Erlent

Nokkrar Afríkuþjóðir næstum alveg óbólusettar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kort Guardian sýnir hvernig bólusetningar hafa gengið frá því þær hófust og fram í desember.
Kort Guardian sýnir hvernig bólusetningar hafa gengið frá því þær hófust og fram í desember. Guardian

Austur-Kongó, Búrúndí, Kamerún, Tjad og Malí eru meðal þeirra ríkja þar sem fæstir eru bólusettir. Í Evrópu hafa bólusetningar gengið hvað hægast í Búlgaríu, Moldavíu og Bosníu og Hersegóvínu.

Þetta er meðal þess sem má sjá á kortum sem Guardian hefur birt en þar má sjá hvernig bólusetningar gegn Covid-19 hafa gengið frá því þær hófust og til 8. desember.

Eitt kortanna sýnir stöðu bólusetninga eftir vergri landsframleiðslu.

Ísland deilir fjórða sætinu yfir flesta bólusetta íbúa með Úrúgvæ, þar sem 196 bólusetningar hafa verið framkvæmdar á hverja 100 íbúa. Flestir skammtar hafa verið gefnir á Kúbu, 253 skammtar á hverja 100 íbúa, næstflestir í Chile, 217 skammtar, og í þriðja sæti eru Sameinuðu arabísku furstadæmin með 215 skammta á hverja 100 íbúa. 

Í Austur-Kongó hafa aðeins 0,24 bólusetningar verið framkvæmdar á hverja 100 íbúa og 1,63 til 4,62 í Búrúndí, Kamerún, Tjad og Malí. Í Búlgaríu, Moldavíu og Bosníu og Hersegóvínu hafa færri en 50 skammtar verið gefnir á hverja 100 íbúa.

Engar upplýsingar liggja fyrir frá Kosovo, Norður-Kóreu, Suður-Súdan eða Erítreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×