Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. janúar 2022 13:31 Hrunamannahreppur er eitt af sveitarfélögunum, sem berst fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum Árnessýslu en innan þess sveitarfélags er þorpið Flúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri. Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps hafa sent sameiginlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. Í erindinu kemur meðal annars fram að nú eru um 470 einstaklingar í sveitarfélögunum á aldrinum 65 til 100 ára, eða um 15% íbúa. Það þýði að núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Þetta snýst um það að það verði tækifæri fyrir eldri borgara til að vera í heimabyggð á hjúkrunarheimili þegar þar að kemur. Við vitum það að nú er verið að byggja nýtt heimili á Selfossi og það mun anna einhverri þörf en til framtíðar þarf að huga að því að hafa fleiri rými,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að nokkrir staðið komi til greina í Uppsveitum Árnessýslu undir byggingu hjúkrunarheimilis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að það hafi verið baráttumál til marga ára að fá hjúkrunarheimili í Uppsveitirnar. „Já, auðvitað er það alltaf baráttumál að hafa næg rými fyrir eldri borgarana. Sveitarfélögin í Árnessýslu tóku sig saman um að nýja heimilið á Selfossi, sem nú verður opnað muni rísa, það var algjör samstaða um það. Nú þarf bara að fara að koma næsta heimili á kortið.“ En hvar sér Ásta fyrir sér að nýja hjúkrunarheimilið verði staðsett verði af byggingu þess? „Það er ekki farið að ræða það neitt en það koma auðvitað nokkrir staðir til greina. Það eru nokkrir þéttbýliskjarnar í Uppsveitunum, sem allir geta boðið upp á einhverja þjónustu, þannig að það á bara eftir að fara í þá vinnu,“ segir Ásta. En hversu brýnt er þetta mál að hennar mati? „Það er mjög brýnt að komast inn í röðina, að komast inn í framkvæmdaáætlun. Við vitum það að það eru ekki líkur á því að það sé verið að fara að byggja neitt á allra næstu árum en til lengri tíma litið þá er mjög mikilvægt að við séum komin á blað með heimilið“. Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps hafa sent sameiginlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. Í erindinu kemur meðal annars fram að nú eru um 470 einstaklingar í sveitarfélögunum á aldrinum 65 til 100 ára, eða um 15% íbúa. Það þýði að núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Þetta snýst um það að það verði tækifæri fyrir eldri borgara til að vera í heimabyggð á hjúkrunarheimili þegar þar að kemur. Við vitum það að nú er verið að byggja nýtt heimili á Selfossi og það mun anna einhverri þörf en til framtíðar þarf að huga að því að hafa fleiri rými,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að nokkrir staðið komi til greina í Uppsveitum Árnessýslu undir byggingu hjúkrunarheimilis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að það hafi verið baráttumál til marga ára að fá hjúkrunarheimili í Uppsveitirnar. „Já, auðvitað er það alltaf baráttumál að hafa næg rými fyrir eldri borgarana. Sveitarfélögin í Árnessýslu tóku sig saman um að nýja heimilið á Selfossi, sem nú verður opnað muni rísa, það var algjör samstaða um það. Nú þarf bara að fara að koma næsta heimili á kortið.“ En hvar sér Ásta fyrir sér að nýja hjúkrunarheimilið verði staðsett verði af byggingu þess? „Það er ekki farið að ræða það neitt en það koma auðvitað nokkrir staðir til greina. Það eru nokkrir þéttbýliskjarnar í Uppsveitunum, sem allir geta boðið upp á einhverja þjónustu, þannig að það á bara eftir að fara í þá vinnu,“ segir Ásta. En hversu brýnt er þetta mál að hennar mati? „Það er mjög brýnt að komast inn í röðina, að komast inn í framkvæmdaáætlun. Við vitum það að það eru ekki líkur á því að það sé verið að fara að byggja neitt á allra næstu árum en til lengri tíma litið þá er mjög mikilvægt að við séum komin á blað með heimilið“.
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira