Fjör í fjárhúsum landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2021 20:05 Fengitími stendur nú sem hæst í fjárhúsum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikið líf og fjör í fjárhúsum landsins á þessum tíma árs því nú stendur fengitíminn yfir. Passað er vel upp á að velja bestu hrútana á ærnar þannig að það komi falleg og vel gerð lömb í heiminn næsta vor. Fengitíminn er anna tími hjá hrútum landsins því þá er þeim hleypt til ánna þegar þær eru að ganga. Margir bændur hafa Hrútaskrána til hliðsjónar þegar þeir ákveða hvaða hrút eða hrúta þeir ætla að nota á meðan aðrir nota bestu heimahrútana. Á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppnum hinum forna er Magnús Guðmundsson, bóndi búin að hleypa til en hann er með um 300 ær og 70 gemlinga. „Já, ég er með flotta og fína hrúta, meðal annars verðlaunahrút í Hraungerðishreppi en styttan, sem ég fékk fyrir hann er búin til af Ríkharði Jónssyni 1943 en hún er búin að vera verðlaunagripur hér í sveitinni síðan þá,“ segir Magnús En hvernig sér hann þegar ærnar eru að ganga? „Þær gefa sig af hrútnum og dingla dindlinum, þá eru þær að ganga. Hrútarnir eru mjög snöggir með sitt hlutverk en þeir hafa oft margar kindur á dag og eru því þreyttir þegar að kvölda kemur,“ bætir Magnús við. Verðlaunahrútur að störfum í fjárhúsinu á Oddgeirhsólum. Útkoman verður falleg lömb vorið 2022 ef allt hefur heppnast vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með gott bókhald og skráir allt niður hvaða kind fær hvaða hrút og svo framvegis enda sé það mikilvægt vegna ræktunarstarfsins. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, já, það er það, þetta er skemmtilegasta búgreinin,“ segir Magnús brosandi. Magnús segir að fengitíminn taki um þrjár vikur og hann verði því að vera sérstaklega vel vakandi yfir fénu þann tíma svo allt gangi upp. Ef allt gengur upp reiknar hann með að sex til sjö hundruð lömb komi í heiminn á bænum næsta vor. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Sjá meira
Fengitíminn er anna tími hjá hrútum landsins því þá er þeim hleypt til ánna þegar þær eru að ganga. Margir bændur hafa Hrútaskrána til hliðsjónar þegar þeir ákveða hvaða hrút eða hrúta þeir ætla að nota á meðan aðrir nota bestu heimahrútana. Á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppnum hinum forna er Magnús Guðmundsson, bóndi búin að hleypa til en hann er með um 300 ær og 70 gemlinga. „Já, ég er með flotta og fína hrúta, meðal annars verðlaunahrút í Hraungerðishreppi en styttan, sem ég fékk fyrir hann er búin til af Ríkharði Jónssyni 1943 en hún er búin að vera verðlaunagripur hér í sveitinni síðan þá,“ segir Magnús En hvernig sér hann þegar ærnar eru að ganga? „Þær gefa sig af hrútnum og dingla dindlinum, þá eru þær að ganga. Hrútarnir eru mjög snöggir með sitt hlutverk en þeir hafa oft margar kindur á dag og eru því þreyttir þegar að kvölda kemur,“ bætir Magnús við. Verðlaunahrútur að störfum í fjárhúsinu á Oddgeirhsólum. Útkoman verður falleg lömb vorið 2022 ef allt hefur heppnast vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með gott bókhald og skráir allt niður hvaða kind fær hvaða hrút og svo framvegis enda sé það mikilvægt vegna ræktunarstarfsins. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, já, það er það, þetta er skemmtilegasta búgreinin,“ segir Magnús brosandi. Magnús segir að fengitíminn taki um þrjár vikur og hann verði því að vera sérstaklega vel vakandi yfir fénu þann tíma svo allt gangi upp. Ef allt gengur upp reiknar hann með að sex til sjö hundruð lömb komi í heiminn á bænum næsta vor. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Sjá meira