Von til staðar en ekki hægt að „láta þetta gossa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 13:53 Það var Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sem bar upp þá spurningu hvort hægt væri að láta veiruna gossa yfir samfélagið í ljósi vísbendinga um að ómíkrón-afbrigðið fæli í sér mildari veikindi en önnur afbrigði. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ákveðin von sé til staðar í þeirri stöðu sem komin er upp núna í kórónuveirufaraldrinum ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara en önnur afbrigði veirunnar. Hann segir að það sé þó skynsamlegra að bíða eftir því að slíkt liggi fyrir, fremur en að láta veiruna gossa yfir samfélagið. Þetta er meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að ómíkronafbrigðið væri mildara en önnur, það er að það virðist síður valda alvarlegum veikindum en önnur afbrigði. Sagði Þórólfur að ef það reyndist rétt væri hægt að slaka frekar fljótt á samfélagslegum takmörkunum. Síðar á fundinum spurði Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, nánar út í þetta og hvort að hægt væri að leyfa faraldrinum að geisa í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virtist vera vægara, „láta þetta gossa“ eins og hann orðaði það. „Ég held að það sé ákveðin von í þeirri stöðu sem við erum með uppi núna, það er að segja útbreiddri bólusetningu hér á landi sem kemur í veg fyrir alvarleg veikindi en að fá svo náttúrulega sýkingu ofan í það til að búa til gott ónæmi í samfélaginu, án alvarlegra afleiðinga, svaraði Þórólfur.“ Daglegt brauð þessa dagana, langar raðir í sýnatöku.Vísir/Vilhelm. Ekki væru hins vegar öll kurl komin til grafar um hvort að óhætt væri að sleppa ómíkron-afbrigðinu lausu um samfélagið. „Það sem við erum náttúrulega smeyk við núna, það eru mjög margir sem eru ekki fullbólusettir. Margir sem eru óbólusettir og við vitum ekki ef við látum þetta gossa eins og þú sagðir, hvað gerist þá? Hversu margir, þó að hlutfallið sé lágt sem að þarf að leggjast inn á spítala, þá getur fjöldinn orðið töluvert mikill,“ sagði Þórólfur. Skynsamlegra að bíða nú en að naga sig í handarbökin síðar Skynsamlegra væri að staldra aðeins við, bíða og sjá þangað til haldbærar upplýsingar um hversu alvarlegt eða óalvarlegt ómíkronafbrigðið er. „Þess vegna viljum við láta teygja kúrfuna aðeins á langinn á meðan við erum að átta okkur betur á þessu. Það getur alveg komið til greina ef niðurstaðan verður klárlega sú að það eru bara mjög fáir sem sýkjast alvarlega af ómíkron-afbrigðinu að þá, eins og ég sagði áðan, held ég að það séu alveg forsendur í því að fara að slaka á. Mér finnst skynsamlegra að taka þessa afstöðu heldur en að láta allt gossa núna og naga sig svo í handarbökin yfir því að við höfum farið of hratt í þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19 Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Á fundinum kom meðal annars fram að vísbendingar væru um að ómíkronafbrigðið væri mildara en önnur, það er að það virðist síður valda alvarlegum veikindum en önnur afbrigði. Sagði Þórólfur að ef það reyndist rétt væri hægt að slaka frekar fljótt á samfélagslegum takmörkunum. Síðar á fundinum spurði Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, nánar út í þetta og hvort að hægt væri að leyfa faraldrinum að geisa í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virtist vera vægara, „láta þetta gossa“ eins og hann orðaði það. „Ég held að það sé ákveðin von í þeirri stöðu sem við erum með uppi núna, það er að segja útbreiddri bólusetningu hér á landi sem kemur í veg fyrir alvarleg veikindi en að fá svo náttúrulega sýkingu ofan í það til að búa til gott ónæmi í samfélaginu, án alvarlegra afleiðinga, svaraði Þórólfur.“ Daglegt brauð þessa dagana, langar raðir í sýnatöku.Vísir/Vilhelm. Ekki væru hins vegar öll kurl komin til grafar um hvort að óhætt væri að sleppa ómíkron-afbrigðinu lausu um samfélagið. „Það sem við erum náttúrulega smeyk við núna, það eru mjög margir sem eru ekki fullbólusettir. Margir sem eru óbólusettir og við vitum ekki ef við látum þetta gossa eins og þú sagðir, hvað gerist þá? Hversu margir, þó að hlutfallið sé lágt sem að þarf að leggjast inn á spítala, þá getur fjöldinn orðið töluvert mikill,“ sagði Þórólfur. Skynsamlegra að bíða nú en að naga sig í handarbökin síðar Skynsamlegra væri að staldra aðeins við, bíða og sjá þangað til haldbærar upplýsingar um hversu alvarlegt eða óalvarlegt ómíkronafbrigðið er. „Þess vegna viljum við láta teygja kúrfuna aðeins á langinn á meðan við erum að átta okkur betur á þessu. Það getur alveg komið til greina ef niðurstaðan verður klárlega sú að það eru bara mjög fáir sem sýkjast alvarlega af ómíkron-afbrigðinu að þá, eins og ég sagði áðan, held ég að það séu alveg forsendur í því að fara að slaka á. Mér finnst skynsamlegra að taka þessa afstöðu heldur en að láta allt gossa núna og naga sig svo í handarbökin yfir því að við höfum farið of hratt í þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19 Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42
Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. 29. desember 2021 08:19
Fimm nú í öndunarvél vegna Covid-19 21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. 29. desember 2021 09:50