„Við erum bara með nýja veiru“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 19:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Þá meta almannavarnir stöðuna svo alvarlega að tölur á Covid.is voru uppfærðar í dag, sem venjulega er ekki gert um helgar. Þar sést til dæmis að hlutfall jákvæðra einkennasýna hefur aldrei verið hærra en í gær, eða tæp 14 prósent, en tveimur dögum áður stóð hlutfallið í rúmum átta prósentum. Segir faraldurinn í veldisvexti Um 160 manns hafa nú greinst með ómíkron-afbrigðið hér á landi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að nái yfirhöndinni á næstu vikum. „Við erum bara með nýja veiru getum við sagt sem hegðar sér öðruvísi en hinar veirurnar. Og það virðist vera að bólusetningarnar, sem við erum búin að standa okkur gríðarlega vel í, að þrjár sprautur vernda upp að vissu marki, sérstaklega virðist vera gegn alvarlegum veikindum, það er spurning með smit. En tvær sprautur vernda lítið sem ekkert,“ segir Þórólfur. „Mér sýnist þetta komið í veldisvöxt og þetta er svona það hæsta sem við höfum séð, og sjö daga nýgengið er það hæsta sem við höfum séð. Við erum bara með nýtt landslag með þessari nýju veiru og það ræðst ekkert við það nema með þeim aðferðum sem við teljum að muni duga.“ Norræna þróunin óhjákvæmileg Tólf lágu á Landspítala með Covid í morgun, einn á gjörgæslu og í öndunarvél, og staðan þar því oft verið verri. Þórólfur bendir á að hlutfall þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron í Danmörku sé talsvert lægra en af delta-afbrigðinu en hafa verði í huga að ómíkron virðist mun meira smitandi. „En ef það eru 0,5 eða 0,7 prósent sem þurfa að leggjast inn þá getur það orðið umtalsverður fjöldi ef útbreiðslan er mjög mikill, ef við förum að fá kannski 300, 400, 500 tilfelli á dag.“ Hann bendir á hraða útbreiðslu ómíkron í Noregi og Danmörku. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt miðað við þessa þróun að það muni gerast hér. Auðvitað er það háð því til hvaða aðgerða við grípum,“ segir Þórólfur, sem reiknaði með því í morgun að skila minnisblaði um nýjar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann var þó ekki búinn að skila minnisblaðinu á sjötta tímanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 „Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Þá meta almannavarnir stöðuna svo alvarlega að tölur á Covid.is voru uppfærðar í dag, sem venjulega er ekki gert um helgar. Þar sést til dæmis að hlutfall jákvæðra einkennasýna hefur aldrei verið hærra en í gær, eða tæp 14 prósent, en tveimur dögum áður stóð hlutfallið í rúmum átta prósentum. Segir faraldurinn í veldisvexti Um 160 manns hafa nú greinst með ómíkron-afbrigðið hér á landi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að nái yfirhöndinni á næstu vikum. „Við erum bara með nýja veiru getum við sagt sem hegðar sér öðruvísi en hinar veirurnar. Og það virðist vera að bólusetningarnar, sem við erum búin að standa okkur gríðarlega vel í, að þrjár sprautur vernda upp að vissu marki, sérstaklega virðist vera gegn alvarlegum veikindum, það er spurning með smit. En tvær sprautur vernda lítið sem ekkert,“ segir Þórólfur. „Mér sýnist þetta komið í veldisvöxt og þetta er svona það hæsta sem við höfum séð, og sjö daga nýgengið er það hæsta sem við höfum séð. Við erum bara með nýtt landslag með þessari nýju veiru og það ræðst ekkert við það nema með þeim aðferðum sem við teljum að muni duga.“ Norræna þróunin óhjákvæmileg Tólf lágu á Landspítala með Covid í morgun, einn á gjörgæslu og í öndunarvél, og staðan þar því oft verið verri. Þórólfur bendir á að hlutfall þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron í Danmörku sé talsvert lægra en af delta-afbrigðinu en hafa verði í huga að ómíkron virðist mun meira smitandi. „En ef það eru 0,5 eða 0,7 prósent sem þurfa að leggjast inn þá getur það orðið umtalsverður fjöldi ef útbreiðslan er mjög mikill, ef við förum að fá kannski 300, 400, 500 tilfelli á dag.“ Hann bendir á hraða útbreiðslu ómíkron í Noregi og Danmörku. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt miðað við þessa þróun að það muni gerast hér. Auðvitað er það háð því til hvaða aðgerða við grípum,“ segir Þórólfur, sem reiknaði með því í morgun að skila minnisblaði um nýjar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann var þó ekki búinn að skila minnisblaðinu á sjötta tímanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 „Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28
„Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09