Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. desember 2021 23:34 Tedros sagðist bjartsýnn en varaði við því að óbólusett samfélag væri gróðrastía fyrir ný afbrigði kórónuveirunnar. epa/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. Tvö ár eru liðin frá því að fregnir bárust fyrst frá Kína af nýrri kórónuveiru en síðan þá hafa 287 milljónir manna greinst með veiruna á heimsvísu og nærri 5,5 milljónir látið lífið. SARS-CoV-2 og Covid-19, sjúkdómurinn sem veiran veldur, eru enn partur af daglegum veruleika þjóða heims og hafa orðið til þess að landamærum hefur verið lokað og að fólk hefur þurft að hylja andlit sitt með grímu við margar athafnir daglegs lífs. Þá hafa sóttvarnaaðgerðir vegna veirunnar valdið deilum og sundrung. Margir bera hins vegar von í brjósti um að bjartari tímar séu framundan en þær væntingar byggja meðal annars á því að nýtt afbrigði, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, virðist vera mildara en fyrri afbrigði. Í nýársyfirlýsingu sinni sagði Tedros að nú byggju menn vissulega að fleiri meðferðarúrræðum en áður en hann varaði jafnframt við því að áframhald á ójafnri dreifingu bóluefna í heiminum væri ein helsta ógnin sem steðjaði að. „Þjóðernishyggja og ofsöfnun af hálfu sumra ríkja hafa grafið undan jafnri dreifingu og skapað frjóan jarðveg fyrir tilkomu ómíkron-afbrigðisins og því lengur sem þetta óréttlæti viðgengst því meiri líkur eru á því að veiran þróist á veg sem við getum hvorki komið í veg fyrir né séð fyrir,“ sagði Tedros. „Ef við bindum enda á ójöfnuðinn, þá bindum við enda á faraldurinn.“ Fæst ríki Afríku hafa náð því markmiði sem forsvarsmenn WHO settu um 40 prósenta bólusetningarhlutfall í árslok 2021. Stofnunin hefur sett nýtt markmið fyrir árið 2022; að 70 prósent allra þjóða heims verði bólusett fyrir júlílok. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tvö ár eru liðin frá því að fregnir bárust fyrst frá Kína af nýrri kórónuveiru en síðan þá hafa 287 milljónir manna greinst með veiruna á heimsvísu og nærri 5,5 milljónir látið lífið. SARS-CoV-2 og Covid-19, sjúkdómurinn sem veiran veldur, eru enn partur af daglegum veruleika þjóða heims og hafa orðið til þess að landamærum hefur verið lokað og að fólk hefur þurft að hylja andlit sitt með grímu við margar athafnir daglegs lífs. Þá hafa sóttvarnaaðgerðir vegna veirunnar valdið deilum og sundrung. Margir bera hins vegar von í brjósti um að bjartari tímar séu framundan en þær væntingar byggja meðal annars á því að nýtt afbrigði, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, virðist vera mildara en fyrri afbrigði. Í nýársyfirlýsingu sinni sagði Tedros að nú byggju menn vissulega að fleiri meðferðarúrræðum en áður en hann varaði jafnframt við því að áframhald á ójafnri dreifingu bóluefna í heiminum væri ein helsta ógnin sem steðjaði að. „Þjóðernishyggja og ofsöfnun af hálfu sumra ríkja hafa grafið undan jafnri dreifingu og skapað frjóan jarðveg fyrir tilkomu ómíkron-afbrigðisins og því lengur sem þetta óréttlæti viðgengst því meiri líkur eru á því að veiran þróist á veg sem við getum hvorki komið í veg fyrir né séð fyrir,“ sagði Tedros. „Ef við bindum enda á ójöfnuðinn, þá bindum við enda á faraldurinn.“ Fæst ríki Afríku hafa náð því markmiði sem forsvarsmenn WHO settu um 40 prósenta bólusetningarhlutfall í árslok 2021. Stofnunin hefur sett nýtt markmið fyrir árið 2022; að 70 prósent allra þjóða heims verði bólusett fyrir júlílok.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira