Watford neitar að hleypa Dennis á Afríkumótið Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. janúar 2022 11:01 Dennis efur verið einn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. EPA-EFE/VICKIE FLORES Skærasta stjarna enska úrvalsdeildarliðsins Watford, Emmanuel Dennis, mun ekki taka þátt í Afríkumótinu með Nígeríu þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir hans kröftum. Þetta varð niðurstaðan eftir langar viðræður enska úrvalsdeildarfélagsins og knattspyrnusambands Nígeríu en Watford, sem er í harðri fallbaráttu, nýtti sér óviðráðanlegar aðstæður Nígeríumanna til að meina Dennis þátttöku á mótinu. Þannig er mál með vexti að Nígeríumenn skiptu óvænt um landsliðsþjálfara í desember en Dennis var ekki í 30 manna hópi fyrrum þjálfara þegar skila þurfti inn 30 manna lista með ákveðnum fyrirvara. Nýr þjálfari, Augustine Eguavoen, tók við þann 12.desember síðastliðinn og hann ætlaði að bæta Dennis við þegar hann tilkynnti um 28 manna lokahóp sinn fyrir mótið. Þar sem Dennis var ekki í upphaflegum hópi Nígeríumanna, sem fyrrum þjálfari valdi, gat Watford komið í veg fyrir að hleypa kappanum á mótið. "He wanted to go and play." Claudio Ranieri insists Watford have not disrespected the Africa Cup of Nations by not allowing Emmanuel Dennis to be part of Nigeria's squad at the tournament... pic.twitter.com/M4dYuMlnzT— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2021 Fát kom á Claudio Ranieri, stjóra Watford, þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Gamlársdag eins og sjá mér að ofan en þar staðfestir hann einnig að Dennis vilji taka þátt í mótinu líkt og Eguavoen, þjálfari Nígeríumanna fullyrðir. „Hann sagðist hafa reynt sitt besta og ég veit að hann gerði það. Við reyndum að ná samkomulagi við klúbbinn en þeir neita að hleypa honum í burtu. Dennis sagði mér að klúbburinn væri að gera allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist á mótið,“ sagði Eguavoen. „Dennis vill fara á mótið en klúbburinn hans er að hóta honum, svo hvað getum við gert?“ segir Eguavoen og augljóst að Nígeríumenn eru afar ósáttir við vinnubrögð Watford. Nígeríumenn verða einnig án Victor Oshimen sem er frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera án þeirra tveggja eru öflugir sóknarmenn í hópnum á borð við Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Odion Ighalo. Fyrir Watford þýðir þetta að Dennis getur tekið þátt í mikilvægum leikjum liðsins í fallbaráttunni þar sem þeir mæta Newcastle og Norwich á meðan Afríkumótið stendur yfir. Eftir sem áður verða þeir án Ismaila Sarr en hann er í hópi Senegal. Samkvæmt afrískum fjölmiðlum gerðu forráðamenn Watford einnig allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að Sarr tæki þátt í mótinu með Senegal en höfðu ekki erindi sem erfiði. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Þetta varð niðurstaðan eftir langar viðræður enska úrvalsdeildarfélagsins og knattspyrnusambands Nígeríu en Watford, sem er í harðri fallbaráttu, nýtti sér óviðráðanlegar aðstæður Nígeríumanna til að meina Dennis þátttöku á mótinu. Þannig er mál með vexti að Nígeríumenn skiptu óvænt um landsliðsþjálfara í desember en Dennis var ekki í 30 manna hópi fyrrum þjálfara þegar skila þurfti inn 30 manna lista með ákveðnum fyrirvara. Nýr þjálfari, Augustine Eguavoen, tók við þann 12.desember síðastliðinn og hann ætlaði að bæta Dennis við þegar hann tilkynnti um 28 manna lokahóp sinn fyrir mótið. Þar sem Dennis var ekki í upphaflegum hópi Nígeríumanna, sem fyrrum þjálfari valdi, gat Watford komið í veg fyrir að hleypa kappanum á mótið. "He wanted to go and play." Claudio Ranieri insists Watford have not disrespected the Africa Cup of Nations by not allowing Emmanuel Dennis to be part of Nigeria's squad at the tournament... pic.twitter.com/M4dYuMlnzT— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2021 Fát kom á Claudio Ranieri, stjóra Watford, þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Gamlársdag eins og sjá mér að ofan en þar staðfestir hann einnig að Dennis vilji taka þátt í mótinu líkt og Eguavoen, þjálfari Nígeríumanna fullyrðir. „Hann sagðist hafa reynt sitt besta og ég veit að hann gerði það. Við reyndum að ná samkomulagi við klúbbinn en þeir neita að hleypa honum í burtu. Dennis sagði mér að klúbburinn væri að gera allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist á mótið,“ sagði Eguavoen. „Dennis vill fara á mótið en klúbburinn hans er að hóta honum, svo hvað getum við gert?“ segir Eguavoen og augljóst að Nígeríumenn eru afar ósáttir við vinnubrögð Watford. Nígeríumenn verða einnig án Victor Oshimen sem er frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera án þeirra tveggja eru öflugir sóknarmenn í hópnum á borð við Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Odion Ighalo. Fyrir Watford þýðir þetta að Dennis getur tekið þátt í mikilvægum leikjum liðsins í fallbaráttunni þar sem þeir mæta Newcastle og Norwich á meðan Afríkumótið stendur yfir. Eftir sem áður verða þeir án Ismaila Sarr en hann er í hópi Senegal. Samkvæmt afrískum fjölmiðlum gerðu forráðamenn Watford einnig allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að Sarr tæki þátt í mótinu með Senegal en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira