Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 20:31 Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí í vikunni og hafa kennarar morgundaginn til þess að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Þór Jónsson, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík að hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum Þórólfs um frestun skólabyrjunar vegna fjölgunar smitaðra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna tekur í sama streng. „Ja, það var nú ástæðan fyrir því að hann lagði þetta til, það var þetta. Maður átti von á því að tölurnar færu upp um jólin og svo þyrfti maður viku til tíu daga til þess að ná þeim niður núna í byrjun janúar og það hefði örugglega verið betra að því leytinu til en við verðum bara að sjá til. þetta er staðan sem við vinnum með,“ sagði Víðir. Tvö börn eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Víðir á áfram von á háum smittölum næstu daga og viðbúið að fleiri börn smitist þegar skólahald hefst að nýju. „Ef menn skoða bara tölfræðina og hvernig staðan var hjá 6-12 ára börnum fyrir jólafrí og svo núna, þar sem þetta hefur alveg dottið út þá er viðbúið að þetta detti inn aftur. Annað kæmi í sjálfu sér á óvart.“ Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólahald hefst í næstu viku til þess að hemja útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Víðir segir að slíkt sé eitt af því sem sé í skoðun hér á landi. Sjá einnig: Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. 22 eru á sjúkrahúsi vegna Covid19. Af þeim eru tveir með ómíkrón afbrigði veirunnar, 14 með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er einn bólusettur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí í vikunni og hafa kennarar morgundaginn til þess að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Þór Jónsson, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík að hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum Þórólfs um frestun skólabyrjunar vegna fjölgunar smitaðra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna tekur í sama streng. „Ja, það var nú ástæðan fyrir því að hann lagði þetta til, það var þetta. Maður átti von á því að tölurnar færu upp um jólin og svo þyrfti maður viku til tíu daga til þess að ná þeim niður núna í byrjun janúar og það hefði örugglega verið betra að því leytinu til en við verðum bara að sjá til. þetta er staðan sem við vinnum með,“ sagði Víðir. Tvö börn eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Víðir á áfram von á háum smittölum næstu daga og viðbúið að fleiri börn smitist þegar skólahald hefst að nýju. „Ef menn skoða bara tölfræðina og hvernig staðan var hjá 6-12 ára börnum fyrir jólafrí og svo núna, þar sem þetta hefur alveg dottið út þá er viðbúið að þetta detti inn aftur. Annað kæmi í sjálfu sér á óvart.“ Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólahald hefst í næstu viku til þess að hemja útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Víðir segir að slíkt sé eitt af því sem sé í skoðun hér á landi. Sjá einnig: Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. 22 eru á sjúkrahúsi vegna Covid19. Af þeim eru tveir með ómíkrón afbrigði veirunnar, 14 með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er einn bólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16