Innlent

Vilja loka leikskólum milli jóla og nýárs

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórnir félaga leikskólakennara og stjórnenda segja tilefni til að loka leikskólum í aðdraganda bólusetningar leikskólabarna.
Stjórnir félaga leikskólakennara og stjórnenda segja tilefni til að loka leikskólum í aðdraganda bólusetningar leikskólabarna. Vísir/Vilhelm

Leikskólakennarar og stjórnendur leikskóla hafa áhyggjur af stöðu leikskóla landsins vegna fjölda þeirra sem smitast af Covid-19 þessa dagana. Þau vilja að leikskólum verði lokað milli jóla og nýárs.

Í ályktun stjórna Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla, sem birt var í Eplinu fréttabréfi FL, segir að mikilvægt sé fyrir samfélagið allt að hemja kórónuveiruna eins og mögulegt er áður en byrjað verði að bólusetja börn á leikskólaaldri eftir áramót.

Bent er á að í mars á þessu ári hafi aðstæður varðandi dreifingu kórónuveirunnar verið svipaðar og þá hafi verið ákveðið að loka grunnskólum til að koma í veg fyrir dreifingu veirunnar. Það hafi hins vegar ekki verið gert varðandi leikskóla og hafi leitt til eins stærsta hópsmits í íslensku samfélagi á leikskólanum Jörfa.

„Við höfum því vítin til að varast,“ segir í ályktuninni.


Tengdar fréttir

Í kringum þrjú hundruð smituðust í gær

Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir um 300 manns hafa greinst smitaðir af Covid-19 í gær. Hann segir tvöföldunartíma ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar nálægt því að vera tveir til þrír dagar sem sé það mesta sem sést hafi í faraldrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×