Fótbolti

Keppinautur Elíasar lánaður í ensku úrvalsdeildina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jonas Lössl í leik með Midtjylland.
Jonas Lössl í leik með Midtjylland. Prestige/Getty Images

Danski markvörðurinn Jonas Lössl er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Brentford, að láni frá danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland.

Lössl hefur verið í harðri samkeppni við íslenska landsliðsmarkvörðinn Elías Rafn Ólafsson um markmannsstöðuna hjá Midtjylland en nú má leiða að því líkum að Elías gangi að stöðunni.

Í gær var greint frá því að Elías hefði skrifað undir nýjan langtímasamning við danska félagið.

Brentford hefur verið í vandræðum eftir að aðalmarkvörður liðsins, David Raya, varð fyrir meiðslum en Lössl hefur reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék nítján leiki fyrir Huddersfield Town þegar liðið féll úr deildinni tímabilið 2018/2019.

Annar íslenskur landsliðsmarkvörður er á mála hjá Brentford en Patrik Sigurður Gunnarsson er samningsbundinn enska félaginu. Hann hefur leikið sem lánsmaður hjá Viking í Stavanger að undanförnu.


Tengdar fréttir

Elías Rafn hjá Midtjylland til 2026

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður FC Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni, hefur skrifað undir samning við liðið til ársins 2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×