Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. janúar 2022 13:31 Hrunamannahreppur er eitt af sveitarfélögunum, sem berst fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum Árnessýslu en innan þess sveitarfélags er þorpið Flúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri. Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps hafa sent sameiginlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. Í erindinu kemur meðal annars fram að nú eru um 470 einstaklingar í sveitarfélögunum á aldrinum 65 til 100 ára, eða um 15% íbúa. Það þýði að núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Þetta snýst um það að það verði tækifæri fyrir eldri borgara til að vera í heimabyggð á hjúkrunarheimili þegar þar að kemur. Við vitum það að nú er verið að byggja nýtt heimili á Selfossi og það mun anna einhverri þörf en til framtíðar þarf að huga að því að hafa fleiri rými,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að nokkrir staðið komi til greina í Uppsveitum Árnessýslu undir byggingu hjúkrunarheimilis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að það hafi verið baráttumál til marga ára að fá hjúkrunarheimili í Uppsveitirnar. „Já, auðvitað er það alltaf baráttumál að hafa næg rými fyrir eldri borgarana. Sveitarfélögin í Árnessýslu tóku sig saman um að nýja heimilið á Selfossi, sem nú verður opnað muni rísa, það var algjör samstaða um það. Nú þarf bara að fara að koma næsta heimili á kortið.“ En hvar sér Ásta fyrir sér að nýja hjúkrunarheimilið verði staðsett verði af byggingu þess? „Það er ekki farið að ræða það neitt en það koma auðvitað nokkrir staðir til greina. Það eru nokkrir þéttbýliskjarnar í Uppsveitunum, sem allir geta boðið upp á einhverja þjónustu, þannig að það á bara eftir að fara í þá vinnu,“ segir Ásta. En hversu brýnt er þetta mál að hennar mati? „Það er mjög brýnt að komast inn í röðina, að komast inn í framkvæmdaáætlun. Við vitum það að það eru ekki líkur á því að það sé verið að fara að byggja neitt á allra næstu árum en til lengri tíma litið þá er mjög mikilvægt að við séum komin á blað með heimilið“. Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps hafa sent sameiginlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Uppsveitum. Í erindinu kemur meðal annars fram að nú eru um 470 einstaklingar í sveitarfélögunum á aldrinum 65 til 100 ára, eða um 15% íbúa. Það þýði að núverandi hjúkrunarrými á Suðurlandi munu ekki nægja til að sinna þörf fyrir hjúkrunarrými til framtíðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Þetta snýst um það að það verði tækifæri fyrir eldri borgara til að vera í heimabyggð á hjúkrunarheimili þegar þar að kemur. Við vitum það að nú er verið að byggja nýtt heimili á Selfossi og það mun anna einhverri þörf en til framtíðar þarf að huga að því að hafa fleiri rými,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að nokkrir staðið komi til greina í Uppsveitum Árnessýslu undir byggingu hjúkrunarheimilis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að það hafi verið baráttumál til marga ára að fá hjúkrunarheimili í Uppsveitirnar. „Já, auðvitað er það alltaf baráttumál að hafa næg rými fyrir eldri borgarana. Sveitarfélögin í Árnessýslu tóku sig saman um að nýja heimilið á Selfossi, sem nú verður opnað muni rísa, það var algjör samstaða um það. Nú þarf bara að fara að koma næsta heimili á kortið.“ En hvar sér Ásta fyrir sér að nýja hjúkrunarheimilið verði staðsett verði af byggingu þess? „Það er ekki farið að ræða það neitt en það koma auðvitað nokkrir staðir til greina. Það eru nokkrir þéttbýliskjarnar í Uppsveitunum, sem allir geta boðið upp á einhverja þjónustu, þannig að það á bara eftir að fara í þá vinnu,“ segir Ásta. En hversu brýnt er þetta mál að hennar mati? „Það er mjög brýnt að komast inn í röðina, að komast inn í framkvæmdaáætlun. Við vitum það að það eru ekki líkur á því að það sé verið að fara að byggja neitt á allra næstu árum en til lengri tíma litið þá er mjög mikilvægt að við séum komin á blað með heimilið“.
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira