Þá höldum við áfram að fjalla um skjálftahrinuna á Reykjanesi og lítum við í Geldingadölum þar sem fjöldinn allur af ferðamönnum var á ferli, þrátt fyrir að fólk hafi verið beðið um að halda sig fjarri gosstöðvunum.
Enn fremur hefur aukning orðið á neyslu unglinga á eiturlyfinu Spice eftir að faraldurinn skall á og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni. Við fáum líka að sjá fyrstu rafmagnsflugvél Íslendinga sem kom til landsins með skipi í dag, en þessari litlu tveggja sæta flugvél er ætlað að kynna Íslendingum rafvæðingu flugsins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.