„Við erum bara með nýja veiru“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 19:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Þá meta almannavarnir stöðuna svo alvarlega að tölur á Covid.is voru uppfærðar í dag, sem venjulega er ekki gert um helgar. Þar sést til dæmis að hlutfall jákvæðra einkennasýna hefur aldrei verið hærra en í gær, eða tæp 14 prósent, en tveimur dögum áður stóð hlutfallið í rúmum átta prósentum. Segir faraldurinn í veldisvexti Um 160 manns hafa nú greinst með ómíkron-afbrigðið hér á landi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að nái yfirhöndinni á næstu vikum. „Við erum bara með nýja veiru getum við sagt sem hegðar sér öðruvísi en hinar veirurnar. Og það virðist vera að bólusetningarnar, sem við erum búin að standa okkur gríðarlega vel í, að þrjár sprautur vernda upp að vissu marki, sérstaklega virðist vera gegn alvarlegum veikindum, það er spurning með smit. En tvær sprautur vernda lítið sem ekkert,“ segir Þórólfur. „Mér sýnist þetta komið í veldisvöxt og þetta er svona það hæsta sem við höfum séð, og sjö daga nýgengið er það hæsta sem við höfum séð. Við erum bara með nýtt landslag með þessari nýju veiru og það ræðst ekkert við það nema með þeim aðferðum sem við teljum að muni duga.“ Norræna þróunin óhjákvæmileg Tólf lágu á Landspítala með Covid í morgun, einn á gjörgæslu og í öndunarvél, og staðan þar því oft verið verri. Þórólfur bendir á að hlutfall þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron í Danmörku sé talsvert lægra en af delta-afbrigðinu en hafa verði í huga að ómíkron virðist mun meira smitandi. „En ef það eru 0,5 eða 0,7 prósent sem þurfa að leggjast inn þá getur það orðið umtalsverður fjöldi ef útbreiðslan er mjög mikill, ef við förum að fá kannski 300, 400, 500 tilfelli á dag.“ Hann bendir á hraða útbreiðslu ómíkron í Noregi og Danmörku. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt miðað við þessa þróun að það muni gerast hér. Auðvitað er það háð því til hvaða aðgerða við grípum,“ segir Þórólfur, sem reiknaði með því í morgun að skila minnisblaði um nýjar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann var þó ekki búinn að skila minnisblaðinu á sjötta tímanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 „Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Þá meta almannavarnir stöðuna svo alvarlega að tölur á Covid.is voru uppfærðar í dag, sem venjulega er ekki gert um helgar. Þar sést til dæmis að hlutfall jákvæðra einkennasýna hefur aldrei verið hærra en í gær, eða tæp 14 prósent, en tveimur dögum áður stóð hlutfallið í rúmum átta prósentum. Segir faraldurinn í veldisvexti Um 160 manns hafa nú greinst með ómíkron-afbrigðið hér á landi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að nái yfirhöndinni á næstu vikum. „Við erum bara með nýja veiru getum við sagt sem hegðar sér öðruvísi en hinar veirurnar. Og það virðist vera að bólusetningarnar, sem við erum búin að standa okkur gríðarlega vel í, að þrjár sprautur vernda upp að vissu marki, sérstaklega virðist vera gegn alvarlegum veikindum, það er spurning með smit. En tvær sprautur vernda lítið sem ekkert,“ segir Þórólfur. „Mér sýnist þetta komið í veldisvöxt og þetta er svona það hæsta sem við höfum séð, og sjö daga nýgengið er það hæsta sem við höfum séð. Við erum bara með nýtt landslag með þessari nýju veiru og það ræðst ekkert við það nema með þeim aðferðum sem við teljum að muni duga.“ Norræna þróunin óhjákvæmileg Tólf lágu á Landspítala með Covid í morgun, einn á gjörgæslu og í öndunarvél, og staðan þar því oft verið verri. Þórólfur bendir á að hlutfall þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron í Danmörku sé talsvert lægra en af delta-afbrigðinu en hafa verði í huga að ómíkron virðist mun meira smitandi. „En ef það eru 0,5 eða 0,7 prósent sem þurfa að leggjast inn þá getur það orðið umtalsverður fjöldi ef útbreiðslan er mjög mikill, ef við förum að fá kannski 300, 400, 500 tilfelli á dag.“ Hann bendir á hraða útbreiðslu ómíkron í Noregi og Danmörku. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt miðað við þessa þróun að það muni gerast hér. Auðvitað er það háð því til hvaða aðgerða við grípum,“ segir Þórólfur, sem reiknaði með því í morgun að skila minnisblaði um nýjar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann var þó ekki búinn að skila minnisblaðinu á sjötta tímanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 „Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28
„Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09