Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. desember 2021 16:02 Þórólfur Guðnason vill herða sóttvarnaaðgerðir til muna eftir að smitfjöldi er hér viðvarandi í hæstu hæðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði nýjasta minnisblaði sínu til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur Þórólfur til töluvert strangari sóttvarnaaðgerðir en hafa verið við lýði undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þess á meðal 20 manna samkomubann og að skólarnir byrji ekki aftur eftir jólafrí fyrr en 10. janúar. Þórólfur leggur yfirleitt til nokkrar leiðir fyrir stjórnvöld til að reyna að ná taki á faraldrinum. Metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær, 220 manns. Það er líka sérstaklega mikið þegar tekið er tillit til þess að það var sunnudagur, en það hefur verið sá dagur sem fæst smit greinast alla jafna því fólk er ekki eins duglegt að láta skima sig um helgar. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um tillögur Þórólfs að hertum aðgerðum varðandi skemmtistaði eða sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Þá liggur heldur ekki fyrir hvernig stærri viðburðum verður háttað varðandi hraðpróf. Sérstök ráðherranefnd um samræmingu aðgerða hittist á fjarfundi klukkan 15 í dag til að fara yfir tillögur Þórólfs. Framhald sóttvarnaaðgerða verður svo líklega tilkynnt að loknum ríkisstjórnarfundi sem hefst klukkan 9:30 í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna að óbreyttu út á miðnætti 22. desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði nýjasta minnisblaði sínu til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur Þórólfur til töluvert strangari sóttvarnaaðgerðir en hafa verið við lýði undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þess á meðal 20 manna samkomubann og að skólarnir byrji ekki aftur eftir jólafrí fyrr en 10. janúar. Þórólfur leggur yfirleitt til nokkrar leiðir fyrir stjórnvöld til að reyna að ná taki á faraldrinum. Metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær, 220 manns. Það er líka sérstaklega mikið þegar tekið er tillit til þess að það var sunnudagur, en það hefur verið sá dagur sem fæst smit greinast alla jafna því fólk er ekki eins duglegt að láta skima sig um helgar. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um tillögur Þórólfs að hertum aðgerðum varðandi skemmtistaði eða sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Þá liggur heldur ekki fyrir hvernig stærri viðburðum verður háttað varðandi hraðpróf. Sérstök ráðherranefnd um samræmingu aðgerða hittist á fjarfundi klukkan 15 í dag til að fara yfir tillögur Þórólfs. Framhald sóttvarnaaðgerða verður svo líklega tilkynnt að loknum ríkisstjórnarfundi sem hefst klukkan 9:30 í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna að óbreyttu út á miðnætti 22. desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12
Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02