17