Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 11:42 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins heilt yfir góða. Fólk geti þó enn veikst, og sumt alvarlega. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Í máli Þórólfs kom fram að ómíkron-afbrigðið væri nú ábyrgt fyrir um níutíu prósent þeirra sem greinast daglega hér á landi. Þrátt fyrir þetta væru aðeins tveir af þeim 21 sem nú liggur inni á Landspítalanum, með ómíkron-afbrigði Covid-19. Hvatti alla í örvunarskammtinn „Þannig má segja að þrátt fyrir mikinn vöxt í útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins höfum við ekki verið að sjá samsvarandi fjölgun á alvarlega veikum, að minnsta kosti enn sem komið er sem bendir til að alvarleg veikindi séu fátíð af völdum ómíkron-afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Af þeim sem liggja inni eru um helmingur með grunnbólusetningu en enginn með þriðju bólusetninguna, örvunarskammtinn svokallaða að sögn Þórólfs sem að hans mati sýndi gildi þess að þiggja örvunarskammtinn. „Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum ómíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við að geta tiltölulega fljótt slakað á þeim hömlum og þannig fengið hér útbreidd ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegrar sýkinga, ofan á þá vernd sem bólusetningarnar gefa, sagði Þórólfur. „Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn,“ bætti hann við. Benti Þórólfur á að ekki væri útilokað að að alvarleg veikindi myndu aukast af völdum ómíkron ekki síst ef smit færi að berast í auknum mæli í eldri og viðkvæmari hópa en raunin er nú. Áfram þyrfti þó að halda faraldrinum í skefjum á meðan sannreynt er að ómíkron-afbrigðið valdi síður alvarlegum veikindum. Það ætti að skýrast á næstunni. „Áfram þurfum við hinsvegar að halda faraldrinum hér í skefjum þar til að örugg vitneskja um alvarleika ómíkron-afbrigðsins og þegar það er komið þá getum við farið að hugað að nauðsynlegum og skynsamlegum tilslökunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag. Þar fóru Þórólfur, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum. Í máli Þórólfs kom fram að ómíkron-afbrigðið væri nú ábyrgt fyrir um níutíu prósent þeirra sem greinast daglega hér á landi. Þrátt fyrir þetta væru aðeins tveir af þeim 21 sem nú liggur inni á Landspítalanum, með ómíkron-afbrigði Covid-19. Hvatti alla í örvunarskammtinn „Þannig má segja að þrátt fyrir mikinn vöxt í útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins höfum við ekki verið að sjá samsvarandi fjölgun á alvarlega veikum, að minnsta kosti enn sem komið er sem bendir til að alvarleg veikindi séu fátíð af völdum ómíkron-afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Af þeim sem liggja inni eru um helmingur með grunnbólusetningu en enginn með þriðju bólusetninguna, örvunarskammtinn svokallaða að sögn Þórólfs sem að hans mati sýndi gildi þess að þiggja örvunarskammtinn. „Ef rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum ómíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við að geta tiltölulega fljótt slakað á þeim hömlum og þannig fengið hér útbreidd ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegrar sýkinga, ofan á þá vernd sem bólusetningarnar gefa, sagði Þórólfur. „Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn,“ bætti hann við. Benti Þórólfur á að ekki væri útilokað að að alvarleg veikindi myndu aukast af völdum ómíkron ekki síst ef smit færi að berast í auknum mæli í eldri og viðkvæmari hópa en raunin er nú. Áfram þyrfti þó að halda faraldrinum í skefjum á meðan sannreynt er að ómíkron-afbrigðið valdi síður alvarlegum veikindum. Það ætti að skýrast á næstunni. „Áfram þurfum við hinsvegar að halda faraldrinum hér í skefjum þar til að örugg vitneskja um alvarleika ómíkron-afbrigðsins og þegar það er komið þá getum við farið að hugað að nauðsynlegum og skynsamlegum tilslökunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira