Nýjasti leikmaður Breiðabliks er Tindastólskonan Laufey Harpa Halldórsdóttir sem hefur skrifað undir tveggja ára samning við Kópavogsfélagið.
Laufey Harpa fékk meira að segja að fara með Blikum til Parísar í síðasta Meistaradeildarleikinn í síðustu viku og æfði þar með liðinu fyrir leikinn gegn stórliði PSG í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Laufey Harpa er 21 árs gömul, öflugur vinstri bakvörður og kemur frá uppeldisliði sínu Tindastóli. Hún hefur þegar spilað í sex ár með meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína.
Laufey Harpa var meðal annars í liði ársins þegar Tindastóll tryggði sér sæti í efstu deild haustið 2020. Í kjölfarið var hún valin í æfingahóp A-landsliðsins, en hún á auk þess að baki leiki með yngri landsliðum.
Koma Laufeyjar þýðir að Breiðablik er nú búinn að sækja fjóra lykilmenn úr landsliðsbyggðarliðun.
Fyrst kom Karen María Sigurgeirsdóttir frá Þór/KA, þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík, svo Clara Sigurðardóttir úr ÍBV og nú Laufey Harpa frá Tindastól. Allar voru þær í risastóru hlutverki í sínum liðum og hafa verið lengi.
Þær Karen María, Clara og Laufey Harpa eru allar í kringum tvítugsaldurinn og eru því að reyna að taka næsta skref á sínum ferli en Natasha er enn reyndasti leikmaður deildarinnar enda komin á fertugsaldurinn.
Hér fyrir neðan má sjá fréttir Blika um komu þessara fjögurra leikmanna.