Býðst til að leggja inn á fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna Eiður Þór Árnason skrifar 24. desember 2021 00:52 Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hagnaðist vel á sölu fyrirtækis síns til Twitter. vísir/sigurjón Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst láta gott af sér leiða um jólin og aðstoða barnafjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. Haraldur seldi hönnunarfyrirtæki sitt til Twitter í byrjun þessa árs fyrir háar fjárhæðir. Í færslu á samfélagsmiðlinum óskar hann eftir því að fjölskyldur sem búi nú við kröpp kjör hafi samband og sendi sér kennitölu og reikningsnúmer. Jólin eru fallegur tími. En þau geta líka verið erfið fyrir mörg okkar. Sérstaklega fyrir barnafólk með lítið á milli handanna. Við viljum öll gleðja börnin okkar á þessum tíma. Ef þú ert í þessum hópi, sendu mér endilega DM hérna með kennitölu og reiknnr. Gleðileg jól.— Halli (@iamharaldur) December 23, 2021 Mikla athygli vakti þegar Haraldur greindi frá því að hann hafi flutt lögheimili sitt til Íslands áður en gengið var frá sölunni í þeim tilgangi að greiða skatta af henni hér á landi. Fram að því hafði Haraldur verið búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni til fjölda ára. Hann komst aftur í fréttir í júlí þegar hann bauðst til þess að greiða miskabætur sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafði krafið einstaklinga vegna meintra ærumeiðinga sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá vildi hann einnig greiða lögfræðikostnað þeirra. Haraldur var hvatamaður að átakinu Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur. Sjálfur lagði hann fé inn í verkefnið og hafa yfir hundrað rampar fyrir hjólastóla verði settir upp frá því að átakið hófst í vor. Næst stendur til að hefja uppbyggingu rampa í fleiri sveitarfélögum um allt land. Jól Félagsmál Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Haraldur seldi hönnunarfyrirtæki sitt til Twitter í byrjun þessa árs fyrir háar fjárhæðir. Í færslu á samfélagsmiðlinum óskar hann eftir því að fjölskyldur sem búi nú við kröpp kjör hafi samband og sendi sér kennitölu og reikningsnúmer. Jólin eru fallegur tími. En þau geta líka verið erfið fyrir mörg okkar. Sérstaklega fyrir barnafólk með lítið á milli handanna. Við viljum öll gleðja börnin okkar á þessum tíma. Ef þú ert í þessum hópi, sendu mér endilega DM hérna með kennitölu og reiknnr. Gleðileg jól.— Halli (@iamharaldur) December 23, 2021 Mikla athygli vakti þegar Haraldur greindi frá því að hann hafi flutt lögheimili sitt til Íslands áður en gengið var frá sölunni í þeim tilgangi að greiða skatta af henni hér á landi. Fram að því hafði Haraldur verið búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni til fjölda ára. Hann komst aftur í fréttir í júlí þegar hann bauðst til þess að greiða miskabætur sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafði krafið einstaklinga vegna meintra ærumeiðinga sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá vildi hann einnig greiða lögfræðikostnað þeirra. Haraldur var hvatamaður að átakinu Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur. Sjálfur lagði hann fé inn í verkefnið og hafa yfir hundrað rampar fyrir hjólastóla verði settir upp frá því að átakið hófst í vor. Næst stendur til að hefja uppbyggingu rampa í fleiri sveitarfélögum um allt land.
Jól Félagsmál Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42
101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33
Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. 20. september 2021 22:58