Fyrstu orð Eriksen eftir að hjartað stöðvaðist: „Hvað í fjandanum gerðist?“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 16:00 Það tóku við taugatrekkjandi mínútur hjá öllum þeim sem sáu Christian Eriksen hníga niður á EM í sumar, ekki síst liðsfélögum hans sem mynduðu hring um hann á vellinum. Getty/Friedemann Vogel Liðsfélagar Christians Eriksen í danska landsliðinu í fótbolta veittu góða innsýn inn í það sem á gekk á Evrópumótinu í sumar í nýrri heimildarmynd DR um danska landsliðið. Í myndinni er að sjálfsögðu talsvert fjallað um það þegar Eriksen hneig niður vegna hjartastopps, í leik gegn Finnlandi á Parken í riðlakeppninni. „Þegar Christian vaknar segir hann eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“,“ segir Joakim Mæhle sem er meðal þeirra sem tjá sig um atvikið. Mæhle sendi boltann á Eriksen úr innkasti, rétt áður en Eriksen hneig niður. „Ég stend þarna með boltann í höndunum og ætla að kasta á Christian og sé að hann fellur við, en þá hugsaði ég ekki meira um það því boltinn fór af hnénu hans. Þetta var undarleg sending frá honum en boltinn féll vel fyrir mig. Svo heyri ég fólkið á bakvið mig, því ég er alveg við áhorfendurna, hlæja smávegis því ég held að fólk hafi haldið að hann hafi dottið,“ sagði Mæhle sem af myndum að dæma var svo fljótur að átta sig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Ég lít aftur á Christian og sé í augunum að hann er alveg farinn, og hugsaði strax með mér að við þyrftum að fá hjálp,“ sagði Mæhle. Allt svart þegar sjúkraþjálfarinn sagði að Eriksen andaði ekki Hjálpin barst sem betur fer strax. Leikmenn mynduðu hring í kringum Eriksen en horfðu í aðra átt á meðan að læknar björguðu lífi hans. „Þegar Skjoldager [Morten Skjoldager, sjúkraþjálfari landsliðsins] segir að hann andi ekki, þá verður bara allt svart,“ sagði Mæhle hikandi. „Þegar Christian vaknar segir hann svo eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“ Ég fann fyrir stórkostlegum létti við að heyra hann tala og vera nánast bara eins og hann sjálfur, eftir að hafa verið nýbúinn að sjá að hann gæti ekki andað. Ég hafði samt líka heyrt að menn gætu farið aftur í hjartastopp eða fengið áfall, svo ég var enn ekki viss um að allt væri hundrað prósent í lagi,“ sagði Mæhle. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og mögulegt er að hann haldi áfram að spila fótbolta, þó að ekki verði það með Inter á Ítalíu en hann fékk samningi sínum við félagið rift fyrr í þessum mánuði. Reglur á Ítalíu banna að leikmenn spili með bjargráð. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Í myndinni er að sjálfsögðu talsvert fjallað um það þegar Eriksen hneig niður vegna hjartastopps, í leik gegn Finnlandi á Parken í riðlakeppninni. „Þegar Christian vaknar segir hann eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“,“ segir Joakim Mæhle sem er meðal þeirra sem tjá sig um atvikið. Mæhle sendi boltann á Eriksen úr innkasti, rétt áður en Eriksen hneig niður. „Ég stend þarna með boltann í höndunum og ætla að kasta á Christian og sé að hann fellur við, en þá hugsaði ég ekki meira um það því boltinn fór af hnénu hans. Þetta var undarleg sending frá honum en boltinn féll vel fyrir mig. Svo heyri ég fólkið á bakvið mig, því ég er alveg við áhorfendurna, hlæja smávegis því ég held að fólk hafi haldið að hann hafi dottið,“ sagði Mæhle sem af myndum að dæma var svo fljótur að átta sig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Ég lít aftur á Christian og sé í augunum að hann er alveg farinn, og hugsaði strax með mér að við þyrftum að fá hjálp,“ sagði Mæhle. Allt svart þegar sjúkraþjálfarinn sagði að Eriksen andaði ekki Hjálpin barst sem betur fer strax. Leikmenn mynduðu hring í kringum Eriksen en horfðu í aðra átt á meðan að læknar björguðu lífi hans. „Þegar Skjoldager [Morten Skjoldager, sjúkraþjálfari landsliðsins] segir að hann andi ekki, þá verður bara allt svart,“ sagði Mæhle hikandi. „Þegar Christian vaknar segir hann svo eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“ Ég fann fyrir stórkostlegum létti við að heyra hann tala og vera nánast bara eins og hann sjálfur, eftir að hafa verið nýbúinn að sjá að hann gæti ekki andað. Ég hafði samt líka heyrt að menn gætu farið aftur í hjartastopp eða fengið áfall, svo ég var enn ekki viss um að allt væri hundrað prósent í lagi,“ sagði Mæhle. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og mögulegt er að hann haldi áfram að spila fótbolta, þó að ekki verði það með Inter á Ítalíu en hann fékk samningi sínum við félagið rift fyrr í þessum mánuði. Reglur á Ítalíu banna að leikmenn spili með bjargráð.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira