Stjarna liðsins borgaði bjórinn sem áhorfandi sullaði út af honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2021 16:01 Dylan Larkin fagnar marki með félögum sínum í Detroit Red Wings. AP/Paul Sancya Íshokkíleikmaðurinn Dylan Larkin fékk samviskubit eftir smá óhapp í upphitun fyrir leik í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hefur fengið athygli fyrir hugulsemi sína gagnvart áhorfenda á leik sem hann spilaði. Bjór á íþróttakappleikjum í Bandaríkjunum kostar sitt en áhorfendur mega taka hann með sér í sætin. Það getur kallað á slys sérstaklega þegar þú ert mættur á íshokkíleik og sætið þitt er upp við ísinn. Upphitun hjá Detroit Red Wings liðinu endaði með því að fyrirliði liðsins, Dylan Larkis, endaði á veggnum í kringum völlinn og varð til þess að áhorfandi hinum megin við hann sullaði bjórnum sínum. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Dylan Larkin var með hljóðnema á sér og myndavélarnar voru líka á honum þegar þetta gerðist. Þegar hann áttaði sig á því hvað hefði gerst í stúkunni þá baðst hann fyrst afsökunar. Hann lét þó ekki þar við sitja því hann fékk aðstoðarmann liðsins til að fara með pening til áhorfendanna til að borga fyrir bjórinn sem sullaðist. „Mér líður illa út af þessu. Ertu ekki með veskið á þér og átt tuttugu dollara,“ spurði Dylan Larkin aðstoðarmanninn. Aðstoðarmaðurinn sást síðan fara með peninginn til áhorfandans. Þetta var leikur á móti New York Islanders en hann fór síðan á kostum í næstu tveimur leikjum á eftir, var fyrst með mark og stoðsendingu á móti Carolina Hurricanes og skoraði síðan þrennu og gaf stoðsendingu að auki í leik á móti New Jersey Devils. Það var hans fyrsta þrenna á NHL-ferlinum. Góðvild Larkin hafði því greinilega mjög góð áhrif á hann í næstu leikjum á eftir. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Íshokkí Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Bjór á íþróttakappleikjum í Bandaríkjunum kostar sitt en áhorfendur mega taka hann með sér í sætin. Það getur kallað á slys sérstaklega þegar þú ert mættur á íshokkíleik og sætið þitt er upp við ísinn. Upphitun hjá Detroit Red Wings liðinu endaði með því að fyrirliði liðsins, Dylan Larkis, endaði á veggnum í kringum völlinn og varð til þess að áhorfandi hinum megin við hann sullaði bjórnum sínum. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Dylan Larkin var með hljóðnema á sér og myndavélarnar voru líka á honum þegar þetta gerðist. Þegar hann áttaði sig á því hvað hefði gerst í stúkunni þá baðst hann fyrst afsökunar. Hann lét þó ekki þar við sitja því hann fékk aðstoðarmann liðsins til að fara með pening til áhorfendanna til að borga fyrir bjórinn sem sullaðist. „Mér líður illa út af þessu. Ertu ekki með veskið á þér og átt tuttugu dollara,“ spurði Dylan Larkin aðstoðarmanninn. Aðstoðarmaðurinn sást síðan fara með peninginn til áhorfandans. Þetta var leikur á móti New York Islanders en hann fór síðan á kostum í næstu tveimur leikjum á eftir, var fyrst með mark og stoðsendingu á móti Carolina Hurricanes og skoraði síðan þrennu og gaf stoðsendingu að auki í leik á móti New Jersey Devils. Það var hans fyrsta þrenna á NHL-ferlinum. Góðvild Larkin hafði því greinilega mjög góð áhrif á hann í næstu leikjum á eftir. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings)
Íshokkí Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira