Stjarna liðsins borgaði bjórinn sem áhorfandi sullaði út af honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2021 16:01 Dylan Larkin fagnar marki með félögum sínum í Detroit Red Wings. AP/Paul Sancya Íshokkíleikmaðurinn Dylan Larkin fékk samviskubit eftir smá óhapp í upphitun fyrir leik í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hefur fengið athygli fyrir hugulsemi sína gagnvart áhorfenda á leik sem hann spilaði. Bjór á íþróttakappleikjum í Bandaríkjunum kostar sitt en áhorfendur mega taka hann með sér í sætin. Það getur kallað á slys sérstaklega þegar þú ert mættur á íshokkíleik og sætið þitt er upp við ísinn. Upphitun hjá Detroit Red Wings liðinu endaði með því að fyrirliði liðsins, Dylan Larkis, endaði á veggnum í kringum völlinn og varð til þess að áhorfandi hinum megin við hann sullaði bjórnum sínum. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Dylan Larkin var með hljóðnema á sér og myndavélarnar voru líka á honum þegar þetta gerðist. Þegar hann áttaði sig á því hvað hefði gerst í stúkunni þá baðst hann fyrst afsökunar. Hann lét þó ekki þar við sitja því hann fékk aðstoðarmann liðsins til að fara með pening til áhorfendanna til að borga fyrir bjórinn sem sullaðist. „Mér líður illa út af þessu. Ertu ekki með veskið á þér og átt tuttugu dollara,“ spurði Dylan Larkin aðstoðarmanninn. Aðstoðarmaðurinn sást síðan fara með peninginn til áhorfandans. Þetta var leikur á móti New York Islanders en hann fór síðan á kostum í næstu tveimur leikjum á eftir, var fyrst með mark og stoðsendingu á móti Carolina Hurricanes og skoraði síðan þrennu og gaf stoðsendingu að auki í leik á móti New Jersey Devils. Það var hans fyrsta þrenna á NHL-ferlinum. Góðvild Larkin hafði því greinilega mjög góð áhrif á hann í næstu leikjum á eftir. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Íshokkí Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Bjór á íþróttakappleikjum í Bandaríkjunum kostar sitt en áhorfendur mega taka hann með sér í sætin. Það getur kallað á slys sérstaklega þegar þú ert mættur á íshokkíleik og sætið þitt er upp við ísinn. Upphitun hjá Detroit Red Wings liðinu endaði með því að fyrirliði liðsins, Dylan Larkis, endaði á veggnum í kringum völlinn og varð til þess að áhorfandi hinum megin við hann sullaði bjórnum sínum. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings) Dylan Larkin var með hljóðnema á sér og myndavélarnar voru líka á honum þegar þetta gerðist. Þegar hann áttaði sig á því hvað hefði gerst í stúkunni þá baðst hann fyrst afsökunar. Hann lét þó ekki þar við sitja því hann fékk aðstoðarmann liðsins til að fara með pening til áhorfendanna til að borga fyrir bjórinn sem sullaðist. „Mér líður illa út af þessu. Ertu ekki með veskið á þér og átt tuttugu dollara,“ spurði Dylan Larkin aðstoðarmanninn. Aðstoðarmaðurinn sást síðan fara með peninginn til áhorfandans. Þetta var leikur á móti New York Islanders en hann fór síðan á kostum í næstu tveimur leikjum á eftir, var fyrst með mark og stoðsendingu á móti Carolina Hurricanes og skoraði síðan þrennu og gaf stoðsendingu að auki í leik á móti New Jersey Devils. Það var hans fyrsta þrenna á NHL-ferlinum. Góðvild Larkin hafði því greinilega mjög góð áhrif á hann í næstu leikjum á eftir. View this post on Instagram A post shared by Detroit Red Wings Hockey Club (@detroitredwings)
Íshokkí Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira