Alberti var skipt inn á eftir klukkutíma leik en þá var staðan jöfn, 1-1.
Á 76.mínútu hóf Albert að gera út um leikinn en hann skoraði með marki úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar gerði Albert annað mark sitt og kom AZ í 3-1.
Hann var ekki hættur því hann fullkomnaði þrennu sína með marki á 89.mínútu og tryggði AZ Alkmaar 4-1 sigur.
Mögnuð innkoma hjá Alberti sem hefur mátt þola töluverða bekkjarsetu í vetur en hann er á síðasta ári samnings síns við hollenska félagið.
| @snjallbert #AZ #azwil (4-1) #AG28 pic.twitter.com/z2a2m6XLsK
— AZ (@AZAlkmaar) December 18, 2021