Spurningar ársins: Kaupmálar, kynþörf, sambönd og skvört Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. desember 2021 10:01 Ástir, kynlíf, sambönd og samskipti árið 2021. Makamál tóku saman lista yfir þær Spurningar vikunnar sem vöktu hvað mesta athygli lesenda á árinu. Getty Hvernig hefur ástarlíf landans verið á tímum skjálfandi jörðu, streymandi kviku og heimsfaraldurs? Makamál er svæði á Vísi þar sem fjallað er um ástina, samskipti og allt þar á milli. Allskonar sambönd, sambandsform, meðgöngur, fæðingar, fjölskyldumál, tilfinningar og kynlíf. Meðfram umfjöllunum og viðtölum höfum við vikulega spurt lesendur Vísis um tengd málefni í liðnum Spurning vikunnar. Mikil þátttaka hefur verið í könnunum Makamála en yfir tíuþúsund manns hafa svarað vinsælustu könnununum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt á helstu Spurningum vikunnar árið 2021 ásamt niðurstöðum*. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar greinarnar í heild sinni hér. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Hvað verður um hringinn ef trúlofun er slitið? Niðurstöður Manneskjan sem fær hring heldur hringnum - 45% Manneskjan sem fær hring skilar honum aftur til vonbiðils - 55% Getty Finnst þér mikilvægt að hafa sömu áhugamál og maki þinn? Niðurstöður Flestir vilja deila áhugamálum með makanum. Já, mjög mikilvægt - 19% Já, að einhverju leyti - 63% Nei, ekki mikilvægt - 18% Getty Finnur þú fyrir pressu að eignast maka? Niðurstöður KONUR: Já, mikilli pressu - 31% Já, stundum - 43% Sjaldan - 13% Aldrei - 13% KARLAR: Já, mikilli pressu - 18% Já, stundum - 42% Sjaldan - 17% Aldrei - 23% Hefur þú upplifað skvört fullnægingu? Þessi Spurning vikunnar var klárlega ein mest lesna spurning ársins og greinilega mikil forvitni og áhugi á því sem kallast skvört fullnæging, eða saflát kvenna. Sigga Dögg kynfræðingur svaraði spurningum um saflát í greininni. Fólk hefur verið að tala um skvört í aldanna rásir. Konur voru yfirleitt bara alltaf svo hræddar um að þær væru að pissa á sig eða fá þvagleka þegar þetta gerðist. Þetta varð til þess að þær óttuðust þetta og héldu því frekar aftur af sér í kynlífi. Fjallað var um þetta í læknisfræðinni í fleiri aldir en svo datt það alveg út um 16. öld, eins og svo margar aðrar fræðilegar umfjallanir um píkuna og píkuheilsuna. Þetta varð bara eins og einhver Bermúda þríhyrningur, sem þetta er bara alls ekki. Allt viðtalið er hægt að nálgast hér. Getty Niðurstöður Hefur þú fengið skvört fullnægingu? Já - 43% Nei, en langar - 26% Nei, hef ekki áhuga - 10% Er ekki viss - 21% Hefur þú veitt skvört-fullnægingu? Já - 52% Nei, en langar það - 31% Nei hef ekki áhuga - 7% Er ekki viss - 10% Finnst þér tantra eða tantranudd spennandi? Niðurstöður Já, ég stunda það - 3% Já, ég hef prófað - 7% Já, hef áhuga á því að prófa - 63% Já, hef áhuga en þori ekki að prófa - 14% Nei - 13% Það má segja að niðurstöðurnar hafi verið nokkuð afgerandi í þessari könnun og ljóst að mikill áhugi er á tantranuddi meðal lesenda. Spurningin spratt út frá viðtali Makamála við íslenskt par sem segir frá því hvernig tantra og tantranudd hafi bjargað hjónabandinu. Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Getty Er kynlíf vandamál í sambandinu? Niðurstöður KARLAR: Já, mikið - 26% Já, að einhverju leyti - 30% Já, lítið - 11% Nei - 33% KONUR: Já, mikið - 25% Já, að einhverju leyti - 25% Já, lítið - 12% Nei - 38% Ekki er hægt að sjá mikinn mun á svörum kynjanna en samkvæmt þessu má sjá að flestir eru að kljást við einhverskonar vandamál tengd kynlífi. Aðeins þriðjungur svarar því að kynlif sé ekki vandamál í sambandinu. Greinina er hægt að lesa í heild sinni hér. Ertu með minni eða meiri kynþörf en maki þinn? Niðurstöður KARLAR: Mikið meiri - 51% Meiri - 26% Svipaða - 12% Minni 8% Mikið minni - 3% KONUR: Mikið meiri - 18% Meiri - 16% Svipaða - 21% Minni - 24% Mikið minni - 21% Eins og sjá má hér fyrir ofan segja tæplega 80% karla hafa meiri eða mikið meiri kynþörf en maki sinn. Makamál höfðu samband við Áslaugu Kristjánsdóttur kynlífsráðgjafa og spurðu hana út í túlkun sína á niðurstöðunum. Karlar læra það að þeir eiga alltaf að vera graðir og læra inn á það, það eitt og sér gæti jafnvel orsakað það að þeir þurfi minni örvun og eru oftar til.Konur upplifa þetta meira vandamál ef þetta er á þennan veginn því þær geta farið í þá hugsun að það sé eitthvað að. Makinn sé að halda framhjá eða að fá útrás einhversstaðar annars staðar. Greinina í heild sinni er hægt að nálgast hér. Hver er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Niðurstöður KARLAR: Mér finnst sjálfsfróun jákvæð og heilbrigð í sambandi - 92% Ég vil ekki vita af því þegar maki minn stundar sjálfsfróun - 5% Mér finnst sjálfsfróun óviðeigandi í sambandi - 2% KONUR: Mér finnst sjálfsfróun jákvæð og heilbrigð í sambandi - 79% Ég vil ekki vita af því þegar maki minn stundar sjálfsfróun - 13% Mér finnst sjálfsfróun óviðeigandi í sambandi - 8% Þessi Spurning vikunnar vakti mikla athygli lesenda og svöruðu alls 6692 könnuninni sem var kynjaskipt eins og sjá má hér fyrir ofan. Töluvert fleiri karlmenn svöruðu könnuninni og einnig var töluvert hærra hlutfall karlmanna sem svaraði því að sjálfsfróun væri jákvæð og heilbrigð í sambandi. Greinina í heild sinni má lesa hér. Getty Hefur þú falið rafræn samskipti fyrir maka? Niðurstöður Já - 28% Já, og ég hef komist að því að maki minn hefur falið rafræn samskipti fyrir mér - 14% Nei, en maki minn hefur falið rafræn samskipti fyrir mér - 11% Nei - 47% Ef marka má niðurstöðurnar segist rétt rúmlega helmingur lesenda Vísis hafa einhverja reynslu af því að rafræn samskipti séu falin í ástarsambandi. Greinina í heild sinni má nálgast hér. Upplifir þú að maki þinn kunni að meta þig? Niðurstöður KONUR: Já - 55% Já, en ekki nógu mikið - 27% Nei - 18% KARLAR: Já - 52% Já, en ekki nógu mikið 25% Nei - 23% Það má kannski segja að niðurstöðurnar úr þessari könnun hafi komið töluvert á óvart en um helmingur lesenda svarar því að maki þeirra kunni ekki að meta sig, eða ekki nógu mikið. Lítill munur var á svörum kynjanna en hægt er að lesa greinina í heild sinni hér. Daðrar þú við makann þinn? Niðurstöður Já, mér finnst daður mikilvægt í sambandi - 51% Já, ég daðra en fæ ekki mikið daður til baka - 23% Nei, en ég vildi að það væri meira daður - 21% Nei, mér finnst daður óþarfi í sambandi - 5% Athygli vakti að aðeins 5% svarenda sögðu daður vera óþarfa í sambandi svo það er augljóst að flestir eru sammála um mikilvægi þess að daðra í sambandi. Þó sögðust 44% svarenda annað hvort ekki daðra í sambandinu sínu eða ekki fá daður tilbaka frá maka sínum. Það er því ekki úr vegi að hvetja fólk til þess að rífa upp sjarmann, rifja upp hvað það er sem heillar við makann og daðra svo eins og enginn sé morgundagurinn. Greinina í heild sinni er hægt að lesa hér. Getty Af hverju hélst þú framhjá makanum? Niðurstöður KARLAR: Kynlífið - Vil meira og/eða fjölbreyttara kynlíf - 25% Leit að spennu - 15% Óhamingja í sambandinu - 20% Þrá í aðdáun og/eða athygli - 9% Gerðist í hita leiksins undir áhrifum - 18% Hefnd - maki minn hélt framhjá mér - 5% Varð ástfanginn af annari manneskju - 8% KONUR: Kynlífið - Vil meira og/eða fjölbreyttara kynlíf - 17% Leit að spennu - 10% Óhamingja í sambandinu - 23% Þrá í aðdáun og/eða athygli - 16% Gerðist í hita leiksins undir áhrifum - 15% Hefnd - maki minn hélt framhjá mér - 7% Varð ástfangin af annari manneskju - 12% Aðalástæða karla, miðað við þessa könnun, er meira eða fjölbreyttara kynlíf og fast á hæla hennar kemur óhamingja í sambandinu. Hjá konum er óhamingja í sambandinu númer eitt og svo meira eða fjölbreyttara kynlíf númer tvö. Svörin eru þó aðeins dreifðari hjá konunum. Athygli vakti að 16% kvenna segja þrá í aðdáun og/eða athygli vera ástæðu framhjáhaldsins á móti 9% karla. Greinina í heild sinni má lesa hér. Hvernig finnst þér að maki þinn eigi trúnaðarvin af gagnstæðu kyni? Niðurstöður KONUR: Það truflar mig ekki - 34% Mér finnst það óviðeigandi ef vináttan er ný - 41% Mér finnst það alltaf óviðeigandi - 25% KARLAR: Það truflar mig ekki - 44% Mér finnst það óviðeigandi ef vináttan er ný - 36% Mér finnst það alltaf óviðeigandi - 20% Getty Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir ofan eru það konur sem virðast eiga ögn erfiðara með það að makinn eigi aðra konu sem trúnaðarvin eða alls 66% á móti 56% karla. Það má því segja að samkvæmt þessum niðurstöðum telur meirihluti lesenda vináttu maka við manneskju af gagnstæðu kyni að einhverju leyti óviðeigandi. Greinina í heild sinni má lesa hér. Hvað finnst þér um að maki þinn birti myndir af sér fáklæddum? Niðurstöður KARLAR: Styð makann minn í að birta þær myndir sem hann vill - 42% Mér finnst það óviðeigandi - 44% Er ekki viss - 14% KONUR: Styð makann minn í að birta þær myndir sem hann vill - 38% Mér finnst það óviðeigandi - 44% Er ekki viss - 18% Rúmlega tíuþúsund manns svöruðu þessari könnun Makamála sem er metþáttaka. Nekt og myndbirtingar hafa verið mikið hitamál í umræðunni og augljóst að margir lesendur vildu segja sína skoðun. Spurningin var birt eftir viðtal við Eddu Falak sem hrinti af stað bylgju á árinu eftir að hafa opinberað skilaboð þar sem hún var harkalega dæmd fyrir að birta af sér mynd á nærfötum. Viðtalið við Eddu í heild sinni má lesa hér. Getty Leiðir þú eða kyssir maka þinn á almannafæri? Niðurstöður Já, við leiðumst og kyssum á almannafæri - 70% Já, við leiðumst en kyssumst ekki á almannafæri - 16% Ég myndi vilja það en maki minn ekki - 9% Maki minn vill það en ég ekki - 5% Finnst þér næg rómantík í sambandinu? Niðurstöður KARLAR: Já, við erum bæði sátt - 36% Já, en maka mínum finnst ekki næg rómantík - 19% Nei, en maka mínum finnst næg rómantík - 19% Nei, við viljum bæði meiri rómantík - 26% KONUR: Já, við erum bæði sátt - 37% Já, en maka mínum finnst ekki næg rómantík -7% Nei, en maka mínum finnst næg rómantík - 35% Nei, við viljum bæði meiri rómantík - 21% HINSEGIN: Já, við erum bæði sátt - 47% Já, en maka mínum finnst ekki næg rómantík - 10% Nei, en maka mínum finnst næg rómantík - 13% Nei, við viljum bæði meiri rómantík - 30% Flestum finnst órómantískt að biðja um meiri rómantík í sambandinu sínu en samt sem áður er mjög mikilvægt að eiga þetta samtal þar sem fólk getur haft mjög mismunandi þörf fyrir rómantík. En samkvæmt niðurstöðunum segjast flestir lesendur Vísis vilja meiri rómantík í sambandið sitt. Hafa fjármál skapað álag eða vandamál í sambandinu? Niðurstöður Sjaldan eða aldrei - 31% Já, að einhverju leyti - 27% Já, að miklu leyti - 22% Einstaka sinnum - 20% Til að fara yfir niðurstöðurnar tóku Makamál tal af fjölskylduráðgjafanum og sáttamiðlaranum Valgerði Halldórsdóttur sem sagði mjög mikilvægt fyrir pör að setjast niður saman og ræða fjármál sín á milli. Það þykir ekki sérstaklega rómantískt að ræða fjármál, en séu þau órædd geta þau drepið alla rómantík. Viðtalið í heild sinni er hægt að lesa hér. Getty Er afbrýðisemi vandamál í sambandinu? Niðurstöður KONUR: Já, mikið vandamál - 15% Já, að einhverju leyti - 28% Nei, sjaldan - 32% Aldrei - 25% KARLAR: Já, mikið vandamál - 11% Já, að einhverju leyti - 29% Nei, sjaldan - 32% Aldrei - 28% Athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna en um fjörutíu prósent svöruðu því að afbrýðisemi væri einhverskonar vandamál í sambandinu. Er í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu? Niðurstöður KONUR: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% KARLAR: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% Hugmyndin af þessari spurningu var sprottin út frá þeim hugleiðingum hvort að stefnumótamenningin á Íslandi sé kannski svolítið gamaldags ef miðað er við lönd eins og til dæmis Bandaríkin, þar sem fólk fer mun oftar á stefnumót og er jafnvel að „deita“ nokkra á sama tíma þangað til að það festir sig. Sumir segja að við Íslendingar séum enn frekar óreynd á þessum svokallaða stefnumótamarkaði. Við séum enn svolítið gamaldags. Við viljum hitta hina einu sönnu ást strax! Hittast á föstudegi og giftast svo með haustinu, þið vitið. Hér er hægt að vangaveltur Makamála um stefnumótamenninguna á Íslandi. Stundar þú líkamsrækt með makanum þínum? Niðurstöður Já, reglulega - 32% Já, stundum - 26% Nei, en væri til í það - 34% Nei, vil það ekki - 8% Samkvæmt rannsóknum eru pör sem æfa saman, eða stunda einhvers konar hreyfingu eða útivist saman, hamingjusamari í sambandinu sínu og viti menn, meira ástfangin. Aðrar rannsóknir sýna einnig fram á jákvæða fylgni á milli hrifningar og adrenalíns. Lífeðlisfræðileg einkenni hreyfingar geta því jafnast á við þá örvun sem þú upplifir í rómantísku sambandi. Greinina í heild sinni má lesa hér. Getty Hvaða áhrif hafa stefnumótaforrit á þig? Niðurstöður Mjög góð áhrif - 5% Frekar góð áhrif - 13% Engin áhrif - 33% Frekar slæm áhrif - 39% Mjög slæm áhrif - 10% Hér má sjá greinilega að hlutfallslega eru þau sem upplifa góð áhrif á líðan sína í miklum minnihluta eða um 18%. Gæti mögulega verið að þetta sé orðið of auðvelt? Leitin að ástinni, skotinu eða fiðringnum? Greinina í heild sinni má lesa hér. Hefur þú íhugað skilnað eða sambandsslit á árinu? Krefjandi ár? Heimsfaraldur, skjálfandi jörð, lokanir, hindranir og ýmiskonar takmarkanir. Þegar reynir á og erfiðleikar steðja að getur það orðið til þess að ástarsambönd annað hvort styrkjast eða leysast upp. Vangaveltur Makamála um álag á ástarsambönd í heimsfaraldri má lesa hér. Niðurstöður Já, ég sleit sambandinu/skildi - 10% Já, ég hef hugsað það alvarlega - 30% Já, hef hugsað það en ekki alvarlega - 21% Nei - 39% Ef marka má niðurstöðurnar hafa margir fundið fyrir töluverðum efa með samband sitt og segist meirihlutinn eða rúm 60% hafa annað hvort hugleitt sambandsslit eða slitið sambandinu á árinu. Lesa má greinina í heild sinni hér. Getty Muntu kjósa það sama og makinn þinn? Niðurstöður Mikill meirihluti eða 81% lesenda segjast annað hvort kjósa sama flokk og makinn eða vera frekar sammála um stjórnmál. Já, við erum mjög samstíga í stjórnmálum - 25% Höfum gert það, en ekki alltaf - 29% Við ræðum ekki stjórnmál - 6% Nei, en við erum frekar sammála um stjórnmál - 27% Nei, við erum mjög ósammála um stjórnmál - 13% Tekur þú verjur með þér út á lífið? Niðurstöður KONUR: Já, alltaf - 16% Já, yfirleitt - 12% Nei, yfirleitt ekki - 19% Nei, aldrei - 53% KARLAR: Já, alltaf - 16% Já, yfirleitt - 15% Nei, yfirleitt ekki - 21% Nei, aldrei - 48% Ef marka má niðurstöðurnar má sjá að langfæstir eru fyrirfram undirbúnir undir óvænt ástarævintýri eða einungis 16%. Getty Finnst þér mikilvægt að tala um kynlíf við makann? Niðurstöður Já, mjög mikilvægt - 65% Já, en maki minn á erfitt með það - 17% Já, en ég á erfitt með það - 7% Já, en eigum bæði erfitt með það - 6% Nei, en maki minn vill tala um kynlíf - 1% Nei, tölum aldrei um kynlíf - 4% Ef marka má niðurstöðurnar svarar meirihluti því að það sé mjög mikilvægt að geta tjáð sig um kynlíf við maka sinn en um þriðjungur segir annað hvort sig eða makann eiga erfitt með að tala um kynlíf. Hægt er að nálgast greinin í heild sinni hér. Finnst þér í lagi að hrósa fólki fyrir ilm eða lykt? Niðurstöður KARLAR: Já, alltaf - 69% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 28% Nei, aldrei - 3% KONUR: Já, alltaf - 75% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 23% Nei, aldrei 2% Flestir virtust því sammála um það að það væri í lagi að hrósa manneskjum fyrir ilm eða lykt en þó voru skiptar skoðanir á því hver má hrósa hverjum. Getty Hefur þú íhugað að opna sambandið? Opið samband má segja að sé hattur yfir þau sambandsform sem hafa einhverskonar samkomulag sín á milli varðandi kynlíf eða ástarsamband utan sambandsins. Spurning vikunnar var sprottin út frá þeim hugleiðingum hvort að sá hópur sem kjósi að prófa sig áfram utan hins hefðbundna sambandsforms fari stækkandi. Niðurstöður Ég er í opnu sambandi - 7% Já, ég hef íhugað það alvarlega - 13% Já, en hef ekki íhugað það alvarlega - 22% Nei, aldrei - 58% Ef marka má niðurstöðurnar má sjá að rúmlega þriðjungur þeirra sem svöruðu könnuninni segjast hafa íhugað það að opna samband sitt en 7% segjast nú þegar vera í opnu sambandi. Greinina í heild sinni má lesa hér. Hvað finnst þér um kaupmála við giftingu? Niðurstöður KONUR: Myndi alltaf gera kaupmála - 44% Myndi líklegast gera kaupmála - 24% Hef ekki hugsað út í það - 19% Maki minn myndi vilja það - 3% Myndi aldrei gera kaupmála - 10% KARLAR: Myndi alltaf gera kaupmála - 46% Myndi líklegast gera kaupmála - 25% Hef ekki hugsað út í það - 17% Maki minn myndi vilja það - 2% Myndi aldrei gera kaupmála - 10% Þegar fólk gengur í hjónaband verða allar eignir sameiginlegar hjúskapareignir, nema annað sé sérstaklega tilgreint í kaupmála. Kaupmáli er því ekki einungis gerður þegar mikill munur er á eignastöðu fólks heldur líka til að greina séreignir eins og erfðagripi, gjafir eða annað. Með breyttum tímum og nútíma sambandsformum mætti því segja að viðhorf til kaupmála hafi að einhverju leyti breyst á undanförnum árum en aðeins 10% karla og kvenna segjast aldrei myndu gera kaupmála. Staða kvenna á atvinnumarkaði í dag er allt önnur en hér áður fyrr þegar meiri munur var á eignastöðu kynjanna. Getty Spurning vikunnar Ástin og lífið Fréttir ársins 2021 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Makamál er svæði á Vísi þar sem fjallað er um ástina, samskipti og allt þar á milli. Allskonar sambönd, sambandsform, meðgöngur, fæðingar, fjölskyldumál, tilfinningar og kynlíf. Meðfram umfjöllunum og viðtölum höfum við vikulega spurt lesendur Vísis um tengd málefni í liðnum Spurning vikunnar. Mikil þátttaka hefur verið í könnunum Makamála en yfir tíuþúsund manns hafa svarað vinsælustu könnununum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt á helstu Spurningum vikunnar árið 2021 ásamt niðurstöðum*. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar greinarnar í heild sinni hér. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Hvað verður um hringinn ef trúlofun er slitið? Niðurstöður Manneskjan sem fær hring heldur hringnum - 45% Manneskjan sem fær hring skilar honum aftur til vonbiðils - 55% Getty Finnst þér mikilvægt að hafa sömu áhugamál og maki þinn? Niðurstöður Flestir vilja deila áhugamálum með makanum. Já, mjög mikilvægt - 19% Já, að einhverju leyti - 63% Nei, ekki mikilvægt - 18% Getty Finnur þú fyrir pressu að eignast maka? Niðurstöður KONUR: Já, mikilli pressu - 31% Já, stundum - 43% Sjaldan - 13% Aldrei - 13% KARLAR: Já, mikilli pressu - 18% Já, stundum - 42% Sjaldan - 17% Aldrei - 23% Hefur þú upplifað skvört fullnægingu? Þessi Spurning vikunnar var klárlega ein mest lesna spurning ársins og greinilega mikil forvitni og áhugi á því sem kallast skvört fullnæging, eða saflát kvenna. Sigga Dögg kynfræðingur svaraði spurningum um saflát í greininni. Fólk hefur verið að tala um skvört í aldanna rásir. Konur voru yfirleitt bara alltaf svo hræddar um að þær væru að pissa á sig eða fá þvagleka þegar þetta gerðist. Þetta varð til þess að þær óttuðust þetta og héldu því frekar aftur af sér í kynlífi. Fjallað var um þetta í læknisfræðinni í fleiri aldir en svo datt það alveg út um 16. öld, eins og svo margar aðrar fræðilegar umfjallanir um píkuna og píkuheilsuna. Þetta varð bara eins og einhver Bermúda þríhyrningur, sem þetta er bara alls ekki. Allt viðtalið er hægt að nálgast hér. Getty Niðurstöður Hefur þú fengið skvört fullnægingu? Já - 43% Nei, en langar - 26% Nei, hef ekki áhuga - 10% Er ekki viss - 21% Hefur þú veitt skvört-fullnægingu? Já - 52% Nei, en langar það - 31% Nei hef ekki áhuga - 7% Er ekki viss - 10% Finnst þér tantra eða tantranudd spennandi? Niðurstöður Já, ég stunda það - 3% Já, ég hef prófað - 7% Já, hef áhuga á því að prófa - 63% Já, hef áhuga en þori ekki að prófa - 14% Nei - 13% Það má segja að niðurstöðurnar hafi verið nokkuð afgerandi í þessari könnun og ljóst að mikill áhugi er á tantranuddi meðal lesenda. Spurningin spratt út frá viðtali Makamála við íslenskt par sem segir frá því hvernig tantra og tantranudd hafi bjargað hjónabandinu. Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Getty Er kynlíf vandamál í sambandinu? Niðurstöður KARLAR: Já, mikið - 26% Já, að einhverju leyti - 30% Já, lítið - 11% Nei - 33% KONUR: Já, mikið - 25% Já, að einhverju leyti - 25% Já, lítið - 12% Nei - 38% Ekki er hægt að sjá mikinn mun á svörum kynjanna en samkvæmt þessu má sjá að flestir eru að kljást við einhverskonar vandamál tengd kynlífi. Aðeins þriðjungur svarar því að kynlif sé ekki vandamál í sambandinu. Greinina er hægt að lesa í heild sinni hér. Ertu með minni eða meiri kynþörf en maki þinn? Niðurstöður KARLAR: Mikið meiri - 51% Meiri - 26% Svipaða - 12% Minni 8% Mikið minni - 3% KONUR: Mikið meiri - 18% Meiri - 16% Svipaða - 21% Minni - 24% Mikið minni - 21% Eins og sjá má hér fyrir ofan segja tæplega 80% karla hafa meiri eða mikið meiri kynþörf en maki sinn. Makamál höfðu samband við Áslaugu Kristjánsdóttur kynlífsráðgjafa og spurðu hana út í túlkun sína á niðurstöðunum. Karlar læra það að þeir eiga alltaf að vera graðir og læra inn á það, það eitt og sér gæti jafnvel orsakað það að þeir þurfi minni örvun og eru oftar til.Konur upplifa þetta meira vandamál ef þetta er á þennan veginn því þær geta farið í þá hugsun að það sé eitthvað að. Makinn sé að halda framhjá eða að fá útrás einhversstaðar annars staðar. Greinina í heild sinni er hægt að nálgast hér. Hver er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Niðurstöður KARLAR: Mér finnst sjálfsfróun jákvæð og heilbrigð í sambandi - 92% Ég vil ekki vita af því þegar maki minn stundar sjálfsfróun - 5% Mér finnst sjálfsfróun óviðeigandi í sambandi - 2% KONUR: Mér finnst sjálfsfróun jákvæð og heilbrigð í sambandi - 79% Ég vil ekki vita af því þegar maki minn stundar sjálfsfróun - 13% Mér finnst sjálfsfróun óviðeigandi í sambandi - 8% Þessi Spurning vikunnar vakti mikla athygli lesenda og svöruðu alls 6692 könnuninni sem var kynjaskipt eins og sjá má hér fyrir ofan. Töluvert fleiri karlmenn svöruðu könnuninni og einnig var töluvert hærra hlutfall karlmanna sem svaraði því að sjálfsfróun væri jákvæð og heilbrigð í sambandi. Greinina í heild sinni má lesa hér. Getty Hefur þú falið rafræn samskipti fyrir maka? Niðurstöður Já - 28% Já, og ég hef komist að því að maki minn hefur falið rafræn samskipti fyrir mér - 14% Nei, en maki minn hefur falið rafræn samskipti fyrir mér - 11% Nei - 47% Ef marka má niðurstöðurnar segist rétt rúmlega helmingur lesenda Vísis hafa einhverja reynslu af því að rafræn samskipti séu falin í ástarsambandi. Greinina í heild sinni má nálgast hér. Upplifir þú að maki þinn kunni að meta þig? Niðurstöður KONUR: Já - 55% Já, en ekki nógu mikið - 27% Nei - 18% KARLAR: Já - 52% Já, en ekki nógu mikið 25% Nei - 23% Það má kannski segja að niðurstöðurnar úr þessari könnun hafi komið töluvert á óvart en um helmingur lesenda svarar því að maki þeirra kunni ekki að meta sig, eða ekki nógu mikið. Lítill munur var á svörum kynjanna en hægt er að lesa greinina í heild sinni hér. Daðrar þú við makann þinn? Niðurstöður Já, mér finnst daður mikilvægt í sambandi - 51% Já, ég daðra en fæ ekki mikið daður til baka - 23% Nei, en ég vildi að það væri meira daður - 21% Nei, mér finnst daður óþarfi í sambandi - 5% Athygli vakti að aðeins 5% svarenda sögðu daður vera óþarfa í sambandi svo það er augljóst að flestir eru sammála um mikilvægi þess að daðra í sambandi. Þó sögðust 44% svarenda annað hvort ekki daðra í sambandinu sínu eða ekki fá daður tilbaka frá maka sínum. Það er því ekki úr vegi að hvetja fólk til þess að rífa upp sjarmann, rifja upp hvað það er sem heillar við makann og daðra svo eins og enginn sé morgundagurinn. Greinina í heild sinni er hægt að lesa hér. Getty Af hverju hélst þú framhjá makanum? Niðurstöður KARLAR: Kynlífið - Vil meira og/eða fjölbreyttara kynlíf - 25% Leit að spennu - 15% Óhamingja í sambandinu - 20% Þrá í aðdáun og/eða athygli - 9% Gerðist í hita leiksins undir áhrifum - 18% Hefnd - maki minn hélt framhjá mér - 5% Varð ástfanginn af annari manneskju - 8% KONUR: Kynlífið - Vil meira og/eða fjölbreyttara kynlíf - 17% Leit að spennu - 10% Óhamingja í sambandinu - 23% Þrá í aðdáun og/eða athygli - 16% Gerðist í hita leiksins undir áhrifum - 15% Hefnd - maki minn hélt framhjá mér - 7% Varð ástfangin af annari manneskju - 12% Aðalástæða karla, miðað við þessa könnun, er meira eða fjölbreyttara kynlíf og fast á hæla hennar kemur óhamingja í sambandinu. Hjá konum er óhamingja í sambandinu númer eitt og svo meira eða fjölbreyttara kynlíf númer tvö. Svörin eru þó aðeins dreifðari hjá konunum. Athygli vakti að 16% kvenna segja þrá í aðdáun og/eða athygli vera ástæðu framhjáhaldsins á móti 9% karla. Greinina í heild sinni má lesa hér. Hvernig finnst þér að maki þinn eigi trúnaðarvin af gagnstæðu kyni? Niðurstöður KONUR: Það truflar mig ekki - 34% Mér finnst það óviðeigandi ef vináttan er ný - 41% Mér finnst það alltaf óviðeigandi - 25% KARLAR: Það truflar mig ekki - 44% Mér finnst það óviðeigandi ef vináttan er ný - 36% Mér finnst það alltaf óviðeigandi - 20% Getty Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir ofan eru það konur sem virðast eiga ögn erfiðara með það að makinn eigi aðra konu sem trúnaðarvin eða alls 66% á móti 56% karla. Það má því segja að samkvæmt þessum niðurstöðum telur meirihluti lesenda vináttu maka við manneskju af gagnstæðu kyni að einhverju leyti óviðeigandi. Greinina í heild sinni má lesa hér. Hvað finnst þér um að maki þinn birti myndir af sér fáklæddum? Niðurstöður KARLAR: Styð makann minn í að birta þær myndir sem hann vill - 42% Mér finnst það óviðeigandi - 44% Er ekki viss - 14% KONUR: Styð makann minn í að birta þær myndir sem hann vill - 38% Mér finnst það óviðeigandi - 44% Er ekki viss - 18% Rúmlega tíuþúsund manns svöruðu þessari könnun Makamála sem er metþáttaka. Nekt og myndbirtingar hafa verið mikið hitamál í umræðunni og augljóst að margir lesendur vildu segja sína skoðun. Spurningin var birt eftir viðtal við Eddu Falak sem hrinti af stað bylgju á árinu eftir að hafa opinberað skilaboð þar sem hún var harkalega dæmd fyrir að birta af sér mynd á nærfötum. Viðtalið við Eddu í heild sinni má lesa hér. Getty Leiðir þú eða kyssir maka þinn á almannafæri? Niðurstöður Já, við leiðumst og kyssum á almannafæri - 70% Já, við leiðumst en kyssumst ekki á almannafæri - 16% Ég myndi vilja það en maki minn ekki - 9% Maki minn vill það en ég ekki - 5% Finnst þér næg rómantík í sambandinu? Niðurstöður KARLAR: Já, við erum bæði sátt - 36% Já, en maka mínum finnst ekki næg rómantík - 19% Nei, en maka mínum finnst næg rómantík - 19% Nei, við viljum bæði meiri rómantík - 26% KONUR: Já, við erum bæði sátt - 37% Já, en maka mínum finnst ekki næg rómantík -7% Nei, en maka mínum finnst næg rómantík - 35% Nei, við viljum bæði meiri rómantík - 21% HINSEGIN: Já, við erum bæði sátt - 47% Já, en maka mínum finnst ekki næg rómantík - 10% Nei, en maka mínum finnst næg rómantík - 13% Nei, við viljum bæði meiri rómantík - 30% Flestum finnst órómantískt að biðja um meiri rómantík í sambandinu sínu en samt sem áður er mjög mikilvægt að eiga þetta samtal þar sem fólk getur haft mjög mismunandi þörf fyrir rómantík. En samkvæmt niðurstöðunum segjast flestir lesendur Vísis vilja meiri rómantík í sambandið sitt. Hafa fjármál skapað álag eða vandamál í sambandinu? Niðurstöður Sjaldan eða aldrei - 31% Já, að einhverju leyti - 27% Já, að miklu leyti - 22% Einstaka sinnum - 20% Til að fara yfir niðurstöðurnar tóku Makamál tal af fjölskylduráðgjafanum og sáttamiðlaranum Valgerði Halldórsdóttur sem sagði mjög mikilvægt fyrir pör að setjast niður saman og ræða fjármál sín á milli. Það þykir ekki sérstaklega rómantískt að ræða fjármál, en séu þau órædd geta þau drepið alla rómantík. Viðtalið í heild sinni er hægt að lesa hér. Getty Er afbrýðisemi vandamál í sambandinu? Niðurstöður KONUR: Já, mikið vandamál - 15% Já, að einhverju leyti - 28% Nei, sjaldan - 32% Aldrei - 25% KARLAR: Já, mikið vandamál - 11% Já, að einhverju leyti - 29% Nei, sjaldan - 32% Aldrei - 28% Athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna en um fjörutíu prósent svöruðu því að afbrýðisemi væri einhverskonar vandamál í sambandinu. Er í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu? Niðurstöður KONUR: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% KARLAR: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% Hugmyndin af þessari spurningu var sprottin út frá þeim hugleiðingum hvort að stefnumótamenningin á Íslandi sé kannski svolítið gamaldags ef miðað er við lönd eins og til dæmis Bandaríkin, þar sem fólk fer mun oftar á stefnumót og er jafnvel að „deita“ nokkra á sama tíma þangað til að það festir sig. Sumir segja að við Íslendingar séum enn frekar óreynd á þessum svokallaða stefnumótamarkaði. Við séum enn svolítið gamaldags. Við viljum hitta hina einu sönnu ást strax! Hittast á föstudegi og giftast svo með haustinu, þið vitið. Hér er hægt að vangaveltur Makamála um stefnumótamenninguna á Íslandi. Stundar þú líkamsrækt með makanum þínum? Niðurstöður Já, reglulega - 32% Já, stundum - 26% Nei, en væri til í það - 34% Nei, vil það ekki - 8% Samkvæmt rannsóknum eru pör sem æfa saman, eða stunda einhvers konar hreyfingu eða útivist saman, hamingjusamari í sambandinu sínu og viti menn, meira ástfangin. Aðrar rannsóknir sýna einnig fram á jákvæða fylgni á milli hrifningar og adrenalíns. Lífeðlisfræðileg einkenni hreyfingar geta því jafnast á við þá örvun sem þú upplifir í rómantísku sambandi. Greinina í heild sinni má lesa hér. Getty Hvaða áhrif hafa stefnumótaforrit á þig? Niðurstöður Mjög góð áhrif - 5% Frekar góð áhrif - 13% Engin áhrif - 33% Frekar slæm áhrif - 39% Mjög slæm áhrif - 10% Hér má sjá greinilega að hlutfallslega eru þau sem upplifa góð áhrif á líðan sína í miklum minnihluta eða um 18%. Gæti mögulega verið að þetta sé orðið of auðvelt? Leitin að ástinni, skotinu eða fiðringnum? Greinina í heild sinni má lesa hér. Hefur þú íhugað skilnað eða sambandsslit á árinu? Krefjandi ár? Heimsfaraldur, skjálfandi jörð, lokanir, hindranir og ýmiskonar takmarkanir. Þegar reynir á og erfiðleikar steðja að getur það orðið til þess að ástarsambönd annað hvort styrkjast eða leysast upp. Vangaveltur Makamála um álag á ástarsambönd í heimsfaraldri má lesa hér. Niðurstöður Já, ég sleit sambandinu/skildi - 10% Já, ég hef hugsað það alvarlega - 30% Já, hef hugsað það en ekki alvarlega - 21% Nei - 39% Ef marka má niðurstöðurnar hafa margir fundið fyrir töluverðum efa með samband sitt og segist meirihlutinn eða rúm 60% hafa annað hvort hugleitt sambandsslit eða slitið sambandinu á árinu. Lesa má greinina í heild sinni hér. Getty Muntu kjósa það sama og makinn þinn? Niðurstöður Mikill meirihluti eða 81% lesenda segjast annað hvort kjósa sama flokk og makinn eða vera frekar sammála um stjórnmál. Já, við erum mjög samstíga í stjórnmálum - 25% Höfum gert það, en ekki alltaf - 29% Við ræðum ekki stjórnmál - 6% Nei, en við erum frekar sammála um stjórnmál - 27% Nei, við erum mjög ósammála um stjórnmál - 13% Tekur þú verjur með þér út á lífið? Niðurstöður KONUR: Já, alltaf - 16% Já, yfirleitt - 12% Nei, yfirleitt ekki - 19% Nei, aldrei - 53% KARLAR: Já, alltaf - 16% Já, yfirleitt - 15% Nei, yfirleitt ekki - 21% Nei, aldrei - 48% Ef marka má niðurstöðurnar má sjá að langfæstir eru fyrirfram undirbúnir undir óvænt ástarævintýri eða einungis 16%. Getty Finnst þér mikilvægt að tala um kynlíf við makann? Niðurstöður Já, mjög mikilvægt - 65% Já, en maki minn á erfitt með það - 17% Já, en ég á erfitt með það - 7% Já, en eigum bæði erfitt með það - 6% Nei, en maki minn vill tala um kynlíf - 1% Nei, tölum aldrei um kynlíf - 4% Ef marka má niðurstöðurnar svarar meirihluti því að það sé mjög mikilvægt að geta tjáð sig um kynlíf við maka sinn en um þriðjungur segir annað hvort sig eða makann eiga erfitt með að tala um kynlíf. Hægt er að nálgast greinin í heild sinni hér. Finnst þér í lagi að hrósa fólki fyrir ilm eða lykt? Niðurstöður KARLAR: Já, alltaf - 69% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 28% Nei, aldrei - 3% KONUR: Já, alltaf - 75% Já, ef það er náinn vinur eða maki - 23% Nei, aldrei 2% Flestir virtust því sammála um það að það væri í lagi að hrósa manneskjum fyrir ilm eða lykt en þó voru skiptar skoðanir á því hver má hrósa hverjum. Getty Hefur þú íhugað að opna sambandið? Opið samband má segja að sé hattur yfir þau sambandsform sem hafa einhverskonar samkomulag sín á milli varðandi kynlíf eða ástarsamband utan sambandsins. Spurning vikunnar var sprottin út frá þeim hugleiðingum hvort að sá hópur sem kjósi að prófa sig áfram utan hins hefðbundna sambandsforms fari stækkandi. Niðurstöður Ég er í opnu sambandi - 7% Já, ég hef íhugað það alvarlega - 13% Já, en hef ekki íhugað það alvarlega - 22% Nei, aldrei - 58% Ef marka má niðurstöðurnar má sjá að rúmlega þriðjungur þeirra sem svöruðu könnuninni segjast hafa íhugað það að opna samband sitt en 7% segjast nú þegar vera í opnu sambandi. Greinina í heild sinni má lesa hér. Hvað finnst þér um kaupmála við giftingu? Niðurstöður KONUR: Myndi alltaf gera kaupmála - 44% Myndi líklegast gera kaupmála - 24% Hef ekki hugsað út í það - 19% Maki minn myndi vilja það - 3% Myndi aldrei gera kaupmála - 10% KARLAR: Myndi alltaf gera kaupmála - 46% Myndi líklegast gera kaupmála - 25% Hef ekki hugsað út í það - 17% Maki minn myndi vilja það - 2% Myndi aldrei gera kaupmála - 10% Þegar fólk gengur í hjónaband verða allar eignir sameiginlegar hjúskapareignir, nema annað sé sérstaklega tilgreint í kaupmála. Kaupmáli er því ekki einungis gerður þegar mikill munur er á eignastöðu fólks heldur líka til að greina séreignir eins og erfðagripi, gjafir eða annað. Með breyttum tímum og nútíma sambandsformum mætti því segja að viðhorf til kaupmála hafi að einhverju leyti breyst á undanförnum árum en aðeins 10% karla og kvenna segjast aldrei myndu gera kaupmála. Staða kvenna á atvinnumarkaði í dag er allt önnur en hér áður fyrr þegar meiri munur var á eignastöðu kynjanna. Getty
Spurning vikunnar Ástin og lífið Fréttir ársins 2021 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Ég snautaði heim og hef ekki vogað mér á deit síðan“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira