Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir klukkan 18.30.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir klukkan 18.30.

Búist er við að ómíkronafbrigði kórónuveirunnar breiðist hratt út hér á landi næstu daga eftir að metfjöldi greindist smitaður af veirunni í gær.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um mögulega þróun og veikindi þeirra sem hafa smitast af nýja afbrigðinu.

Þorláksmessukvöld er fram undan í skugga hertra samkomutakmarkana. Við verðum í beinni útsendingu frá miðbænum, heyrum hvernig hátíðirnar verða í farsóttarhúsi, kíkjum á árlega tónleika Bubba Morthens - sem fær að spila fyrir fullri Eldborg í kvöld og kynnum okkur messuhald um jólin.

Þá heyrum við í vinahópi sem hefur ákveðið að verja jólunum saman í einangrun og kíkjum að sjálfsögðu í skötuveislu í tilefni dagsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×