Sautján ára Úsbeki felldi Carlsen af stallinum Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2021 11:36 Nodirbek Abdusattorov er nýr heimsmeistari í atskák. Getty Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni. Carlsen var þó allt annað en sáttur og gagnrýndi fyrirkomulag og reglur mótsins harðlega, en fjórir skákmenn, Carlsen þeirra á meðal, höfðu verið jafnir að stigum að loknu mótinu. Grípa þurfti til einvígis til að skera úr um sigurvegara þar sem Abdusattorov hafði loks betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi. Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að í þeim aðstæðum að fleiri en tveir skákmenn væru jafnir að stigum skyldu þeir tveir mætast í einvígi sem væru með flest stig samkvæmt Sonneborn-Berger-reiknireglunni. Reiknireglan reiknar stig leikmanna með tilliti til styrkleika þeirra leikmanna sem viðkomandi hefur unnið eða gert jafntefli við. Þar mældust þeir Abdusattorov og Nepomniachtchi efstir, Carlsen þriðji og Fabiano Caruana fjórði, en allir voru þeir með 9,5 vinning að móti loknu. Squabbles about the rules aside, what an absolutely incredible acheviement! https://t.co/OGTtJMF4Xl— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 28, 2021 „Heimskuleg regla“ „Þetta er heimskuleg regla,“ sagði Carlsen í samtali við NRK eftir að ljóst var að hann myndi missa af einvíginu. „Annað hvort eiga allir þeir sem eru efstir með jafnmarga vinninga í umspil, eða þá enginn.“ Í atskák eru leikmenn með fimmtán mínútur á klukkunni, auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Heimsmeistaramótið í hraðskák hefst svo í Varsjá í dag, en þar eru leikmenn með þrjár mínútur á klukkunni. Þar mun Carlsen einnig reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Carlsen varð heimsmeistari í skák í fimmta sinn þann 10. desember síðastliðinn þegar hann hafði betur gegn Rússanum Nepomniachtchi. Það mót fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Skák Úsbekistan Pólland Noregur Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Sjá meira
Carlsen var þó allt annað en sáttur og gagnrýndi fyrirkomulag og reglur mótsins harðlega, en fjórir skákmenn, Carlsen þeirra á meðal, höfðu verið jafnir að stigum að loknu mótinu. Grípa þurfti til einvígis til að skera úr um sigurvegara þar sem Abdusattorov hafði loks betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi. Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að í þeim aðstæðum að fleiri en tveir skákmenn væru jafnir að stigum skyldu þeir tveir mætast í einvígi sem væru með flest stig samkvæmt Sonneborn-Berger-reiknireglunni. Reiknireglan reiknar stig leikmanna með tilliti til styrkleika þeirra leikmanna sem viðkomandi hefur unnið eða gert jafntefli við. Þar mældust þeir Abdusattorov og Nepomniachtchi efstir, Carlsen þriðji og Fabiano Caruana fjórði, en allir voru þeir með 9,5 vinning að móti loknu. Squabbles about the rules aside, what an absolutely incredible acheviement! https://t.co/OGTtJMF4Xl— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 28, 2021 „Heimskuleg regla“ „Þetta er heimskuleg regla,“ sagði Carlsen í samtali við NRK eftir að ljóst var að hann myndi missa af einvíginu. „Annað hvort eiga allir þeir sem eru efstir með jafnmarga vinninga í umspil, eða þá enginn.“ Í atskák eru leikmenn með fimmtán mínútur á klukkunni, auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Heimsmeistaramótið í hraðskák hefst svo í Varsjá í dag, en þar eru leikmenn með þrjár mínútur á klukkunni. Þar mun Carlsen einnig reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Carlsen varð heimsmeistari í skák í fimmta sinn þann 10. desember síðastliðinn þegar hann hafði betur gegn Rússanum Nepomniachtchi. Það mót fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Skák Úsbekistan Pólland Noregur Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Sjá meira
Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52
Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17