Úlfunum tókst að komast út um öryggishlera og stökkva yfir girðingu í garðinum en tókst þó aldrei að komast út úr dýragarðinum sjálfum. Fjórir úlfanna voru skotnir í kjölfarið fyrir „hættulega háttsemi“ eins og fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Starfsmönnum Trois Vallées-dýragarðarins tókst að handsama hina fimm.
Fáir voru í dýragarðinum þegar atvikið átti sér stað en starfsmaður sveitarfélagsins Montredon-Labessonnie sagði í samtali við fréttamenn AFP að almenningur hafi ekki verið í hættu. Dýragarðinum hefur þó verið lokað til öryggis á meðan unnið er að því að tryggja öryggisráðstafanir.
Dýragarðinum hefur áður verið lokað en í október á þessu ári var garðinum lokað vegna efasemda stjórnvalda um öryggi starfsfólks og almenna dýravelferð. Eigandi dýragarðarins kærði lokunina og fékk að opna skömmu síðar.