Hér er skemmtileg samantekt sem sýnir brot af helgarefni Atvinnulífsins árið 2021.
Kaffispjallið um helgar nýtur fádæma vinsælda á Vísi en þar fáum við oftar en ekki að heyra eitthvað um daglegt líf fólks sem við annars værum ekki upplýst um.
Til dæmis um morgunmatinn.
Eða um morgunknúsin sem geta verið alls konar.
Svo ekki sé talað um heimilislíf þeirra sem eiga gæludýr.
Eða ferðarlögin.
Fleiri viðmælendur í kaffispjalli má sjá HÉR.
Helgarviðtöl Atvinnulífsins eru alltaf vinsæl en þar fáum við að heyra sögurnar á bakvið fólkið og fyrirtækin.
Fleiri helgarviðtöl atvinnulífsins má lesa HÉR.
Þá fórum við yfir ævi og störf Sigríðar Snævarr sem fagnaði 30 ára sendiherraafmæli á liðnu ári.
Og heyrðum magnþrungna sögu Friðriks Más Þorsteinssonar, eiganda eins stærsta vinnustaðar í Grimsby, sem greindist með taugahrörnunarsjúkdóminn MSA árið 2019 og mun senn missa röddina og fara í hjólastól.
Jólaviðtalið 2021 var síðan um ævi og störf Guðbjargar Óskar Friðriksdóttur sem fór í gegnum hæðir og lægðir í einkalífi og starfi, áður en hún bjó til þerapíuna Lærðu að elska sjálfan þig.