Sonni afar ósáttur við Jerv: „Það fáránlegasta sem ég hef lent í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 11:30 Sonni Ragnar Nattestad lék síðast með Dundalk á Írlandi. getty/Ben McShane Færeyski fótboltamaðurinn Sonni Ragnar Nattested er afar ósáttur með vinnubrögð norska úrvalsdeildarliðsins Jerv sem rifti samningi sínum við hann, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við það. Hann segir þetta það fáránlegasta sem hann hafi lent í. Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrverandi samherja sínum hjá Molde. Hann mætti hins vegar ekki fyrir rétt líkt og Sarr sem enginn virðist vita hver er niðurkominn. Hann er eftirlýstur af Interpol sem biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Stuðningsmenn Jerv voru afar ósáttir eftir að félagið tilkynnti að það hefði samið við Sonna. Og eftir mikinn þrýsting ákvað Jerv að rifta samningnum þótt blekið á pappírnum væri rétt svo þornað. Félagið baðst jafnframt afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur og unnið heimavinnuna sína. Sonna tjáir sig um málavexti í viðtali við VG. Þar segir hann að hætt hafi verið við félagaskiptin að hans ósk og gagnrýnir Jerv harðlega fyrir hvernig félagið tók á málinu sem hann segir að allir hafi vitað af. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef upplifað. Fyrst sögðust þeir hafa hætt við félagaskiptin og ekki hafa vitað af málinu. Allir í Noregi vita af því. Það er leiðinlegt að þetta hljómi eins og ég hafi gert eitthvað af mér sem ég hef ekki. Ég er bara vitni. Þeir segjast ekki hafa rannsakað málið sem er kjaftæði. Þeir tóku ekki vel á þessu,“ sagði Sonni. Hann segist ekki hafa getað mætt fyrir áfrýjunardómstól í fyrstu tilraun en hafi hins vegar mætt fyrir héraðsdóm. Pósturinn sendur á rangt tölvupóstfang „Ég fékk tölvupóst tveimur dögum áður en ég þurfti að fara til Noregs þar sem ég bjó ekki. Fyrst svaraði ég og sagðist ekki geta mætt en svo sagðist ég geta mætt. Svo var mér sagt að þessu hefði verið frestað. Svo kom þriðja dagsetningin, í júní eða einhvern tímann. Ég fór í dómshúsið en var tjáð að þessu hefði verið frestað án þess að ég hafi verið látinn vita,“ sagði Sonni. „Ég mætti þarna í júní. Þeir sögðu að þessu hefði verið frestað og þeir hefðu sent póst á rangt tölvupóstfang. Ég fékk ekki að vita af þessu.“ Sonni hafnar því að vitnisburður hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi hafi verið ólíkur. Hann segist hafa sagt það sama en hafi átt í vandræðum með norskuna. Þau vandamál hafi verið úr sögunni eftir að hann fékk túlk. Arne Sandstø, þjálfari Jerv, vildi ekki tjá sig mikið um ummæli Sonna. Hann sagði einfaldlega að Jerv hafi ekki aflað sér nægilega mikilla upplýsinga og ekki staðið sig í stykkinu. Sonni lék hér á landi sumarið 2016. Hann samdi upphaflega við FH en tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór svo til Noregs. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Norski boltinn Noregur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrverandi samherja sínum hjá Molde. Hann mætti hins vegar ekki fyrir rétt líkt og Sarr sem enginn virðist vita hver er niðurkominn. Hann er eftirlýstur af Interpol sem biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Stuðningsmenn Jerv voru afar ósáttir eftir að félagið tilkynnti að það hefði samið við Sonna. Og eftir mikinn þrýsting ákvað Jerv að rifta samningnum þótt blekið á pappírnum væri rétt svo þornað. Félagið baðst jafnframt afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur og unnið heimavinnuna sína. Sonna tjáir sig um málavexti í viðtali við VG. Þar segir hann að hætt hafi verið við félagaskiptin að hans ósk og gagnrýnir Jerv harðlega fyrir hvernig félagið tók á málinu sem hann segir að allir hafi vitað af. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef upplifað. Fyrst sögðust þeir hafa hætt við félagaskiptin og ekki hafa vitað af málinu. Allir í Noregi vita af því. Það er leiðinlegt að þetta hljómi eins og ég hafi gert eitthvað af mér sem ég hef ekki. Ég er bara vitni. Þeir segjast ekki hafa rannsakað málið sem er kjaftæði. Þeir tóku ekki vel á þessu,“ sagði Sonni. Hann segist ekki hafa getað mætt fyrir áfrýjunardómstól í fyrstu tilraun en hafi hins vegar mætt fyrir héraðsdóm. Pósturinn sendur á rangt tölvupóstfang „Ég fékk tölvupóst tveimur dögum áður en ég þurfti að fara til Noregs þar sem ég bjó ekki. Fyrst svaraði ég og sagðist ekki geta mætt en svo sagðist ég geta mætt. Svo var mér sagt að þessu hefði verið frestað. Svo kom þriðja dagsetningin, í júní eða einhvern tímann. Ég fór í dómshúsið en var tjáð að þessu hefði verið frestað án þess að ég hafi verið látinn vita,“ sagði Sonni. „Ég mætti þarna í júní. Þeir sögðu að þessu hefði verið frestað og þeir hefðu sent póst á rangt tölvupóstfang. Ég fékk ekki að vita af þessu.“ Sonni hafnar því að vitnisburður hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi hafi verið ólíkur. Hann segist hafa sagt það sama en hafi átt í vandræðum með norskuna. Þau vandamál hafi verið úr sögunni eftir að hann fékk túlk. Arne Sandstø, þjálfari Jerv, vildi ekki tjá sig mikið um ummæli Sonna. Hann sagði einfaldlega að Jerv hafi ekki aflað sér nægilega mikilla upplýsinga og ekki staðið sig í stykkinu. Sonni lék hér á landi sumarið 2016. Hann samdi upphaflega við FH en tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór svo til Noregs. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Síðan hefur ekkert til hans spurst.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira